Fleiri fréttir

Strákarnir af Skaganum horfðu í augun á mulnings­vél Man City og bognuðu hvorki né brotnuðu

Það var einfaldlega skítkalt þegar blaðamaður mætti á Parken, heimavöll FC Kaupmannahafnar, fyrir leik FCK og Manchester City í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Hvort það hafi haft áhrif á suðræna og seiðandi leikmenn gestaliðsins skal ósagt látið en leiknum lauk með markalausu jafntefli þar sem tveir ungir drengir frá Akranesi komu við sögu hjá heimaliðinu.

Skýrsla Sindra: Þið tókuð af okkur HM

Það var líkt og að sár grátur fyrirliðans Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, sitjandi í miðjuhringnum á Estádio da Mata Real, bergmálaði um leikvanginn og yfirgnæfði fagnaðaróp Portúgala í kvöld. Svo bersýnileg voru vonbrigðin. HM-draumurinn var úti og það með eins ósanngjörnum hætti og hugsast getur.

„Allur Parken var að spila þennan leik“

Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson komu báði við sögu í liði FC Kaupmannahafnar er liðið gerði markalaust jafntefli gegn Englandsmeisturum Manchester City í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Portúgal komst ekki á HM

Þrátt fyrir sigurinn gegn Íslandi í kvöld er portúgalska kvennalandsliðið í fótbolta síður en svo komið með öruggt sæti á HM í Eyjaálfu næsta sumar.

Myndasyrpa: Sorg í Portúgal

Draumur Íslands um sæti á HM kvenna í fótbolta á næsta ári varð að martröð þegar liðið tapaði 4-1 fyrir Portúgal í umspili ytra í kvöld. Tilfinningarnar voru miklar í leikslok.

„Í rauninni erum við bara rændar þessu“

Glódís Perla Viggósdóttir var afar ósátt við Stéphanie Frappart, dómara leiks Íslands og Portúgals í umspili um sæti á HM. Portúgal vann 4-1 eftir framlengdan leik en Ísland var manni færri stóran hluta leiksins.

„Þetta er örugglega með verstu dögum lífs míns“

Sveindís Jane Jónsdóttir kveðst hafa verið bæði reið og sár eftir 4-1 tap Íslands fyrir Portúgal í umspili um HM-sæti í Portúgal í kvöld. Margar tilfinningar láti á sér kræla sem fæstar séu jákvæðar.

Chelsea á topp E-riðils eftir sigur gegn tíu leikmönnum AC Milan

Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea vann öruggan 0-2 útisigur er liðið heimsótti Ítalíumeistara AC Milan í fjórðu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Heimamenn þurftu að spila stærstan hluta leiksins manni færri og sigur gestanna því í raun aldrei í hættu.

Sara Björk hrædd um að þurfa að kveðja HM-drauminn endanlega

Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands, var að vonum sár og svekkt eftir tap liðsins fyrir Portúgal í umspili um sæti á HM 2023 í Portúgal í kvöld. Næsta heimsmeistaramót er ekki fyrr en árið 2027 og kveðst Sara Björk hrædd um að draumur hennar um að spila á heimsmeistaramóti sé úti.

Rüdiger hetja Evrópumeistaranna | Benfica tók stig af PSG

Antonio Rüdiger reyndist hetja Evrópumeistara Real Madrid er hann tryggði liðinu 1-1 jafntefli í heimsókn Madridinga til úkraínska liðsins Shakhtar Donetsk til Varsjá í Póllandi í fjórðu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Þá gerðu franska stórliðið PSG og Benfica 1-1 jafntefli í París á sama tíma.

Þorsteinn Halldórsson: „Þetta er aldrei rautt“

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var eðlilega súr og svekktur eftir 4-1 tap liðsins gegn Portúgal í framlengdum umspilsleik um laust sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar.

Einkunnir Íslands: Glódís Perla stóð upp úr

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 4-1 tap er liðið heimsótti Portúgal í framlengdum umspilsleik um laust sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Íslenska liðið þurfti að spila stóran hluta leiksins manni færri og hélt út í venjulegum leiktíma, en missti heimakonur fram úr sér í framlengingunni.

Ljósleiðaradeildin í beinni: Barist í neðri hlutanum

Tveir leikir eru á dagskrá þegar 5. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO hefst í kvöld. Öll fjögur liðin sem mæta til leiks í kvöld eru í fimmta sæti eða neðar, en geta skotist upp töfluna með sigri.

Áhugi heimamanna við frostmark en McDonalds borgarar glöddu

„Borgarar fyrir alla,“ kallaði Ingimar Elí Hlynsson, fararstjóri Icelandair, þegar hann steig út úr leigubíl á torgi nokkru í Pacos de Ferreira með poka fullan af ostborgurum frá McDonald's. Kærkomið fyrir svanga stuðningsmenn í bæ sem virðist ekki hafa átt von á einum né neinum í tengslum við stórleik í fótbolta.

María útskrifaðist úr háskóla

María Þórisdóttir, leikmaður Manchester United og norska fótboltalandsliðsins, nýtir tímann þegar hún er ekki inni á vellinum til að afla sér menntunar. Hún er nýútskrifuð með MBA-gráðu.

Íslensku stelpurnar verða ekki saman eftir leikinn: Tvær rútur í sitthvora átt

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, ræddi við Kolbein Tuma Daðason, fyrir utan leikvanginn í Porto þar sem leikurinn mikilvægi fer fram í kvöld. Vinni íslenska kvennalandsliðið leikinn þá komast þær á HM í fyrsta sinn. Þær fá hins vegar ekki tækifæri til að fagna HM sætinu allar samn eftir leik.

Sara Björk er leikfær og verður í byrjunarliðinu í kvöld

Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur náð sér af veikindum sem hrjáðu hana og hún verður með íslenska liðinu í leiknum mikilvæga á móti Portúgal í dag en í boði er sæti á heimsmeistaramótinu í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári.

Pallborðið: HM-sæti undir í Portúgal

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta getur tryggt sér sæti á HM í fyrsta sinn með sigri á Portúgal í umspili í dag. Leikið er á Estádio da Mata Real í Pacos de Ferreira í Portúgal og hefst leikurinn klukkan 17:00.

„Höfum aldrei nálgast leik þannig“

Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson og hans teymi telja sig hafa fundið leiðir til að sækja í gegnum portúgalska liðið í dag. Þorsteinn hefur engan áhuga á því að liggja í vörn allan leikinn.

Stuðnings­sveitin lent í Porto

Flugvél stuðningssveitar íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta lenti á flugvellinum í Porto í Portúgal um klukkan 11 í morgun. Mikil stemmning er í hópnum nú þegar um fimm tímar eru í leik.

Sjá næstu 50 fréttir