Fleiri fréttir

Erfitt að vera heimsfræg

Leikkonan Kristen Stewart sem fer með hlutverk Bellu Swan í Twilight myndunum, er ósátt við að sterkar ákveðnar konur eru kallaður tíkur. Kristen segir að velgengni Twilight myndanna hafi komið henni á óvart. Leikkonunni þykir ennþá erfitt að takast á við heimsfrægðina og áreitið sem henni fylgir. Að vera opinber manneskja er óþægilegt því það er farið fram á að ég hagi mér á vissan máta. Það er miklu auðveldara fyrir stráka að takast við frægð. Þeir virðast mega segja hvað þeir vilja en ef við konurnar erum ákveðnar erum við hiklaust kallaðar tíkur," sagði Kristen. Kristen er þekkt fyrir að neita alfarið að tala opinberlega um sitt persónulega líf og þá sér í lagi um samband hennar við Robert Pattinson sem leikur á móti henni í umræddum myndum en því hefur verið haldið fram að þau eigi í ástarsambandi.

Gangið hægt um gleðinnar dyr

Leikkonan Eva Longoria Parker vakti athygli þegar hún sást með tjaldvagn í eftirdragi á ferðinni í Normandy í Frakklandi ásamt eiginmanni sínum Tony Parker. „Að vera með sama manninum það sem eftir er kann að hljóma leiðinlegt en þegar þú hefur fundið þann eina sanna þá fyrst veistu að það er alls ekki þannig," sagði Eva. Við báðum lesendur Lífsins um góð ráð fyrir verslunarmannahelgina á Facebook síðunni okkar. Það stóð ekki á svörunum:

Þolir ekki þegar hún er fótósjoppuð

Breska leikkonan Emily Blunt segist engan veginn þola þegar myndum af henni er breytt með aðstoð myndvinnsluforrita, því þá lítur hún út eins og Barbie-dúkka. Leikkonan kýs að birtast eins og hún er í raunveruleikanum í tímaritum og á kynningarplakötum þar sem engu hefur verið breytt með aðstoð tölvutækninnar. „Ég þoli ekki þegar búið er að breyta líkamanum mínum þar sem ég lít út fyrir að vera grindhoruð og miklu yngri en ég er í raunveruleikanum. Þessi þróun brenglar kröfur ungra stúlkna," lætur Emily hafa eftir sér í september útgáfu Elle tímaritsins. „Þá líður mér eins og Barbie og hver í ósköpunum vill líta út eins og hún?"

Edda besta fjölmiðlakona Íslands

Edda Andrésdóttir er besta fjölmiðlakona Íslands að mati álitsgjafa okkar sem eru lesendur Lífsins. Lesendum Lífsins gafst kostur á að kjósa bestu fjölmiðlakonu Íslands í gær í gegnum Facebook síðuna sem við höldum úti.

Þyngdist um 5 kg á 5 vikum

Leikkonan Julia Roberts, 42 ára, bætti á sig 5 kílóum á fimm vikum við tökur á kvikmyndinni Eat, Pray, Love. Myndin „Eat, Pray, Love" sem er byggð á ævisögu rithöfundarins Elizabeth Gilbert sem ferðast um heiminn til að komast yfir erfiðan skilnað, var tekin upp á Ítalíu og Indlandi meðal annars. Á meðan á tökunum stóð þurfti Julia að leggja sér til munns mikið magn af pizzum og pasta. Á tímabili hætti hún að nærast áður en hún mætti á tökustað því þar biðu hennar krásirnar og það nánast daglega. „Ég fékk mér ekki morgunmat áður en við byrjuðum að taka upp því ég var stöðugt látin borða pizzur. Einn morguninn borðaði ég til að mynda átta pizzur á 45 mínútum," sagði Julia. „Skyndilega voru buxurnar orðnar allt of þröngar í mittið og þá ákvað ég að sleppa brauðinu." Eiginmaður Juliu, Danny Moder, fylgdi henni á meðan á tökum stóð og sömuleiðis börnin þeirra. Tviburarnir Hazel og Phinnaeus, 5 ára, og 3 ára Henry.

Læknar Jacksons ekki sóttir til saka

Þeir sjö læknar sem meðhöndluðu popparann Michael Jackson á árunum fyrir dauða hans verða ekki sóttir til saka. Þetta er niðurstaða rannsóknar á vegum Kaliforníuríkis sem lögreglan í Los Angeles hafði óskað eftir. Einn þeirra þarf þó að svara ásökunum um að hafa ávísað lyfseðilsskyldum lyfjum á Jackson undir fölsku nafni.

