Fleiri fréttir

Valin á virta stuttmyndahátíð

Vefsíðan rikivatnajokuls.is greindi frá því fyrir skemmstu að stuttmynd í leikstjórn Hlyns Pálmasonar hefði verið valin á árlega stuttmyndahátíð í Clermont í Frakklandi sem er ein af virtustu kvikmyndahátíðum Evrópu. Stuttmyndin ber heitið Jóel og fjallar hún um unglingsstrákinn Jóel sem reynir að komast inn í krossaraklíku.

Sigga og Móses í kvöld

Hljómsveitirnar Sigríður Thorlacius & Heiðurspiltar og Moses Hightower halda sameiginlega tónleika á Batteríinu í kvöld. Sigríður og hennar Heiðurspiltar hafa slegið í gegn á árinu, allt frá því að platan Á ljúflingshól kom út. Þar eru lög úr safni Jóns Múla sett í nýjan búning. Þetta verða líklegast síðustu tónleikar Sigríðar og Heiðurspilta í dágóðan tíma.

Vill Tiger í Hangover 2

Todd Phillips vill fá golfarann Tiger Woods í framhaldsmyndina af Hangover. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum um allan heim komst núverið upp um framhjáhald Woods. Málið hefur valdið mikilli hneykslan, en golfarinn hélt ítrekað framhjá eiginkonu sinni og barnsmóður, Elin Nordegren.

Hundur töframannsins of ljúfur fyrir illmennið Sykes

„Hún kom á eitt rennsli en bara kolféll á krúttheitum,“ segir Þórir Sæmundsson sem leikur illmennið Bill Sykes í söngleiknum Oliver! sem verður frumsýndur í Þjóðleikhúsinu á annan í jólum.

Avatar kemst í metabækurnar

„Við bjuggumst við miklu en þetta er klárlega umfram gríðarlegar væntingar,“ segir Guðmundur Breiðfjörð hjá Senu.

Fegurðardís afhenti plötu

Fegurðardrottningin Unnur Birna Vilhjálmsdóttir afhenti Jógvani og Friðriki Ómari platínuplötu í gærkvöldi fyrir góða sölu á plötunni Vinalög. Platan hefur selst í tíu þúsundum eintaka og er sú söluhæsta á landinu það sem af er þessu ári. Á plötunni, sem er tvöföld, syngur Friðrik Ómar þekkt færeysk lög á meðan Jógvan syngur íslenska slagara á færeysku, þar á meðal hið vinsæla Þú komst við hjartað í mér. Aðrar plötur sem gætu náð platínusölu fyrir jólin er Jólatónleikaplata Björgvins Halldórssonar og fjórða plata Hjálma sem hafa báðar selst sérlega vel upp á síðkastið.

Sótti um skilnað

Tímaritið National Enquirer flutti í október frétt af því að Mathew Knowles, faðir og umboðsmaður söngkonunnar Beyonce, hafi feðrað barn utan hjónabands. Kanadísk kona hafði komið fram og sagst hafa átt í stuttu sambandi við Mathew og fór fram á faðernispróf til að sanna að Mathew væri í raun faðir barns hennar. Vefritið TMZ segir frá því að Tina Knowles, eiginkona Mathews, hafi sótt um skilnað eftir 29 ára hjónaband.

Wood ekkert án Jo

Meðlimir hljómsveitarinnar Rolling Stones hafa ákveðið að gefa Ronnie Wood úrslitakosti, annað hvort hættir hann drykkjunni eða hann hættir í hljómsveitinni. Samkvæmt erlendum tímaritum var það fyrrum eiginkona Woods sem gerði honum kleift að sinna tónlistinni sem skyldi.

