Fleiri fréttir

Avram Grant: Stoltur af því að vera orðinn stjóri West Ham

Avram Grant var í morgun ráðinn sem stjóri enska úrvalsdeildarliðsins West Ham eins og allir fjölmiðlar í Englandi voru búnir að leiða líkum að í gær. Avram Grant tekur við af Gianfranco Zola sem rétt náði að bjarga liðinu frá falli á síðasta tímabili.

Danir eiga yngsta leikmanninn á HM í Suður-Afríku

Daninn Christian Eriksen verður yngsti leikmaðurinn á HM í sumar en þetta varð ljóst eftir að allir landsliðsþjálfararnir 32 höfðu allir tilkynnt lokahóp sinn á HM í Suður-Afríku sem hefst eftir rúma viku.

Yngvi: Þvílíkur mannskapur sem KR er með

Eyjamaðurinn Yngvi Magnús Borgþórsson segir að það hafi verið svekkjandi að tapa fyrir KR í kvöld og falla þar með úr leik í VISA-bikarkeppni karla.

Heimir: Svekktur og sár

„Ég er einfaldlega bara svekktur og sár,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, eftir að liðið tapaði fyrir KR, 1-0, í 32-liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla í kvöld.

Logi: Góður stígandi í liðinu

Logi Ólafsson var ánægður með sína menn í KR eftir 1-0 sigur á ÍBV í 32-liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla í Vestmannaeyjum í kvöld. Kjartan Henry Finnbogason skoraði eina mark leiksins.

Guðlaugur: Þurfti að dreifa álaginu

Guðlaugur Baldursson var nokkuð sáttur með spilamennsku sinna manna í kvöld og sýndi varamönnum liðsins mikið traust þegar hann gerði sjö breytingar á byrjunarliði ÍR í kvöld. Liðið tapaði þó fyrir Fram, 2-1, í 32-liða úrslitum bikarkeppninnar.

Þorvaldur: Vil vinna alla leiki

Þorvaldur Örlygsson þjálfari Fram var nokkuð sáttur í leikslok eftir sigur sinna manna en hann tefldi fram mjög sterku liði gegn 1. deildarliði ÍR.

Umfjöllun: Sanngjarn sigur Fram

Framarar áttu ekki í miklum erfiðleikum með ÍR í 32-liða úrslitum Visa-bikarsins í kvöld en unnu þó nauman sigur 2-1, en þau úrslit gefa ekki rétta mynd af gangi leiksins.

Fram og KR áfram í bikarnum

KR vann sinn fyrsta leik á tímabilinu er liðið vann 1-0 sigur á ÍBV í 32-liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla í kvöld.

Capello verður áfram með England

Fabio Capello skrifaði í dag undir nýjan samning við enska knattspyrnusambandið sem tryggir að hann verður áfram í starfi sem landsilðsþjálfari fram yfir EM 2012.

Kristianstad tapaði fyrir meisturunum

Heil umferð fór fram í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Kristianstad, lið Elísabetar Gunnarsdóttur, tapaði fyrir meisturum Linköping á útivelli, 3-0.

Avram Grant ráðinn stjóri West Ham á næstu 24 tímum

West Ham hefur gefið það út að félagið muni ráða nýjan stjóra á næstu 24 tímum en það nánast frágengið samkvæmt enskum miðlum að Avram Grant muni taka við liðinu af Gianfranco Zola sem var rekinn eftir tímabilið.

Arsenal segir að Fabregas sé ekki til sölu

Arsenal hefur gefið frá sér yfirlýsingu vegna formlegs tilboðs spænska liðsins Barcelona í fyrirliða liðsins, Cesc Fabregas. Arsenal hefur hafnað tilboði spænsku meistaranna og segir Fabregas ekki vera til sölu.

Eto’o: Hótaði að hætta í síðustu viku og fékk rauða spjaldið í gær

Samuel Eto’o, fyrirliði Kamerúna, virðist ekki alveg vera í nægilega góðu andlegu jafnvægi á lokasprettinum fyrir HM í Suður-Afríku. Eto’o hótaði því að hætta í síðustu viku þegar hann var gagnrýndur fyrir frammistöðu sína með landsliðinu og í gær var hann sendur snemma í sturtu í æfingalandsleik á móti Portúgal.