Westboro ræðst gegn Bieber

Hinn umdeildi trúarsöfnuður Westboro-baptistakirkjan í Kansas í Bandaríkjunum, hefur nú enn einu sinni látið til skarar skríða. Í þetta sinn er það gegn ungstirninu Justin Bieber.

Íslandsmótið í póker haldið í Hveragerði

„Þetta mót er prófsteinn á hversu stór senan er orðin,“ segir Valur Heiðar Sævarsson, ritari og formaður mótanefndar Pókersambands Íslands. Íslandsmótið í póker fer fram á Hótel Örk í Hveragerði helgina 15. til 17. október. Í fyrra komst 191 spilari að á mótinu sem var haldið á Hilton hótel Nordica. Valur segir að fjöldinn verði ekki takmarkaður í ár, en hversu mörgum er hægt að taka á móti?

Hellvar spilar í Bandaríkjunum

Hljómsveitin Hellvar leggur í tónleikaferð til Bandaríkjanna eftir helgi. Bandið kemur fram í norðurhéruðum New York-ríkis á þremur tónleikum og endar ferðina á tónleikum í New York.

Fræg á fölskum forsendum

Belgíski tónlistarmaðurinn Plastic Bertrand hefur viðurkennt að hafa ekki sungið lagið Ca Plane Pour Moi sem kom út árið 1977 við miklar vinsældir. Bertrand er ekki sá fyrsti sem slær í gegn á fölskum forsendum.

Bjarnólfur gæti verið íslenski Duncan

„Félagarnir hafa verið að gera grín að þessu og sagt að þetta gæti verið maður sjálfur þarna," segir knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Bjarnólfur Lárusson.

Engar lýtaaðgerðir takk

Ítalska leikkonan Monica Bellucci, 45 ára, er ánægð með útlit sitt en útilokar ekki að gangast undir lýtaaðgerð í framtíðinni. Monica segist ekki eyða miklum tíma fyrir framan spegilinn og velta sér upp úr því hvernig hún lítur út eða hvort ný hrukka hafi bæst í safnið. „Ég hugsa einfaldlega ekki um að láta laga mig á einhvern máta. Mér líður virkilega vel með sjálfa mig," sagði Monica. „En ég á eflaust eftir að skipta um skoðun eftir tíu ár." Leikkonan er gift leikaranum Vincent Cassell og saman eiga þau tvær dætur. Devu, 5 ára og Léonice, 2 mánaða. Monica segir að fjölskyldan jarðtengi hana. „Ég er mjög sátt við líf mitt. Ég er í starfi sem ég elska og ég eignaðist nýverið aðra dóttur. Þær hjálpa mér að jarðtengja mig. Ég er miklu fullnægðari í dag heldur en var fyrir tuttuguu eða þrjátíu árum," sagði hún.

Kate alvara með sambandinu

Leikkonan Kate Hudson hefur ákveðið að byrja að búa með nýja kærastanum, söngvara hljómsveitarinnar Muse, Matt Bellamy. Parið byrjaði saman í apríl á þessu ári og þau hafa verið óaðskiljanleg síðan. Nú síðast elti Kate popparann til Bretlands til að sjá hann spila á Glastonbury tónlistarhátíðinni. Þau leita um þessar mundir að hentugri íbúð í New York þar sem Ryder sex ára sonur Kate fær sér herbergi og Matt upptökuver, þar sem hann getur unnið að tónlistinni. „Kate er virkilega hamingjusöm með Matt," er haft eftir nánum vini leikkonunnar. „Sambandið er afslappað og áreynslulaust."

Besta fjölmiðlakona Íslands

Nú stendur yfir kosning á síðunni okkar á Facebook um bestu fjölmiðlakonu Íslands. Álitsgjöfum okkar, lesendur Lífsins á Vísi, gefst kostur á að kjósa til klukkan 08:00 í fyrramálið bestu fjölmiðlakonu landsins á síðunni okkar á Facebook. Taktu þátt og kjóstu hér.