Demi í hart við ljósmyndara

Leikkonan Demi Moore ætlar að draga ljósmyndarann Anthony Citrano fyrir dómstóla. Lögfræðingur Moore hefur sent Citrano bréf þar sem honum er hótað lögsókn dragi hann ekki ummæli sín um Moore til baka. Citrano benti á að svo virtist sem að forsíðumynd af Moore hefði verið ofunnin af myndvinnslumönnum tímaritsins W og því virðist sem hluta af læri leikkonunnar vanti.

Sex ára raftónlistarmaður

Isis Helga Pollock er sex ára gamall raftónlistarmaður sem semur tónlist undir heitinu The Form. Hún heldur úti eigin MySpace-síðu þar sem fólk getur hlýtt á tónlist hennar.

Leiður á heilsufæðinu

Tónlistarmaðurinn Keith Urban, eiginmaður Nicole Kidman, er sagður vera kominn leið á heilsufæðinu sem Nicole eldar á heimili þeirra. Leikkonan notar ekki sykur, salt, olíu eða smjör í eldamennskuna og er Urban oft sagður koma við á skyndibitastöðum, svo sem Wendy‘s, til að borða sig saddan.

Fóru á stefnumót

Samkvæmt heimildum áttu Madonna og George Clooney stefnumót saman stuttu eftir skilnað söngkonunnar við Guy Ritchie. Parið hittist á vinsælum veitingastað í New York en stefnumótið var að sögn heimildarmannsins hrein martröð. „George hugsaði með sér „afhverju ekki?“. Madonna er vel gefin, metnaðargjörn og falleg kona, því ætti hann ekki að fara á stefnumót með henni? Þau snæddu saman kvöldverð í New York en kvöldið reyndist vera hrein martröð. Hún reyndi stanslaust að vera fyndin en brandarar hennar voru ekki að hitta í mark og vildi ekki ræða við George á alvarlegu nótunum. Hann gat ekki beðið eftir að kvöldinu lyki,“ sagði heimildarmaðurinn.

Jackass í þrívídd

Johnny Knoxville og félagar hafa fengið grænt ljós á að framleiða næstu Jackass-mynd í þrívídd. Áætlað er að Jackass 3D komi út í október á næsta ári.

Rage á toppnum í Bretlandi

Killing in the Name með hljómsveitinni Rage Against the Machine situr á toppi breska vinsældarlistans um jólin - 17 árum eftir að lagið kom út.

Jólalyktin fær alla Íslendinga til að gubba

„Síðan þegar við erum komin heim klukkan sex er maturinn tilbúinn og lyktin sem kemur í húsið mundi örugglega fá alla Íslendinga til að gubba," útskýrir Jógvan Hanson einlægur í viðtali við Jól.is. Lesa viðtalið í heild sinni hér.

Klikkað stuð á Nasa - myndir

Árlegur jólagrautur var haldinn á NASA um helgina í boði Jameson. Hljómsveitirnar Hjálmar, Múm og Hjaltalín sáu til þess að gestir skemmtu sér stórvel. Eins og myndirnar, sem Þorgeir Ólafsson ljósmyndari tók, sýna var vel mætt á tónleikana og fílingurinn vægast sagt frábær.

Ráðherrar fengu kaldar kveðjur á frumsýningu

Ragnar Bragason, leikstjóri kvikmyndarinnar Bjarnfreðarson, sendi ráðamönnum þjóðarinnar kaldar kveðjur þegar hann flutti stutta tölu á undan frumsýningu myndarinnar í Háskólabíói. Fyrirhugaður niðurskurður ríkistjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna á Kvikmyndamiðstöð og þar af leiðandi kvikmyndasjóði Kvikmyndamiðstöðvar Íslands hefur mætt harðri andspyrnu kvikmyndagerðarmanna sem telja að með honum verði atvinnugreininni hreinlega slátrað. Menningamálaráðherrann Katrín Jakobsdóttir hefur lýst því yfir að hún muni reyna að fá þessum niðurskurði breytt.