Fyrirliði Ítala búinn að semja við lið frá Dúbæ

Fabio Cannavaro, fyrirliði heimsmeistara Ítala, hættir bæði með landsliðinu og að spila í ítölsku deildinni eftir HM í Suður-Afríku þar sem hann reynir að verða fyrsti fyrirliðinn til þess að lyfta heimsbikarnum tvisvar sinnum.

Níu Ítalir fá tækifæri til að verða aftur heimsmeistarar

Marcello Lippi, landsliðsþjálfari Ítala, var einn af mörgum þjálfurum sem tilkynntu HM-hóp sinn í gær og þá kom í ljós hversu margir úr heimsmeistaraliði ítala frá því fyrir fjórum árum eru í aðstöðu til að vinna heimsmeistaratitilinn í annað skipti á fjórum árum.

Elsti HM-hópur Englendinga í sögunni - meðalaldur liðsins 28,7 ár

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englendinga, setti nýtt met þegar hann tilkynnti 23 manna HM-hópinn sinn í gær því þetta er elsti HM-hópur Englendinga í sögunni. Capello tryggði sér metið með því að velja hinn 28 ára gamla Shaun Wright-Phillips yfir hinn 21 árs Theo Walcott. Þetta kom fram á Guardian.

Er Real tilbúið að eyða 183 milljónum evra í Rooney, Milito og Maicon?

Það er búið að vera mikið um vangaveltur í enskum og spænskum fjölmiðlum yfir hver munu verða næstu skref hjá Jose Mourinho í að setja saman nýtt meistaralið hjá Real Madrid. Mourinho hefur ekki viljað segja neitt en þrír leikmenn eru sagðir vera mjög ofarlega á listanum hjá honum.

Jóhannes Karl búinn að semja við Huddersfield Town

Jóhannes Karl Guðjónsson er búinn að gera tveggja ára samning við enska C-deildarliðið Huddersfield Town eftir að hafa farið til Englands í fyrradag til að fara í læknisskoðun og ganga frá samningi við félagið. Þetta kom fram á netsíðunni fótbolti.net.

Redknapp: Joe Cole búinn að semja við lið og það er ekki Tottenham

Joe Cole fékk góðar fréttir í gær þegar hann komst í HM-hóp Englendinga í Suður-Afríku en þessi 28 ára sóknarmiðjumaður er að renna út á samningi hjá Chelsea í sumar og það bendir allt til þess að hann fari frá liðinu. Cole hefur verið orðaður við Tottenham en Harry Redknapp, stjóri Tottenham, segir leikmanninn ekki ætla að koma til sín.

Umfjöllun: Fylkisstelpur að komast á beinu brautina

Fylkir vann í kvöld góðan 2-1 sigur á Þór/KA á heimavelli með mörkum þeirra Fjólu Dröfn Friðriksdóttur og Önnu Bjargar Björnsdóttur. Danka Podovac svaraði fyrir Þór/KA en það dugði ekki til.

Andrés Ellert: Gríðarleg seigla í þessum stelpum

Andrés Ellert Ólafsson, þjálfari Stjörnunnar, var sáttur með stig á Valsvellinum eftir jafntefli sinna stúlkna gegn núverandi meisturum Vals. Hann var þó að vonum vonsvikinn með að fá á sig mark á síðustu stundu.

Freyr: Ósáttur við að tapa tveimur stigum

„Ég er sáttur við eitt stig en jafnframt ósáttur við að hafa tapað tveimur.“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari Vals, eftir að hans leikmenn náðu að tryggja sér 1-1 jafntefli gegn baráttuglöðum Stjörnustelpum á síðustu andartökum leiksins. Þetta voru fyrstu stigin sem Valur tapar í ár.

Haukar biðjast afsökunar

Haukarnir Kristján Ómar Björnsson og Guðjón Pétur Lýðsson hafa beðist afsökunar á framferði sínu í leik liðsins gegn Stjörnunnar í gær.

Spilaði í treyju númer 100 í hundraðasta landsleiknum

Aaron Mokoena, fyrirliði Suður-Afríku, hélt upp á hundraðasta landsleikinn sinn með því að spila í treyju númer 100 og leiða sína menn til 5-0 stórsigurs á Gvatemala í undirbúningsleik liðsins fyrir HM í gær.

Sjá næstu 50 fréttir