Britney býr til billjónir

Britney Spears, 28 ára, hefur sett á heimsmarkað nýtt ilmvatn. Það níunda í röðinni. Í gærkvöldi setti Britney nýja auglýsingamynd af sér á Twitter síðuna sína þar sem hún auglýsir nýtt ilmvatn undir slagorðinu: Veldu örlög þín! Britney segist vera stolt af nýja ilminum og bíður spennt eftir að heyra viðbrögð aðdáenda sinna. Ilmurinn lætur allar konur verða meðvitaðri um eigin fegurð," skrifaði Britney. Britney þénaði 100 milljón bandaríkjadala á fyrsta ilminum, Curious, sem hún setti á markað árið 2004. Síðan þá hefur hún selt í eigin nafni ilmina: Fantasy, Curious In Control, Midnight Fantasy, Believe, Curious Heart, Hidden Fantasy og Circus Fantasy. Ilmirnir hennar Britney hafa selst fyrir meira en 1.5 billjón dollara á heimsvísu.

Lopez leið eins og blæðandi dýri

Jennifer Lopez, 41 árs, segist vera ein af þeim sem verður ástfangin á örskotsstundu og þegar samböndin tóku enda þá leið henni eins og deyjandi dýri. Jennifer hefur gengið í gegnum tvo skilnaði og þó nokkuð mörg ástarsamböndum. Þar má nefna tónlistarmanninn P. Diddy og leikarann Ben Affleck. Jennifer, sem er í dag hamingjusamlega gift söngvaranum Marc Anthony, segir að hjarta hennar hafi upplifað sársauka allt of oft í gegnum tíðina. Hún varð ástfangin af mönnum sem voru engan veginn réttir fyrir hana. „Ég gerði alltaf sömu mistökin aftur og aftur. Ég gaf mig alla í samböndin því ég trúi á ástina og ég geri það enn þrátt fyrir öll vonbrigðin og sársaukann sem ég upplifði svo oft," sagði Jennifer. „Stundum óskaði ég mér að ég væri með hjarta úr stáli því mér sveið í hjartanu þegar samböndin slitnuðu. Mér leið eins og blæðandi dýri í öll skiptin."

Vill kyssa Portman

Söngkonan Katy Perry hefur lýst því yfir að hana langi mikið til að kyssa leikkonuna Natalie Portman. „Ef það er einhver kona sem mig langar til að kyssa í heiminum er það Portman. Hún er bæði sæt og gáfuð,“ segir Perry og bætir við að hún hafi einnig viljað kyssa leikkonuna Megan Fox en þegar hún gifti sig fyrir stuttu skipti Perry um skoðun. Nú beinir hún athygli sinni að Portman.

Óvænt tónleikaferð

Madonna er sögð ætla í nýja tónleikaferð sem sækir innblástur í uppvöxt hennar í New York-borg. Söngkonan er þessa dagana að hnýta lausa enda áður en tilkynning þess efnis fer í loftið. Tónleikaferðin á að hefjast í haust og standa yfir í hálft ár. Madonna hélt prufur í London í síðustu viku fyrir dansara sem eiga að taka þátt í ferðinni og gengu þær vel. „Þetta verður stærsta og óvæntasta tónleikaferð hennar til þessa,“ sagði heimildarmaður. „Hún ætlar að snúa sér að rótum sínum úr New York með hip hop-áhrifum og leggur mikla áherslu á flott dansatriði.“

Hættir að drekka á tónleikum

Jamie Reynolds, bassaleikari og söngvari The Klaxons, segir að hljómsveitin spili núna edrú á öllum tónleikum. Þetta ákváðu þeir félagar eftir að hafa unnið með upptökustjóranum Ross Robinson við gerð annarrar plötu sinnar, Surfing the Void.

Nær ekki toppnum

Nýjasta kvikmynd Angelinu Jolie, spæjaramyndin Salt, náði ekki að slá kvikmyndina Inception af toppi aðsóknarmestu kvikmynda í Bandaríkjunum. Myndin var frumsýnd um helgina og var búið að spá því að hún myndi velta draumamynd Christophers Nolan, Inception, úr sessi en sú er búin að sitja á toppnum frá því hún var frumsýnd í byrjun mánaðarins.

Carla Bruni-Sarkozy byrjuð að leika

Forsetafrú Frakklands, Carla Bruni-Sark­ozy, getur nú bætt leikarafaginu á ferilskrána eftir að tökur hófust á nýrri mynd Woody Allen, Midnight in Paris. Bruni leikur safnstjóra í myndinni og á móti henni leikur Hollywood-stjarnan Owen Wilson. Þetta er í fyrsta sinn sem forsetafrúin leikur en hún hefur bæði gefið út tónlist og setið fyrir á ljósmyndum.