Fallnar stjörnur

Fjöldi þekktra einstaklinga féll frá árið 2009 og var poppgoðið Michael Jackson þar á meðal. Andláti frægra stjarna fylgir ávalt mikil eftirsjá, en víst er að minning þeirra mun lifa áfram um ókomna tíð.

Eltihrellir sakfelldur

37 ára maður hefur verið fangelsaður fyrir að hafa setið um leikaraparið Jennifer Garner og Ben Affleck. Hann var handtekinn síðastliðinn mánudag eftir að hann birtist skyndilega í leikskóla dóttur þeirra. Réttað var í málinu fyrir skömmu þar sem maðurinn lýsti yfir sakleysi sínu. Hann var ákærður fyrir að hafa brotið nálgunarbann sem Garner fékk sett á hann á síðasta ári. Hann var einnig dæmdur til að halda sig fjarri Garner og fjölskyldu hennar um leið og hann yrði leystur úr varðhaldi.

Vill eignast fleiri börn

Sarah Jessica Parker segist gjarnan vilja eignast fleiri börn. Leikkonan á soninn James, sjö ára, og fimm mánaða tvíburana Lorettu og Tabithu með eiginmanni sínum, leikaranum Matthew Broderick. Í viðtali við bandaríska dagblaðið USA Today útilokar leikkonan ekki ættleiðingu, en þau hjón eignuðust tvíburana með hjálp staðgöngumóður.

Djassað í kvöld

Í kvöld verða haldnir tónleikar í djasskjallaranum Café Cultura við Hverfisgötu. Saxófónleikararnir Haukur Gröndal og Óskar Guðjónsson munu leiða djasshljómsveit með úrvalstónlistarmönnum. Haukur og Óskar eru tveir af okkar allra bestu djassleikurum og verður án efa líf í tuskunum. Eftir hlé verður að venju svokölluð “djammsession” en þá er þeim sem það kjósa frjálst að koma upp og leika með þeim félögum af fingrum fram. Tónleikarnir eru hluti af dagskrá Bebopfélags Reykjavíkur en félagið hefur staðið fyrir tónleikum á hverjum mánudegi í allt haust. Blásið verður til leiks kl. 21:30 og er aðgangseyrir 1000 krónur.

Buffari selur fimmaurabrandara

„Þetta eru fimmaurabrandarar fyrir lengra komna,“ segir Pétur Örn Guðmundsson - Pétur „Jesús“ í Buffinu - um boli sem hann hefur hafið framleiðslu á. Hann kallar fyrirtækið Kríp í dós. „Maður hefur verið að skrifa niður allskonar hugmyndir í gegnum tíðina en ég hef aldrei gert neitt í því. Núna ákvað ég að kýla loksins á þetta,“ segir hann. Pétur hefur búið til fimm tegundir af bolum til að byrja með. „Þetta eru meðal annars bolirnir Ég kemst í hátíðarsaab og Afi María. Einn er stílaður upp á krakkana og er með mynd af krókódíl með dekkjum og það stendur „Krókóbíll“ á honum. Ein týpan enn er af Jesú að tala voða mikið fyrir framan eitthvað fólk og undir stendur „Kristsmas“.“

Eins og tvær doktorsritgerðir

„Ég held að það liggi um þrjú þúsund heimildir til grundvallar þessari bók. Þetta er heimildarvinna á við tvær doktorsritgerðir,“ segir Jónas Knútsson, sem sendi á dögunum frá sér Bíósögu Bandaríkjanna.

Danir bera saman Yrsu og Hallgrím

Hallgrímur Helgason fær frábæra dóma fyrir bók sína 10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp í danska blaðinu Berlinske Tidende, eða fimm stjörnur. Í umfjölluninni er bókin borin saman við glæpasögu Yrsu Sigurðardóttur, Ösku, þar sem Hallgrímur hefur vinninginn. „Hallgrímur Helgason leikur sér að glæpasagnaforminu og fær íslensku glæpasagnadrottinguna Yrsu Sigurðardóttur til að fölna í samanburðinum,“ skrifaði gagnrýnandinn. Áður hafði bók Hallgríms fengið fjórar stjörnur í Politiken fimm stjörnur í Jyllandsposten . Í sjónvarpi sagði menningarritstjóri Jyllandsposten hana eina af tveimur bestu bókum haustsins.

