Fleiri fréttir

Danir verðlaunuðu ferðalanga með fríum bjór

Íslendingaliðin FC Kaupmannahöfn og Silkeborg eru ansi góðir gestgjafar að mati spænskra og enskra stuðningsmanna sem mætt hafa til Danmerkur vegna Evrópuleikja í fótbolta í vikunni.

Federer leggur spaðann á hilluna

Svissneski tenniskappinn Roger Federer leggur spaðann á hilluna eftir Laver mótið í London síðar í þessum mánuði.

Toney í enska landsliðinu í fyrsta sinn

Ivan Toney, framherji Brentford, er eini nýliðinn í enska landsliðshópnum sem mætir Ítalíu og Þýskalandi í Þjóðadeild Evrópu síðar í mánuðinum.

Vanda listar upp aðgerðir KSÍ gegn kynferðisofbeldi

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir að sambandið hafi þegar „virkjað“ flest þau atriði sem lögð voru til í skýrslum nefnda og vinnuhópa varðandi kynferðislega áreitni og ofbeldi innan knattspyrnuhreyfingarinnar.

Utan vallar: Ís­lendingar á­berandi er Meistara­deildin mætti til Köben

Ísak Bergmann Jóhannesson var í byrjunarliði FC Kaupmannahafnar er liðið tók á móti Sevilla í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á heimavelli sínum Parken. Hákon Arnar Haraldsson og Orri Steinn Óskarsson hófu leik á bekknum á meðan fjöldi Íslendinga var í stúkunni, þar á meðal einn í fjölmiðlastúkunni.

Telur að Valur yrði neðarlega í Danmörku

Arnór Atlason, sem þjálfað hefur í Danmörku um árabil, segir að miðað við það að Olís-deild karla í handbolta sé áhugamannadeild þá séu liðin á Íslandi að „gera það ótrúlega gott“.

Bensín á þjálfaraeldinn

Gunnar Heiðar Þorvaldsson skilur sáttur við Vestra en hann lætur af störfum hjá Ísafjarðarliðinu eftir lokaumferð Lengjudeildar karla á laugardaginn. Hann segir að tímabilið hafi hvatt sig áfram í að halda áfram í þjálfun.

Ísak Bergmann: „Veit að Man City er annað skrímsli“

Ísak Bergmann Jóhannesson varð í gærkvöld sextándi Íslendingurinn til að spila í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Hann lék 87 mínútur í markalausu jafntefli FC Kaupmannahafnar og Sevilla en leikurinn fór fram á Parken í Kaupmannahöfn. Vísir náði tali af Ísaki Bergmanni eftir leik.

Gamla bandið gæti snúið aftur í landsliðið

Leikmannahópur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta fyrir næsta landsliðsglugga verður tilkynntur föstudaginn 16. september. Í þeim glugga mun Ísland mæta Venesúela í vináttulandsleik þann 22. september áður en liðið leikur við Albaníu í lokaumferð Þjóðadeildarinnar þann 27. september.

Dagskráin: Fótbolti, rafíþróttir, golf og handbolti

Það eru 12 beinar útsendingar á sport rásum Stöðvar 2 í dag. Á meðal efnis er Evrópu- og sambandsdeildin í fótbolta, Ljósleiðaradeildin í CS:GO, PGA og LPGA mótin í golfi ásamt Olís-deildunum í handbolta.

Bróðir Paul Pogba hnepptur í varðhald

Mathias Pogba, bróðir Paul Pogba, hefur gefið sig fram við yfirvöld í Frakklandi og situr nú í varðhaldi vegna tilrauna til fjárkúgana gegn bróðir sínum.

Isabella aftur í Breiðablik

Breiðablik tilkynnti í dag að félagið hefði endursamið við Isabellu Ósk Sigurðardóttur og mun hún leika með Blikum á komandi tímabili í Subway-deild kvenna.

Messi, Mbappe og Neymar skoruðu allir í sigri PSG

Framlína PSG var öll á skotskónum í sigri PSG á Maccabi Haifa á meðan Benfica gerði sér lítið fyrir og sigraði Juventus á útivelli. Napoli og Real Madrid unnu einnig sigra á sínum mótherjum í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Haaland tryggði City sigur gegn gömlu félögunum

Erling Haaland virðist ætla að skora í hvert skipti sem hann mættir á leikvöllinn en Norðmaðurinn tryggði Manchester City 2-1 sigur á Dortmund með marki á 84. mínútu í Meistaradeildinni í kvöld.

Evrópumeistararnir úr leik

Pólverjar gerðu sér lítið fyrir þegar liðið sló Evrópumeistara Slóvena úr leik í 8-liða úrslitum EuroBasket í kvöld, 90-87.

Sýndum mikinn karakter

„Ég held að þetta hafi verið sanngjörn niðurstaða í þessum leik, hann var fremur kaflaskiptur og opinn,“ sagði Perry John James Mclachan þjálfari Þór/KA eftir 3-3 jafntefli við ÍBV á Akureyri í kvöld. 

„Hefði betur átt að sleppa túnfiskssamloku fyrir æfingu“

Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, fór í vettvangsferð á Selfoss ásamt þáttastjórnandanum Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Þær kíktu á æfingu hjá nýliðunum og tóku stöðuna fyrir komandi tímabil.

Haukum spáð sigri en ÍR falli

Haukum er spáð sigri í Subway-deild kvenna í körfubolta í vetur en Íslandsmeisturum Njarðvíkur er spáð 2. sæti. Nýliðum ÍR er spáð falli.

Sjá næstu 50 fréttir