Fleiri fréttir

Ferdinand: Hvílir bölvun á mér

Rio Ferdinand telur að það hvíli bölvun á honum en hann mun ekki spila með enska landsliðinu á HM í Suður-Afríku vegna meiðsla.

Eriksson vill taka við Liverpool

Svíinn Sven-Göran Eriksson hefur mikinn áhuga á að taka við Liverpool en hann hefur alla tíð verið stuðningsmaður félagsins.

Mikel missir af HM

Nígeríumaðurinn John Obi Mikel, leikmaður Chelsea, mun ekki spila á HM í Suður-Afríku sem hefst föstudaginn.

Gunnleifur í fámennum hópi

Landsliðsmarkvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson átti mestan þátt í því að FH-ingar urðu í fyrrakvöld fyrsta liðið í tuttugu ár til að slá bikarmeistara í vítakeppni. Íslandsmeistarar FH unnu 3-1 sigur á bikarmeisturum Blika í vítaspyrnukeppninni eftir að leikurinn endaði með 1-1 jafntefli.

Torres spilar á þriðjudaginn

Fernando Torres gæti spilað með Spánverjum í síðasta æfingaleik þjóðarinnar fyrir HM gegn Pólverjum á þriðjudaginn.

Frakkar töpuðu fyrir Kína

Frakkar töpuðu í kvöld fyrir Kína í síðasta æfingaleik sínum fyrir HM í Suður-Afríku. Kínverjar voru ekki með sína bestu leikmenn í leiknum.

Alonso: Gerrard er stórkostlegur leikmaður

Eftir brotthvarf Rafael Benítez frá Liverpool eru nú sögusagnir á kreiki að stjörnur félagsins vilji fara annað. Þetta eru þó aðeins sögusagnir en undir þær kyndir Xabi Alonso hjá Real Madrid.

Joe Cole leynir því hvert hann ætlar

Joe Cole á enn eftir að greina frá því hvaða félag hann mun semja við. Hann er samningslaus í sumar og vill fá há laun en hann hefur hvað lengst verið orðaður við Arsenal.

Essien búinn að framlengja til ársins 2015

Michael Essien er búinn að framlengja samning sinn við Chelsea um tvö ár og er nú samning á Stamford Bridge til ársins 2015. Þetta kom fram á heimasíðu félagsins.

Kaka: Ég verð betri með hverjum degi

Brasilíumaðurinn Kaka hefur ekki áhyggjur af formi sínu fyrir heimsmeistarakeppnina og segist vera tilbúinn að taka að sér leiðtogahlutverk í brasilíska landsliðinu.

Rio Ferdinand á hækjum út af sjúkrahúsinu og missir af HM

Rio Ferdinand, fyrirliði enska landsliðsins, verður ekki með liðinu á HM í Suður-Afríku eftir að hann meiddist á hné á æfingu liðsins í morgun. Eftir myndatöku á sjúkrahúsi kom það í ljóst að hann getur ekki spilað með enska landsliðinu í heimsmeistarakeppninni.

Fyrstu bikarmeistarnir í 20 ár til að detta út í vítakeppni

Titilvörn bikarmeistara Breiðabliks endaði strax í fyrsta leik í gær þegar liðið tapaði í vítakeppni á móti Íslandsmeisturum FH á heimavelli sínum í Kópavogi. Þetta er í fimmta sinn á síðustu sjö árum þar sem bikarmeistarnir komast ekki í átta liða liða úrslitin.

L'Equipe: Didier Drogba handleggsbrotinn og missir af HM

Didier Drogba, fyrirliði Fílabeinsstrandarinnar handleggsbrotnaði í leiknum á móti Japan í dag samkvæmt heimildum franska blaðsins L'Equipe og verður af þeim sökum ekki með landsliðinu á Hm í Suður-Afríku sem hefst eftir viku.

Messi: Það er ekkert landslið með betra lið á pappírnum en Argentína

Lionel Messi eru sannfærður með það að ekkert landslið á HM í Suður-Afríku með betri mannskap en Argentína. Það eru margir sem búast ekki við miklu af liðinu eftir vandræðalega undankeppni og það þrátt fyrir að hafa innanborðs besta leikmann heims í Messi og einn allra besta leikmann allra tíma í þjálfaranum Diego Maradona.

Sinisa Mihajlovic tekur við Fiorentina-liðinu

Fiorentina eftir ráðið Sinisa Mihajlovic sem þjálfara liðsins eftir að Cesare Prandelli hætti með liðið til þess að taka við ítalska landsliðinu eftir HM. Mihajlovic hætti með Catania í síðustu viku eftir að þetta litla lið frá Sikiley hafði haldið sæti sínu í ítölsku A-deildinni.