Mætti óvænt á ráðstefnu

Thom Yorke, söngvari Radiohead, mætti óvænt á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn fyrir skömmu. Umhverfismál hafa verið Yorke afar hugleikin um árin og hefur hann að undanförnu bloggað óspart um ráðstefnuna á heimasíðu Radiohead. Svo virðist sem honum hafi leiðst þófið því skyndilega birtist hann í Kaupmannahöfn með blaðamannapassa um hálsinn til að fylgjast með framvindu mála með eigin augum. Hann segir gagnsæi hafi vantað á ráðstefnuna og að hinn almenni borgari botni hvorki upp né niður í þróun mála.

Stórstjörnur á Nine

Heimsfrægir leikara og tónlistarmenn lögðu leið sína á heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Nine í London fyrr í mánuðinum. Á meðal leikara í myndinni eru Kate Hudson, Nicole Kidman, Penelope Cruz og Daniel Day-Lewis og mættu þau öll á rauða dregilinn fyrir frumsýninguna, en myndin er væntanleg í kvikmyndahús út um allan heim eftir jól. -ag

Föt Coldplay til sölu

Coldplay ætla að selja föt sín og gefa ágóðann til góðgerðarmála. Hljómsveitin vonast til að safna þúsundum punda fyrir Kids Company góðgerðarsamtökin með því að selja fatnað svo sem skó sem þeir klæddust á Glastonbury tónlistarhátíðinni og fyrsta gítar söngvarans Chris Martin. Þá ætla þeir að selja jakkana fjóra sem hljómsveitarmeðlimirnir bjuggu sjálfir til og klæddust á heimstónleikaferðalagi sínu Viva la Vida.

Jafnar sig á árás

Breska söngkonan Leona Lewis segist vera búin að jafna sig á líkamsárásinni sem hún varð fyrir í bókabúð í London í október. Þá vatt sér ókunnur maður upp að henni er hún var að árita sjálfsævisögu sína og sló hana í andlitið. „Til að byrja með var þetta mikið áfall og ég var í miklu uppnámi en núna er ég eiginlega búin að jafna mig. Ég vil bara horfa fram á veginn og ég vil ekki láta þetta hafa áhrif á mig. Enda hefur það ekki gert það,“ sagði hin 24 ára Lewis.

Presturinn fullur

„Þetta var með skemmtilegri messum sem ég hef farið í verð ég að segja," segir Elíza Geirsdóttir Newman. „Ég eyddi jólunum í Cornwall í Englandi fyrir nokkrum árum og fór í miðnæturmessu sem var alveg óskaplega skemmtileg," segi hún. „Rafmagnið fór af, jólatréð datt ofan á einhvern gamlan kall, presturinn var fullur, kórinn alveg svakalega falskur og svo kom flóð og enginn komst út í klukkutíma." Sjá viðtalið við Elízu hér.

Í sjokki á aðfangadagskvöld

„Reyndar mun ég seint gleyma einum aðfangadagsmorgni. Ég var tíu ára. Það var bankað á dyrnar klukkan tíu og fyrir utan stóð Hergeir lögreglumaður á Selfossi í fullum skrúða," segir Kristjána Stefánsdóttir. „Við mamma stóðum í sjokki og héldum að nú hefði Gísli bróðir minn, sem var þá þrettán ára, gert eitthvað hræðilegt af sér." Sjá viðtalið í heild sinni hér.

