Fleiri fréttir

Dramatískur sigur OB

OB komst aftur á sigurbraut eftir þrjá tapleiki í röð þegar liðið lagði Nordsjælland að velli, 1-2, í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Bjarni biðst afsökunar

Bjarni Fritzson, spilandi þjálfari ÍR, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum eftir leik Akureyrar og ÍR í átta-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta á föstudaginn.

Þór Hinriksson hættur hjá Val

Þór Hinriksson hefur látið af störfum sem þjálfari kvennaliðs Vals í fótbolta. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Val.

Jafntefli hjá Viðari og Sölva

Viðar Örn Kjartansson og Sölvi Geir Ottesen léku báðir allan leikinn þegar Jiangsu Guoxin-Sainty gerði 2-2 jafntefli við Changchun Yatai í kínversku ofurdeildinni í fótbolta í dag.

Pardew líkir spilamennsku Palace við Brasilíu

Crystal Palace rúllaði yfir Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær, en lokatölur urðu 4-1 sigur Palace. Yannick Bolasie var í stuði fyrir Palace, en hann skoraði þrennu fyrir Palace sem hafa verið að spila vel undanfarið.

Rosberg: Lewis ók fáránlega hægt

Hver sagði hvað eftir keppnina í Kína? Lewis Hamilton vann. Þetta var keppni liðsfélaga enda vann Mercedes og Ferrari var þar rétt á eftir og svo kom Williams.

Þór Hinriks hættur með Val?

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur Þór Hinriksson hætt störfum sem þjálfari kvennaliðs Vals í knattspyrnu.

Lewis Hamilton kóngurinn í Kína

Lewis Hamilton var afar sannfærandi í Mercedes bílnum í dag og það virtist enginn geta ógnað honum af neinni alvöru. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji.

Wenger ekki að hugsa um titilinn

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segist ekki vera hugsa um enska titilinn, en Arsenal vann góðan 1-0 sigur á Burnley í ensku úrvalsdeildinni í dag. Arsenal er fjórum stigum á eftir Chelsea, en Chelsea á þó tvo leiki til góða.

Jordan Spieth enn í bílstjórasætinu á Masters

Leiðir með fjórum höggum þegar að einn hringur er eftir. Justin Rose og Phil Mickelson eru í aðstöðu til þess að berjast um sigurinn á morgun ef pressan reynist of mikil fyrir Spieth.

Helena og félagar úr leik

Helena Sverrisdóttir og félagar í Polkowice töpuðu 75-61 fyrir Wisla Kraków í undanúrslitum pólska körfuboltans, en leikið var í kvöld.

Sjáðu frábært högg Tiger

Tiger Woods hefur verið að spila frábært golf á Masters mótinu í golfi sem fram fer á Augusta International vellinum í Bandaríkjunum. Tiger er á sex undir pari eftir hringina þrjá sem búnir eru.

Fjórtán íslensk mörk í sigri Emsdetten

Ernir Hrafn Arnarsson fór á kostum í liði TV Emsdetten í þýsku B-deildinni í handbolta í dag, en Ernir skoraði níu mörk í sigri liðsins á Empor Rostock.

Kolbeinn á skotskónum fyrir Ajax

Kolbeinn Sigþórsson var á skotskónum fyrir Ajax sem vann 2-0 sigur á Heracles í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Szilagyi bjargaði stigi fyrir Bergrischer

Bergrischer gerði jafntefli við HSG Wetzlar í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, 28-28. Arnór Þór Gunnarsson skoraði þrjú mörk fyrir Bergrischer og Björgvin Páll Gústavsson stóð vaktina í markinu.

Aron lagði upp mark í tapi

Aron Jóhannsson lagði upp eitt marka AZ Alkmaar í 5-2 tapi liðsins gegn SC Heerenveen í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Ragnar: Liðið er að þroskast

Ragnar Hermannsson, annar þjálfari Stjörnunnar, sagði sínar stúlkur hafa sýnt mikinn styrk þegar þær lögðu Val að velli, 23-21, oddaleik um sæti í undanúrslitum Olís-deildarinnar.

Eygló Ósk setti nýtt Íslandsmet

Eygló Ósk Gústafsdóttir, sundkona úr Ægi, heldur áfram að gera frábæra hluti á Íslandsmeistaramótinu í 50 metra laug sem fram fer í Laugardalnum um helgina.

Barcelona spænskur deildarmeistari

Guðjón Valur Sigurðsson og félagar í Barcelona eru spænskir deildarmeistarar í handbolta, en Barcelona hefur ekki tapað leik í spænsku deildinni í vetur.

Jafntefli í Íslendingaslag

Randers og Vestsjælland gerðu 1-1 jafntefli í Íslendingaslag í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Fimm mörk frá Vigni í jafntefli

Vignir Svavarsson skoraði fimm mörk í jafntefli HC Midtjylland gegn GOG Håndbold í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Frábær sigur Guif á Hamburg

Eskilstuna Guif vann frábæran sigur á HSV Hamburg í átta liða úrslitum EHF-bikarsins, 29-26, en þetta var fyrri leikur liðanna.

Benteke tryggði Villa mikilvægan sigur

Christian Benteke tryggði Aston Villa mikilvægan sigur á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í knatspyrnu í dag, 1-0. Eina markið kom í fyrri hálfleik.

Sjá næstu 50 fréttir