Russel Crowe í Ben Húr

Leikarinn Russell Crowe hefur samþykkt að taka þátt í Ben Húr-sýningu sem verður haldin í föðurlandi hans, Ástralíu. Sýningin er byggð á samnefndri kvikmynd og fjallar um þræl sem bauð rómverska keisaraveldinu birginn, rétt eins og Crowe gerði í myndinni Gladiator. Í þetta sinn verður leikarinn í hlutverki sögumanns og verður því eingöngu á bak við tjöldin.

Tekin upp í Svíþjóð

Eins og flestum er kunnugt vinnur leikstjórinn David Fincher nú hörðum höndum að því að undirbúa tökur á myndinni, The girl with the dragon tattoo, sem er byggð á metsölubókinni Karlar sem hata konur eftir sænska höfundinn Stieg Larsson.

Fer á puttanum til Akureyrar

„Ég get nú ekki sagt að ég sé mikill göngugarpur, en ég er frekar mikill fíkill á að gera eitthvað skemmtilegt. Helgin var alveg opin hjá mér og ég var nokkuð til í allt þannig að þetta var alveg tilvalið,“ segir Sigríður Garðarsdóttir.

Emma fær stjörnu í Hollywood

Breska leikkonan Emma Thompson fær sína eigin stjörnu á frægðarstétt Hollywood í næsta mánuði. Á meðal þeirra sem verða viðstaddir athöfnina er landi hennar, leikarinn Hugh Laurie úr læknaþættinum House. Thompson, sem er 51 árs, hefur hlotið fjölda viðurkenninga á ferli sínum, þar á meðal tvenn Óskarsverðlaun fyrir myndirnar Howards End og Sense and Sensibility ásamt tvennum Golden Globe-verðlaunum.

Elton John hringir í Eminem í hverri viku

Tónlistarmaðurinn Elton John hringir í rapparann Eminem í hverri viku til að ganga úr skugga um hvort hann sé allsgáður. Eminem aflýsti tónleikaferð sinni fyrir fimm árum vegna fíknar í lyfseðilsskyld lyf.

Ungleg út af meikinu

Fyrirsætan Elle Macpherson, 47 ára, heldur því fram að hún líti út fyrir að vera yngri en hún er þegar hún notara andlitsmálningu. Elle segir það ekkert leyndarmál hvernig hún fer að því að líta svona unglega út. „Þetta er meikinu að þakka!" svaraði Elle spurð hvernig hún fer að því að líta út fyrir að vera tíu árum yngri en hún er í raunveruleikanum. „Svo er það lílka mömmu og pabba að þakka. Þessi gen sem ég erfði frá þeim eru svo góð. „Guð veit að ég hef eytt allt of miklum tíma í sólbaði þannig að húðin á mér er ekki eins og ég vildi óska mér að hún væri." „Svo drekk ég mikið vatn og hreyfi mig reglulega."

Angelina: Ég er sexí og eftirsóknarverð með Brad

Leikkonan Angelina Jolie segir unnusta sinn, leikarann Brad Pitt, sjá til þess að henni finnst hún vera kynþokkafull og falleg. Þrátt fyrir að heimilislíf þeirra einkennast af miklum látum sjá þau til þess að þau fái nægan tíma til að styrkja sambandið. Angelina sem kynnir um þessar mundir nýjustu kvikmyndina sína, Salt, lét nýverið hafa eftir sér: „Ég held að þú finnir innra með þér að þú ert kynþokkafull þegar þú ert í heiðarlegu og góðu sambandi. Sá sem lætur mér líða þannig er Brad. Hann sér til þess að mér finnst ég vera sexí og eftirsóknarverð."

Hrukkur gera okkur fallegri

Leikkonan Jennifer Aniston, 41 ára, segir að hrukkur geri konur fallegri ef eitthvað er. Jennifer segist æfa sig reglulega, hugsa vel um andlitið með því að bera á sig nærandi krem og svo borðar hún aldrei sætindi. Jennifer er fullkomlega sátt við útlitið og vill meina að konur eru hamingjusamastar þegar þær eru 28 ára en fallegastar þegar þær eru fertugar og eldri. „Allir verða hrukkóttir. Mér finnst hrukkur gera konur fallegri. Ég er með hrukkur á enninu og þær birtast alltaf þegar ég brosi og ég elska að brosa," sagði Jennifer. Jennifer segist hugsa vel um andlit sitt. Hún þvær það á hverjum morgni og áður en hún fer að sofa. Daglega setur hún nærandi sólarvörn á andlitið.