Gareth Barry með á æfingu enska landsliðsins í morgun

Það eru góðar fréttir af Gareth Barry, miðjumanni enska landsliðsins, eftir að hann tók þátt í æfingu enska landsliðsins í Suður-Afríku í morgun. Barry var valinn í HM-hópinn eftir að hafa staðist læknisskoðun á síðustu stundu.

Úlfarnir búnir að kaupa Steven Fletcher frá Burnley

Wolves gekk í gær frá kaupunum á Steven Fletcher frá Burnley fyrir 6,5 milljónir punda og Úlfarnir halda því áfram að styrkja liðið fyrir baráttuna í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.

Dalglish stjórnar leitinni að nýjum stjóra Liverpool

Kenny Dalglish, fyrrum leikmaður og stjóri Liverpool, mun stjórna leit Liverpool að nýjum stjóra en samkvæmt frétt Guardian er Roy Hodgson, stjóri Fulham, efstur á blaði sem eftirmaður Rafael Benítez.

Gunnleifur: Var heppinn að þeir skutu bara í mig

“Í vítaspyrnukeppnum getur þetta dottið hvoru megin sem er. Ég var svo heppinn að velja rétt horn og þeir skutu bara í mig,” sagði hógvær Gunnleifur Gunnleifsson, hetja FH í bikarsigrinum á Blikum í kvöld.

Reina sér á eftir Benitez

Það kom Pepe Reina, markverði Liverpool, í opna skjöldu þegar hann heyrði að Rafael Benitez væri hættur sem knattspyrnustjóri liðsins.

Mexíkó lagði heimsmeistarana

Þrír vináttulandsleikir fóru fram í dag en liðin sem keppa á HM í Suður-Afríku eru nú að leggja lokahönd á undirbúninginn fyrir mótið sem hefst í næstu viku.

Toure á leið til Englands

Yaya Toure mun þegar hafa gengið frá samningi við lið í ensku úrvalsdeildinni að sögn umboðsmanns hans.

Nelson Mandela mætir bæði á opnunar- og lokahátíð HM

Nelson Mandela hefur staðfest það að hann muni mæta bæði á opnunar- og lokahátíð HM í Suður-Afríku sem hefst eftir rúma viku. Báðar eru hátíðarnar í tengslum við leiki og fara þær báðar fram í Jóhannesarborg.

Ferill Rafael Benitez hjá Liverpool - myndasyrpa

Rafael Benitez hætti í dag sem stjóri Liverpool eftir sex ára starf. Benitez stjórnaði liðinu í 328 leikjum sem er meira en allir stjórar félagsins frá því að Bob Paisley stjórnaði Liverpool-liðinu í 535 leikjum á árunum 1974 til 1983.

Jacobsen: Danir geta komið á óvart

Danski varnarmaðurinn Lars Jacobsen, sem leikur með Blackburn, telur að Danir geti vel verið sú þjóð sem kemur mest á óvart á HM í sumar.

Sneijder ekki þreyttur og hungraður í meira

Wesley Sneijder segist ekki finna fyrir neinni þreytu fyrir HM í sumar. Hollendingurinn spilaði mikinn fjölda leikja á síðasta tímabili, meðal annars síðasta leik tímabilsins í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Heimir hefur aldrei stjórnað FH á heimavelli í bikarnum

Heimir Guðjónsson og lærisveinar hans í FH, sækja bikarmeistara Blika heim í kvöld í 32 liða úrslitum VISA-bikars karla. Þetta verður tíundi útileikur FH-inga í röð í bikarnum sem hafa ekki spilað bikarleik í Kaplakrikanum síðan sumarið 2006.

Norður-Kórea reyndi að svindla á HM-kerfinu

FIFA hefur staðfest að sóknarmaðurinn Kim Myong-Won má ekki spila sem slíkur á HM í sumar, heldur aðeins sem markmaður. Norður-Kórea reyndi að leika á kerfi FIFA en misheppnaðist algjörlega.

Bernd Schuster spáir því að fyrsta árið hans Mourinho verði erfitt

Bernd Schuster, fyrrum leikmaður og þjálfari Real Madrid, spáir því að fyrsta árið hans Jose Mourinho hjá Real Madrid muni reynast honum mjög erfitt. Þjóðverjinn segir að Mourinho megi ekki látast blekkjast af viðbrögðunum á fyrstu dögum hans í starfi því þeir séu bara eins og brúðskaupsferðin.

Sjá næstu 50 fréttir