Fleiri fréttir

Ronaldo hetja Manchester United gegn Villarreal

Cristiano Ronaldo reyndist hetja Manchester United þegar liðinu tókst loksins að vinna Villarreal er þau mættust í F-riðli Meistaradeildar Evrópu. Lokatölur 2-1 heimamönnum í vil þar sem sigurmarkið kom undir lok uppbótartíma.

Atalanta og Zenit á sigur­braut

Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er nú lokið. Atalanta vann Young Boys 1-0 á Ítalíu og Zenit St. Pétursborg vann 3-0 sigur á Malmö í Rússlandi.

Hetjan úr hverfinu fram­lengir við Fram

Jón Þórir Sveinsson, þjálfari karlaliðs Fram í fótbolta, hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2024. Frá þessu er greint á vefsíðu félagsins.

Vestri og Víkingur mætast í Vesturbænum

Snjóblásarar, gröfur og bænir um betri tíð dugðu ekki til að Torfnesvöllur á Ísafirði, Olísvöllurinn eins og hann heitir í dag, yrði tilbúinn fyrir komu nýkrýndra Íslandsmeistara Víkings á laugardaginn.

Blikar fá tvær nýjar í Meistaradeildina

Breiðablik hefur bætt við sig tveimur leikmönnum fyrir komandi stórleiki í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Félagið nýtti undanþáguheimildir til félagaskipta enda félagaskiptaglugginn lokaður á Íslandi.

„Eitt stærsta augnablikið á mínum ferli“

Markvörðurinn Elías Rafn Ólafsson hefur átt eftirminnilega innkomu í lið Midtjylland og haldið hreinu í fimm af fyrstu sex leikjum sínum fyrir það. Hann vonast til að vera valinn í A-landsliðið fyrir næstu leiki þess.

Pep segir sína menn hafa gert allt nema skora

Manchester City tapaði 2-0 er liðið heimsótti París Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu. Pep Guardiola, þjálfari Man City, sagði frammistöðuna hafa verið fína en liðið hafi einfaldlega ekki nýtt færin.

Guð­laugur hættur eftir fall Þróttar úr Lengju­deildinni

Guðlaugur Baldursson mun ekki stýra Þrótti Reykjavík í 2. deild karla í knattspyrnu á næstu leiktíð. Hann tók við liðinu síðasta haust en tókst ekki að afstýra hinu óumflýjanlega, eftir tvö ár þar sem Þróttur lifði á lyginni þá féll liðið niður um deild.

Engin vand­ræði hjá Liver­pool á Dreka­völlum

Liverpool gerði góða ferð til Portúgal þar sem liðið vann 5-1 stórsigur á Porto í Meistaradeild Evrópu. Liðið er komið í einkar góða stöðu þegar aðeins tvær umferðir eru búnar í B-riðli.

Kanté með Covid og fær ekki að mæta Juventus

N‘Golo Kanté, Reece James, Mason Mount og Christian Pulisic missa allir af leik Chelsea gegn Juventus í Tórínó annað kvöld, í H-riðli Meistaradeildar Evrópu í fótbolta.

„Myndi elska að mæta Íslandi á EM“

Evrópumót kvenna í fótbolta verður haldið í vöggu fótboltans, Englandi, á næsta ári. Norska landsliðskonan María Þórisdóttir, sem leikur með Manchester United, hefði ekkert á móti því að lenda í riðli með „hinu“ landinu sínu, Íslandi, í riðli á EM.

Jón Dagur svaraði „höturum“ með marki og dýfu

Jón Dagur Þorsteinsson, landsliðsmaður í fótbolta, segist hafa viljað senda sínum hörðustu gagnrýnendum skilaboð þegar hann fagnaði marki að hætti Jürgen Klinsmann í dönsku úrvalsdeildinni í gær.

Segir lágstemmdan lokafögnuð faraldrinum að kenna

Stjórn knattspyrnudeildar Vals ákvað að halda ekki hefðbundið lokahóf að afloknu keppnistímabili um helgina. Óánægja er með þá ákvörðun í röðum Íslandsmeistara félagsins í kvennaflokki. Framkvæmdastjóri Vals þvertekur fyrir að ákvörðunin hafi verið tekin vegna ófullnægjandi árangurs karlaliðsins.

Sjá næstu 50 fréttir