Borga skuldirnar, bjarga íbúðinni og kaupa nýjar tennur

„Ég geymi peningana mína þar sem ég get alltaf séð þá. Hangandi í skápnum mínum!" sagði Sarah Jessica Parker leikkona þegar hún var spurð út í peninga en hún segist eyða peningunum sínum í fatnað og skó. Við gerðum könnun á síðunni okkar á Facebook þar sem við spurðum lesendur Lífsins hvað þeir gerðu ef þeir ynnu stóra pottinn í Lottóinu? Athyglisvert er að flesta dreymir um að borga skuldirnar sínar. „Byrja á að borga reikninganna mína til að bjarga íbúðinni minni en síðan fara til Thailands og láta gera við tennurnar mínar svo ég geti loksins brosað óhikandi." „1. borga skuldir. 2. ferðast um heiminn með fjölskylduna. Ef þetta væri meira myndi ég kaupa hús." „Kaupa mér íbúð! Og nýjan bíl. Borga lánin og skuldir. Fara svo til sólarstranda í 3 vikur og njóta þess." „Kaupa íbúð og bíl og hjálpa mömmu að borga upp skuldir...hjálpa konunni eitthvað sem ól mann upp, ætti það fyllilega skilið. „Losa mig og mína við skuldir koma mér í gott frí, leggja restina inn og lifa á vöxtum ekkert óðagot." „Borga skuldir og leggja inná reikninga fyrir börnin mín. Svo væri nú gott að komast einu sinni til útlanda. „Gera eitthvað wild, fara í heimsreisu , fara til ASÍU og borða humar öll kvöld mm..." „Allt annað en skuldir." Vertu með okkur á Facebook.

Það líður ekki sá dagur að ég hugsa ekki um Michael

Katherine Jackson hefur ekki náð að jafna sig síðan sonur hennar, Michael Jackson, féll frá á heimili sínu í Los Angeles 25. júní á siðasta ári. Hún segist reyna eins og hún getur að takast á við sorgina og söknuðinn. „Ég hef ekki náð mér á strik síðan Michael lést en með því að fara með bænir og vera í kringum fjölskyldu og vini næ ég að takast á við lífið án hans. Það líður ekki sá dagur að ég hugsa ekki um Michael," sagði Katherine. Nýverið kom út bókin Never Can Say Goodbye þar sem Katherine rifjar upp stundirnar með syni sínum. „Ég skrifaði bókina Never Can Say Goodbye af því ég vil að fólk fái að kynnast Michael Jackson betur. Hann var yndsleg manneskja sem lýsti upp tilveru mína og annarra."

Vandræðalegt að spila fyrir eiginmanninn

Leikkonan Gwyneth Paltrow syngur nýjan kántríslagara, Country Strong, sem hljómar á öldum ljósvakans erlendis en um er að ræða titillag við samnefnda kvikmynd sem verður frumsýnd í lok desember á þessu ári. Gwyneth syngur mikið í myndinni og þótti því tilvalið að taka upp eins og einn kántríslagara sem gagnrýnendur segja vera henni til sóma. Gwyneth, sem er gift söngvara hljómsveitarinnar Coldplay, Chris Martin, viðukennir að hafa fengið aðstoð hjá eiginmanni sínum við sönginn en Chris kenndi henni tímunum saman að spila á gítar. „Hann var svo hjálpsamur og ljúfur. Svo hvatti hann mig stöðugt áfram. Mér fannst vandræðalegt að spila á gítar fyrir framan hann líka af því að hann er í einni af vinsælustu hljómsveit heimsins."

Hugsar stöðugt um lýtaaðgerðir

Fyrrverandi ofurfyrirsætan Janice Dickinson, 55 ára, segist öllum stundum hugsa um að gangast undir fleiri lýtaaðgerðir því hún vill stöðugt bæta útlit sitt. Janice er þekkt fyrir að ræða opinskátt um aðgerðirnar sem hún hefur gengst undir eins og brjóstastækkunina sem hún lét gera á sér eftir að hún varð móðir. Það er ekkert til sem heitir of mikið. Ef einstaklingum sem fara í lýtaaðgerðir líður betur er það hið besta mál. Eftir að ég eignaðist son minn litu brjóstin á mér út eins og pönnukökur þannig að ég lét laga þau, viðurkenndi hún í viðtali við tímaritið Closer. Svo eftir að ég varð fertug lét ég setja bótox í andlitið á mér og hef gert það síðan á hálfs árs fresti. Ég er alltaf að hugsa um að láta laga meira. Ég ætla að verða fallegasta líkið í heiminum," sagði hún. Janice hefur mikið fyrir því að líta vel út og vera í góðu líkamlegu formi. Hún segist borða rétt og stunda líkamsrækt á hverjum degi.

