Fleiri fréttir

Courtois gagnrýnir aðferðir Ancelotti

Thibaut Courtois, markvörður Real Madrid, hefur gagnrýnt taktík knattspyrnustjóra liðsins, Carlo Ancelotti, eftir tap Madrid gegn erkifjendunum í Barcelona í gær.

Mike Dean leggur flautuna á hilluna

Enskir fjölmiðlar hafa greint frá því síðasta sólarhringinn að þeir hafi öruggar heimildir fyrir því að knattspyrnudómarinn Mike Dean muni leggja flautuna frægu á hilluna eftir yfirstandandi leiktímabil.

Nurkic gerði sig líklegan að hjóla í stuðningsmann Pacers í nótt

Miðherji Portland Trail Blazers, Jusuf Nurkic, lenti í útistöðum við aðdáanda Indiana Pacers eftir leik liðanna í nótt. Nurkic, sem spilaði ekki leikinn vegna meiðsla, gekk þá að stuðningsmanni Pacers sem sat á fremsta bekk, reif af honum símann og kastaði símanum svo upp í stúku.

Tveir rússneskir íþróttamenn í langt bann

Rússneskur fimleikamaður og rússneskur skákmaður voru í dag dæmdir í langt keppnisbann af alþjóðasamböndum sínum fyrir að sýna Valdimír Pútín stuðning.

Stal treyjunni af hetju Ajax eftir leik

Brasilíumaðurinn Antony skoraði sigurmark Ajax í dramatískum sigri á erkifjendunum í Feyenoord, 3-2, í hollensku úrvalsdeildinni í gær. Einn stuðningsmaður Ajax nældi sér í treyju hetjunnar eftir leik.

„Gæti ekki gerst á verri tíma“

Elías Rafn Ólafsson fékk slæmar fréttir í gærkvöld þegar í ljós kom að hann hefði handleggsbrotnað. Um er að ræða fyrstu alvarlegu meiðslin hjá þessum 22 ára landsliðsmarkverði í fótbolta.

Xavi hefur breytt öllu hjá Barcelona á aðeins 134 dögum

Hver hefði trúað því að aðeins 134 dögum eftir að Xavi tók við skröltandi hálfhjólalausu Barcelona liði væri hann búinn að endurvekja stolt Börsunga og nú síðast vinna 4-0 stórsigur á erkifjendunum í Real Madrid og það á sjálfum Santiago Bernabéu leikvanginum.

Þurrflugu Master class hjá Caddis bræðrum

Nú gefst tækifæri á að læra og skilja öll dýpstu leyndarmál þurrfluguveiðinnar í gegnum námskeiðaröð sem haldin verður nú í vor. Aðeins tíu sæti eru í boði á hvert námskeið þar sem kennsla og þjálfun er bæði persónuleg og djúp.

„Við vorum óþekkjanlegir“

Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, tók sjálfur á sig sökina fyrir slakri frammistöðu Real Madrid í El Clasico í gærkvöldi þar sem Barcelona mætti á Santiago Bernabeu og vann 4-0 stórsigur.

Slapp ótrúlega vel eftir rosalega flugferð

Spænski mótorhjólakappinn Marc Márquez getur þakkað góðum hlífðarbúningi og kannski heppninni líka fyrir að hafa sloppið ómeiddur úr óhappi í MotoGP keppni í Indónesíu.

Laxveiði á næsta fræðslukvöldi SVFR

Síðasta Fræðslukvöld á vegum SVFR var einstaklega vel sótt og skemmtilegt og greinilegt að veiðimenn og veiðikonur voru orðin langeyg eftir tækifæri að hittast og ræða veiði.

Elías Rafn meiddur: Ingvar kallaður inn í lands­liðið

Ingvar Jónsson, markvörður Íslands- og bikarmeistara Víkings, hefur verið kallaður inn í landsliðshóp Íslands fyrir komandi æfingaleiki. Ástæðan er sú að Elías Rafn Ólafsson meiddist í leik með Midtjylland í dag og verður frá í einhvern tíma vegna þess.

Börsungur gjör­sigruðu Real á Berna­béu

Barcelona gjörsamlega pakkaði toppliði Real Madríd saman í stórleik dagsins í La Liga, spænsku úrvaldeildinni í knattspyrnu, lokatölur 4-0 gestunum frá Katalóníu vil.

Dortmund gefur Bayern andrými

Borussia Dortmund missteig sig í toppbaráttu þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld er liðið gerði 1-1 jafntefli við Köln. Liðið er nú sex stigum á eftir Bayern München.

Alfons og félagar í undanúrslit

Landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted lék allan leikinn er Bodø/Glimt vann 4-1 sigur á Lilleström og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum norsku bikarkeppninnar. Hólmbert Aron Friðjónsson var í byrjunarliði Lilleström í leiknum.

Ánægður eftir „alvöru bikarleik“ í Nottingham

Jürgen Klopp var óhemju ánægður eftir nauman eins marks sigur sinna manna í Liverpool gegn B-deildarliði Nottingham Forest í átta liða úrslitum enska FA-bikarsins í kvöld. Klopp hrósaði Nottingham fyrir að gera þetta að „alvöru bikarleik.“

Rojas stórbætti eigið heimsmet

Yulimar Rojas frá Venesúela gerði sér lítið fyrir og stórbætti eigið heimsmet í þrístökki kvenna á heimsmeistaramótinu innanhúss í frjálsum íþróttum. Mótið fer fram í Belgrad í Serbíu.

Martin hafði naum­lega betur gegn Tryggva

Landsliðsmennirnir Martin Hermannsson og Tryggvi Snær Hlinason mættust í ACB-deildinni í körfubolta í dag er Valencia vann nauman tveggja stiga sigur á Basket Zaragoza, lokatölur 81-79.

Leclerc vann í Barein | Ver­stappen þurfti að hætta keppni

Ferrari byrjar nýtt tímabil í Formúlu 1 af miklum krafti en fyrsti kappakstur ársins fór fram í Barein í dag. Charles Leclerc og Carlos Sainz komu fyrstir í mark en þar á eftir kom Lewis Hamilton hjá Mercedes eftir erfiðan hring. Ríkjandi heimsmeistarinn Max Verstappen lauk ekki keppni.

Man City í undan­úr­slit eftir stór­sigur á Sout­hampton

Manchester City vann 4-1 sigur á Southampton í átta liða úrslitum FA bikarsins í knattspyrnu. Man City er þar með komið í undanúrslit ásamt Chelsea og Crystal Palace. Síðar í kvöld kemur í ljós hvort Liverpool eða Nottingham Forest verði síðasta liðið inn í undanúrslit.

Sjá næstu 50 fréttir