Fleiri fréttir

Meistarar AC Milan áfram taplausir

Ítalíumeistarar AC Milan unnu góðan útisigur á Sampdoria í síðasta leik dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Vill sýna að KR sé að gera mistök

Arnar Páll Garðarsson, þjálfari kvennaliðs KR, er á förum frá félaginu eftir tímabilið en hann er ekki sáttur með viðskilnaðinn við KR.

Ósammála frestunum á Englandi

Sparkspekingarnir Gary Neville, Peter Crouch og Piers Morgan eru ekki sammála þeirri ákvörðun ensku úrvalsdeildarinnar að fresta öllum leikjum helgarinnar en leikjunum var frestað vegna andláts Elísabetar Bretlandsdrottningar. 

Sádi-Arabía sækist eftir HM 2030

HM 2022 fer fram um miðjan vetur í Katar í nóvember og desember næstkomandi. Það gæti farið svo að HM 2030 fari aftur fram um vetur ef umsókn Sáda gengur eftir.

Arna Sif: Þvílíkt högg í magann

Arna Sif Ásgrímsdóttir, leikmaður Vals og íslenska landsliðsins, gerði upp tapið gegn Hollandi í lokaleik undankeppni HM á þriðjudaginn sl. með Helenu Ólafsdóttur og Mist Edvardsdóttur í Bestu mörkunum.

„Aldrei séð neinn eins og Dembélé“

Martin Braithwaite, leikmaður Espanyol, er mjög hrifinn af Ousmane Dembélé, fyrrum liðsfélaga sínum hjá Barcelona, en Braithwaite segir að Dembélé gæti jafnvel staðist samanburðinn við Messi.

Boehly vildi að Tuchel spilaði leik­kerfið 4-4-3

Í ítarlegri grein The Athletic um brottrekstur Thomas Tuchel og hvað leiddi til hans er farið djúpt ofan í það sem hefur gengið á hjá enska knattspyrnufélaginu Chelsea undanfarna mánuði. Þar kemur fram að Todd Boehly, bandarískur eigandi félagsins, hafi stungið upp á að Tuchel myndi spila leikkerfið 4-4-3.

Tinda­stóll upp í Bestu deildina

Tindastóll vann öruggan 5-0 útisigur á Augnabliki í Kópavogi í Lengjudeild kvenna í kvöld. Sigurinn þýðir að Tindastóll er komið aftur upp í Bestu deild kvenna eftir aðeins ár í Lengjudeildinni.

Rúnar Alex og Willum Þór með sína fyrstu deildar­sigra

Rúnar Alex Rúnarsson stóð milli stanganna er Alanyaspor lagði Ankaragücü í tyrknesku úrvalsdeildinni. Var þetta fyrsti sigur liðsins síðan Rúnar Alex komst í byrjunarliðið. Willum Þór Willumsson kom inn af bekknum hjá Go Ahead Eagles í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta er liðið vann 3-2 útisigur á Volendam.

UEFA ekki tekið á­kvörðun en Rúss­land þegar skipu­lagt æfinga­leiki

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur ekki tekið ákvörðun hvort Rússland eigi að fá taka þátt í undankeppni Evrópumóts karla í knattspyrnu sem fram fer sumarið 2024. Á sama tíma er Rússland þegar byrjað að skipuleggja æfingaleiki og hefur fulla trú á að þjóðin fái að taka þátt.

Marka­laust í Eyjum og Valur komið níu fingur á titilinn

ÍBV og Breiðablik gerðu markalaust jafntefli í Vestmannaeyjum í kvöld þar sem liðin mættust í Bestu deild kvenna í fótbolta. Jafnteflið þýðir að Valskonur, sem unnu stórsigur á KR, eru nú komnar með sex stiga forystu á toppi deildarinnar þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir.

Man Utd vildi ekki Potter þar sem hann hafði ekki þjálfað í Meistara­deildinni

Graham Potter er nýr þjálfari enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea. Hann hefði getað fengið tækifæri til að stýra öðru toppfélagi á Englandi en tvívegis kom nafn hans upp er Manchester United var að leita að nýjum þjálfara. Skortur á reynslu í Meistaradeild Evrópu stöðvaði hins vegar Man United í að fara lengra með áhuga sinn.

Settur til hliðar vegna ummæla um drottninguna

Fyrrum knattspyrnumaðurinn Trevor Sinclair hefur verið sendur í leyfi vegna ummæla sinna á samfélagsmiðlinum Twitter. Þar sagði hann að fólk dökkt að hörund ætti ekki að syrgja drottninguna.

„Held að það sé mjög mikill séns þarna“

Valsvarnarmúrinn, sem þær Mist Edvardsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir hafa mótað svo myndarlega í sumar, telur líklegast að Ísland muni mæta Belgíu frekar en Portúgal í umspilsleiknum um sæti á HM kvenna í fótbolta.

Er Mourinho loks að renna á afturendann?

Chelsea, Barcelona og Udinese. Þessi áhugaverða þrenning inniheldur þau félög sem José Mourinho hefur þurft að þola stærstu töpin gegn á þjálfaraferli sínum. Er komið að því sem allir knattspyrnuáhugamenn hafa beðið eftir í eitt og hálft ár? Er José Mourinho að renna á afturendann með enn eitt liðið? Chelsea árið 2015. Manchester United árið 2018. Tottenham Hotspur árið 2021 og nú Roma árið 2022?

Heimir í viðræður við HB

Knattspyrnuþjálfarinn Heimir Guðjónsson gæti mögulega verið á leið aftur til starfa í Færeyjum þar sem hann starfaði við afar góðan orðstír.

Hætt við mínútu þögn í Skotlandi vegna óláta áhorfenda

Áhorfendur sem gerðu sér ferð á Tynecastle-völlinn í Edinborg að sjá leik Hearts og Istanbul Basaksehir í gærkvöld höfðu lítinn áhuga á að virða minningu Elísabetar II Bretadrottningar. Fyrirhuguð mínútu þögn varð kaótísk.

Utan vallar: Ógeðslega ósanngjarnt

Ég botna ekki í því hvert alþjóðafótboltinn er að stefna með því að láta heppni ráða svona miklu um það hvaða þjóðir komast á stórmót, eins og raunin er farin að vera varðandi umspil í Evrópu. Ætli Ísland verði aftur eins óheppið í dag og árið 2020?

Úkraínski Neymar mígur utan í Arsenal

Úkraínski kantmaðurinn Mykhaylo Mudryk, sem sló í gegn í sigri Shakhtar Donetsk á RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu á þriðjudaginn, hefur gefið Arsenal hressilega undir fótinn.

Veit ekki hvaða stöðu eigin leikmaður spilar

Lucien Favre, knattspyrnustjóri Nice, virtist ekki vita hvaða stöðu Ross Barkley, nýjasti leikmaður franska liðsins, spilar er hann var spurður út í það á blaðamannafundi.

Umboðsmenn þénuðu tæpa 70 milljarða í sumarglugganum

Umboðsmenn knattspyrnumanna þurfa margir hverjir ekki að hafa áhyggjur af því að eiga ekki fyrir salti í grautinn á næstunni. Samkvæmt alþjóðaknattspyrnusambandinu FIFA þénuðu þeir tæplega 431 milljón punda í félagsskiptaglugga sumarsins sem lokaði í seinustu viku.

Sjá næstu 50 fréttir