Myndskreytir heimasíðu Cörlu Bruni

Erla María Árnadóttir var nýlega valin í hóp til að myndskreyta heimasíðu forestafrúar Frakklands, Cörlu Bruni Sarkozy. Heimasíðan heldur utan um málefni sem forsetafrúin berst fyrir.

Geri mjög svo lítið sem er bara fyrir mig

Tíminn sem ég ætti að eyða í sjálfa mig fer í að endurskipuleggja heimili mitt og versla inn fyrir breytingarnar sem ég hanna sjálf í frítíma mínum. Mig hefur nefnilega lengi dreymt um að verða innanhúsarkitekt," sagð leikkonan Sandra Bullock sem ættleiddi drenginn Louis í byrjun ársins. Við könnuðum á meðal lesenda Lífsins á síðunni sem við höldum úti á Facebook hvað þeir gera fyrir sjálfan sig. „Einfalt svar of lítið! Kaupi annars slagið háralit í búðinni þegar rótin er orðin svakaleg. Ætli það sé ekki svona þriðja hvern mánuð sem ég geri eitthvað sem er bara fyrir mig." „Úfffff hugsa reyndar lítið út í það. Kaupi ekki meira en ég þarf nema þegar kemur að garni." „Ég geri mjög svo lítið sem er bara fyrir mig. Öll mín orka fer í það að hugsa um drengina mína þrjá sem eru mér allt." „Er dugleg ad fara í nudd og láta dekra vid mig . Fer á hárgreidslustofu annan hvern mánuð og læt dekra við mig tar." „Ég fer í fótabað 2-3 á viku á meðan ég þarf að læra... tekur 2 mínútur að láta renna í bala einhverja sápu ofaní og þetta er rosa kósí á meðan maður er að lesa eða skrifa ritgerðir. Svo stundum geri ég extra og set maska í andlitið og djúpnæringu í hárið." „Eftir að hafa vanrækt mig síðastliðin 20 ár vegna mömmustarfa þá er ég farin að hugsa nokkuð vel um mig barasta. Fer í sund á hverjum degi, fæ mér góðan kaffibolla á hverjum degi..."

Lætur montrassana eiga sig

Leikkonan Jessica Biel, 28 ára, þolir ekki yfirborðskennda karlmenn en hún er hrifin af mönnum sem eru metnaðarfullir og framkvæma hlutina í staðinn fyrir að tala um hvað þeir eru frábærir. Jessica hefur átt í ástarsambandi með Justin Timberlake, 29 ára, undanfarin 3 ár og segist vera sátt í sambandinu þrátt fyrir háværar raddir um að þau séu að hætta saman. „Ég er hrifin af karlmönnum með sjálfstraust en montrassana læt ég eiga sig. Karlmenn sem eru fyndnir og taka sjálfa sig ekki of alvarlega eru að mínu skapi. Að hlæja og hafa gaman er mikilvægt," sagði Jessica.

Sportið hjálpar þegar kemur að karlmönnum

Leikkonan Cameron Diaz, 37 ára, is er ánægð með þá staðreynd að hún hefur brennandi áhuga á íþróttum því það auðveldar henni að tala við karlmenn. Cameron elskar að stunda íþróttir og að ekki sé minnst á að tala um þær við fólk með svipað áhugamál. „Ég ólst upp við að stunda íþróttir. Ég elska að hreyfa mig og að tala um sport. Það hefur komið sér vel fyrir mig þegar kemur að hinu kyninu því þá líður mér ekki utangátta," sagði Cameron. Hún veit fátt eins skemmtilegt og að spila körfubolta um helgar en segist hafa lítinn tíma aflögu til að leika sér. Cameron er sífellt spurð hvort hún vilji ekki hægja aðeins á sér, vinna minna og stofna fjölskyldu. „Ég er opin fyrir öllu en vil alls ekki breyta lífinu sem ég lifi í dag."

