Fleiri fréttir

„Ákveðið að djamma svolítið í kvöld og það tókst“

Kristján Guðmundsson var í ákveðnum „djammgír“ eftir 1-0 sigur Stjörnunnar gegn Fylki í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í kvöld. Sigurinn var afar verðskuldaður en Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir skoraði sigurmarkið þegar korter var til leiksloka með föstu skoti utan teigs.

Kórdrengir, Selfyssingar og Vestri með heimasigra í Lengjudeildinni

Fimm leikir fara fram í Lengjudeild karla í dag og nú er þrem þeirra lokið. Tíu leikmenn Kórdrengja héldu út gegn Þór frá Akureyri og unnu 2-0. Selfyssingar eru að hrista af sér falldrauginn eftir 3-0 sigur gegn Aftureldingu og Vestri vann góðan 2-0 sigur gegn botnliði Víkinga frá Ólafsvík.

Kristinn fram­lengir til ársins 2023

Kristinn Steindórsson hefur framlengt samning sinn við Breiðablik til ársins 2023. Þetta kemur fram á samfélagsmiðlum félagsins í dag.

Stefnir á að bæta eigin Ís­lands­met í Tókýó

Róbert Ísak Jónsson verður fyrstur Íslendinga til að keppa á Ólympíumóti fatlaðra, Paralympics, sem fram fara í Tókýó í Japan. Róbert Ísak keppir í flokki S14 og stingur sér til sunds í nótt, aðfaranótt fimmtudags.

Fyrsti landsliðshópurinn frá handtöku Gylfa tilkynntur á morgun

Arnar Þór Viðarsson hefur eflaust þurft að brjóta heilann um ýmislegt fyrir val sitt á landsliðshópi karla í fótbolta. Hann verður tilkynnur á morgun en Ísland mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í undankeppni HM í byrjun september.

Enskt lið á að hafa boðið í Mbappé

Samkvæmt fréttamiðlinum Football Daily, sem flytur fréttir úr heimi fótboltans allan liðlangan daginn, ku enskt úrvalsdeildarfélag hafa boðið í franska sóknarmanninn Kylian Mbappé. 

„Ímynd ákveðins himnaríkis“

Sundmaðurinn Már Gunnarsson heldur áfram að veita fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum skemmtilega innsýn inn í lífið í Tókýó þar sem ólympíumót fatlaðra er nú að hefjast.

Hreindýraveiðar ganga vel

Hreindýraveiðar hafa gengið vel enda hefur viðrað vel til veiða á austurlandi og dýrin virðast vel á sig komin.

Slysið haft mikil áhrif á feril Sölva: „Bíllinn flaug 40 metra“

Sölvi Geir Ottesen, varnarmaður Víkings Reykjavíkur, tilkynnti í viðtali við Stöð 2 í gær að yfirstandandi leiktíð væri hans síðasta á ferlinum. Sá ferill hefur að miklu leyti einkennst af meiðslum sem rekja má aftur til bílslyss sem hann lenti í ungur að árum.

„Guardiola, Klopp og Tuchel gætu gert United að meisturum“

Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, og Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United, mættu aftur í settið hjá Sky Sports í gærkvöld í þáttinn Monday Night Football þar sem þeir eru fastagestir. Þeir tókust á um málefni Manchester United.

Stuðningsmenn Chelsea munu minnast grínistans vinsæla

Stuðningsmenn enska knattspyrnuliðsins Chelsea munu minnast grínistans Sean Lock á næsta heimaleik liðsins við Aston Villa. Lock lést nýverið eftir baráttu við krabbamein en hann var ársmiðahafi á Stamford Bridge.

Van Dijk eltir met fyrrum leikmanns Grindavíkur

Hollenski miðvörðurinn Virgil van Dijk hefur átt góðu gengi að fagna frá því að hann gekk í raðir Liverpool frá Southampton árið 2018. Hann á enn eftir að tapa heimaleik með liðinu.

Sama sagan hjá Skyttunum

Breskir fjölmiðlar greina frá því að Gaboninn Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði Arsenal, sé til sölu. Stjórnendur liðsins hyggist losa hann af launaskrá áður en yfirstandandi félagsskiptagluggi lokar eftir rúma viku.

Umfjöllun og viðtöl: Leiknir R. - HK 0-0 | Markalaust í Breiðholti

Það var mikið í húfi fyrir gestina úr Kópavogi þegar þeir mættu nýliðum Leiknis á Domusnovavellinum.Markmenn beggja liða voru á tánum í leiknum og átti þeir báðir góðan leik. Í fyrri hálfleik átti Arnar Freyr Ólafsson frábæra markvörslu þegar hann varði skalla frá Sóloni Breka.Í seinni hálfleik varði Guy Smit þrumu skot frá Ívari Erni Jónssyni. Liðin fóru síðan bæði að skjóta boltanum langt fram sem lukkaðist ekki og 0-0 jafntefli niðurstaðan.

Nik Chamberlain: Við spiluðum mjög vel og pressuðum vel

Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, var sáttur með baráttusigur sinna kvenna er þær tóku á móti Þór/KA í 15. umferð Pepsi Max deildar kvenna í kvöld. Kaflaskiptur leikur sem endaði með eins marks sigri Þróttar, 1-0. 

AC Milan byrjar á sigri án Zlatans

AC Milan vann 1-0 útisigur á Sampdoria í fyrstu umferð ítölsku A-deildarinnar í fótbolta í kvöld. Sigurmarkið kom snemma leiks.

Birkir: Við erum bara í bullandi fallbaráttu

Birkir Hlynsson, aðstoðarþjálfari ÍBV, stýrði liðinu gegn Selfyssingum í kvöld. Hann var ósáttur með leik liðsins í en ÍBV tapaði 6-2. Hann segir liðið vera í bullandi fallbaráttu.

Sjá næstu 50 fréttir