Fleiri fréttir

Draumaframmistaða Doncic dugði ekki til

Mögnuð frammistaða Lukas Doncic dugði skammt fyrir Dallas Mavericks þegar liðið tapaði fyrir Phoenix Suns, 121-114, í undanúrslitum Vesturdeildar NBA.

Viljum enda eins vel og mögulegt er

Bruno Fernandes skoraði eitt marka Manchester United í 3-0 sigri kvöldsins á Brentford. Hann segir leikmenn liðsins vilja enda tímabilið eins vel og mögulegt er.

Hérna vill maður vera

Benedikt Gunnar Óskarsson, leikstjórnandi Vals, var frábær í kvöld í fyrsta leiknum í einvígi Vals gegn Selfossi í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Átta mörk úr átta skotum og sex stoðsendingar var dagsverkið hjá Benedikt Gunnari í ellefu marka sigri Vals, 36-25.

Við erum ekki komnir upp til að bara berjast um einhver stig

„Já já, fínt að fá fyrsta stigið í sumar enda búnir að vera að leita eftir því í síðustu tveimur leikjum“, sagði Guðmundur Magnússon markaskorari Fram eftir 1-1 jafntefli þeirra við ÍA í þriðju umferð Bestu deildarinnar fyrr í kvöld.

Vildi freista þess að ná 300 kílómetrum: „Ég var ekki orðin dauð, alls ekki“

Stjórnandi Náttúruhlaupa segir engan hafa átt von á því að bakgarðshlaupið um helgina myndi standa yfir eins lengi og það gerði. Fyrra Íslandsmet í hlaupinu kolféll þar sem Mari Järsk hljóp rúma 288 kílómetra á innan við tveimur sólarhringum. Þrátt fyrir glæsilegan árangur segir Mari að hún hefði getað farið lengra, helst vildi hún ná 300 kílómetrum. 

Nökkvi Þeyr: „Mér líður alveg of­boðs­lega vel á Dal­vík”

Nökkvi Þeyr Þórisson var hetja KA-manna í kvöld þegar liðið lagði Keflavík að velli í dramatískum leik, 3-2. Nökkvi skoraði tvö mörk á síðustu fimm mínútum leiksins og tryggði liðinu sigur sem var vel við hæfi enda er hann frá Dalvík. Þorri Mar, tvíburabróðir hans, skoraði fyrsta mark leiksins.

Tveir skotnir eftir rifrildi á kappleik barna

Tveir menn voru fluttir á sjúkrahús með skotsár eftir að þriðji maðurinn hleypti af byssu í kjölfar rifrildis á hliðarlínunni á kappleik í Virginíufylki í Bandaríkjunum í gær.

Kristinn þjálfar stúlknalandslið Færeyja

Handknattleiksþjálfarinn Kristinn Guðmundsson hefur verið ráðinn til starfa hjá færeyska handknattleikssambandinu. Hann mun stýra stúlknalandsliði Færeyja sem skipað er leikmönnum fæddum 2006-2007.

Ósanngjarnt að tala svona um Messi

Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri PSG, lofar því að stuðningsmenn Paris Saint Germain muni sjá betri frammistöðu hjá Lionel Messi á næstu leiktíð en þeirri fyrstu hjá argentínska leikmanninum í París.

Ætlaði að henda stuðningsmönnum ÍBV úr húsi

Gera þurfti hlé á leik Hauka og ÍBV á Ásvöllum í gær á meðan að formaður dómaranefndar HSÍ, Kristján Gaukur Kristjánsson, reyndi að hemja stuðningsmenn ÍBV. Það gekk lítið þar til að sáttasemjarinn Kári Kristján Kristjánsson kom til aðstoðar.

Segir stutt í að Russell fari í taugarnar á Hamilton

Ef fram heldur sem horfir styttist í að George Russell fari í taugarnar á Lewis Hamilton, samherja sínum hjá Mercedes. Þetta segir Gerhard Berger sem varð tvívegis heimsmeistari bílasmiða með McLaren.

Sjá næstu 50 fréttir