Verðlaunamyndin þessa vikuna

Vinningshafi í Ljósmyndasamkeppni Panasonic og Vísis þessa vikuna er Inga Rós Gunnarsdóttir sem býr í Vestmannaeyjum. Innilega til hamingju Inga. Við sendum þér Panasonic síma í vikunni. Deildu bestu myndum þínum með okkur og þú átt möguleika á glæsilegum verðlaunum. Sendu inn ljósmyndir fyrir 21. ágúst 2010. Sjá nánar hér. Ljósmyndasamkeppnin á Facebook - vertu með okkur í sumar.

Vill alls ekki sýnast flatbrjósta

Leikkonan Natalie Portman, 29 ára, segist vera meðvitaðri um útlit sitt í fyrstu 3D kvikmyndinni sem hún leikur í. Hún hefur áhyggjur af því að barmur hennar líti út fyrir að vera flatur. Natalie, sem leikur hjúkrunarkonuna Jane Foster í kvikmyndinni Thor, segist hafa miklar áhyggjur af því hvernig aðdáendur upplifi hana á hvíta tjaldinu. „Ég vil ekki að fók haldi að ég sé flatbrjósta," lét Natalie hafa eftir sér á fjölmiðlafundi hjá Marvel Studios þegar hún kynnti kvikmyndina.

Blessun þegar ekkert gekk upp

Drew Barrymore er fyrst frjáls núna, 35 ára gömul, því hún er hætt að reyna að vera fullkomin. Drew, sem sló í gegn á heimsvísu þegar hún lék aðeins sex ára gömul í kvikmyndinni E.T., hefur tekist á við margar hindranir í gegnum tíðina en náði sér aftur á strik árið 1995 sem leikkona, framleiðandi og leikstjóri. Í dag er hún fullnægð í eigin skinni og segir ákveðið frelsi felast í því að geta verið hún sjálf. „Þú þarft stöðugt að láta eins og þú sért fullkomin þegar þú ert leikkona og það er ömurlegt. Ég hef tileinkað mér að vera frjáls og samkvæm sjálfri mér." Drew viðurkennir að það er erfitt að vera fræg því þá gengur allt út á að líta óaðfinnanlega vel út. „Ég reyni að meta það sem ég hef núna. Á tímabili vildi enginn ráða mig í vinnu og það var blessun í mínu lífi því þá áttaði ég mig á því að það er ekki sjálfgefið að allt gangi blússandi vel. Ég þarf að minna mig á það á hverjum einasta degi," sagði hún.

Heim úr brúðkaupsferð

Leikarinn Orlando Bloom og undirfatafyrirsætan Miranda Kerr eru nýkomin heim til Los Angeles úr brúðkaupsferð til eyjarinnar Anguilla í Karabíahafi. Papparassar sátu um Orlando Bloom og Miröndu Kerr þegar þau komu brosandi heim úr brúðkaupsferðinni frá Anguilla á sunnudaginn. Bæði voru þau að sjálfsögðu með brúðkaupshringa á fingrunum, auk þess sem Kerr, sem er 27 ára, skartaði risastórum demantshring.

Aflýsir tónleikaferð vegna ástarsorgar

Breska söngkonan Leona Lewis hefur aflýst tónleikaferð sinni um Ástralíu, Asíu og Evrópu. Hún er að jafna sig á skilnaði við kærastann sinn til tíu ára og er ekki tilbúin í stóra tónleikaferð. Þess í stað ætlar hún að einbeita sér að vinnu í hljóðveri á næstunni.

Þreyttar á Lohan

Meðfangar Lindsay Lohan í kvennafangelsinu í Lynwood eru orðnar þreyttar á fangelsisdvöl leikkonunnar. Segja þær hana vera prímadonnu og eru orðnar þreyttar á allri öryggisgæslunni sem fylgir leikkonunni. Munu ferðir Lohans innan fangelsisins vera vel vaktaðar og aðrir fangar fá ekki að koma nálægt henni.

Júlí Heiðar í samkeppni við KK

Popparinn Júlí Heiðar Halldórsson hefur samið lag um þjóðhátíð í Eyjum og er nýtt myndband við það komið inn á Youtube. Fetar hann þar í fótspor KK sem hefur þegar samið hið opinbera þjóðhátíðarlag í ár, ballöðuna Viltu elska mig á morgun.

Sjá næstu 50 fréttir