Eltihrellir ákærður

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir að áreita leikarahjónin Ben Affleck og Jennifer Garner. Ákæran kemur í kjölfar þess að eltihrellirinn, Steven Burky, mætti á leikskóla dóttur þeirra í Los Angels í byrjun vikunar en undanfarin ár hefur hann elt Jennifer um Bandaríkin og sent henni pakka og bréf með óviðeigandi skilaboðum.

Klikkuð Courtney Cox - myndir

Meðfylgjandi myndir voru teknar af leikkonunni Courtney Cox og eiginmanni hennar, leikaranum David Arquette, í gærkvöldi. „Við erum öll örlítið klikkuð og lífið er líka klikkað. Við finnum síðan einhvern sem er eins klikkaður og við sjálf og það er kallað að vera ástfangin," sagði Courtney. Eins og myndirnar sýna kærðu hjónin sig ekki um my

Karlakór á þeysireið um Vestfirði

Karlakórinn Vestri, sem formlega var stofnaður í fyrravor við athöfn á Látrabjargi, er á þeysireið um sunnanverða Vestfirði í dag til að syngja fyrir sem flesta íbúa svæðisins.

Elma Lísa selur dótið sitt í dag

Leikkonan Elma Lísa Gunnarsdóttir heldur sölumarkað á Lindargötu 6 í Fílhúsinu fyrir aftan Þjóðleikhúsið í dag, laugardag, frá klukkan 11 - 18. „Það verður ýmis hátíðarvarningur í boði," svarar Elma Lísa aðspurð hvað hún ætlar að selja og segir: „Yfirhafnir, skart, klútar, leggings, glingur, pallíettuvesen, kjólar, skór og fleiri skór og bara flest það sem gleður augað og fyllir skápinn." „Verðið er afar neytendavænt, fer eftir dótinu sem um ræðir, frá 500 kalli og upp úr. Það er algjörlega þess virði að kíkja og forðast þannig súrt stefnumót við jólaköttinn."

Naktir kappar slá í gegn á Ísafirði

Fótboltakapparnir í Boltafélagi Ísafjarðar fækkuðu fötum á dögunum í fjáröflunarskyni. Ljósmyndarinn Spessi tók af þeim myndir sem verða gefnar út á dagatali á næstunni. Formaðurinn er ánægður með útkomuna og hefur ekki ennþá heyrt gagnrýnisraddir.

Sirkusandinn lét á sér kræla í Færeyjum

Skemmtistaðurinn Sirkus opnaði með pompi og prakt í Færeyjum um síðustu helgi. Fjöldi heimamanna og Íslendinga sóttu opnunarkvöldið og að sögn Jóels Briem, eins eiganda staðarins, var fullt út að dyrum.

Gott bland í Eurovision-pokanum

Fimmtán lög reyna með sér í janúar í íslenska Eurovision-forvalinu. Haldin verða þrjú undanúrslitakvöld og áhorfendur kjósa tvö lög áfram í hvert skipti. Sex lög keppa því til úrslita 6. febrúar og eitt fer til Noregs í maí.

Sátt við viðtalið í Marie Claire

Helga Viðarsdóttir, markaðsstjóri hjá 66° Norður, var tekin í stutt viðtal við bandaríska tískutímaritið Marie Claire. Viðtalið birtist í sérstökum heilsuhluta í nýju desemberhefti tímaritsins þar sem Helga er meðal annars spurð út í mataræði sitt og líkamsrækt.

Rokkuð og pungsveitt próflok

Í kvöld halda þrjár rokksveitir pungsveitta próflokatónleika í Batteríinu. Þetta eru sveitirnar Cliff Clavin, Foreign Monkeys og Jeff Who? Strákarnir í Cliff Clavin eru frá Garðabæ og leggja nú lokahönd á sína fyrstu breiðskífu. Lagið Midnight Getaways hefur fengið góða spilun á öldum ljósvakans að undanförnu.

Stefán Karl kom Slash í jólaskapið

„Hann kom á fimmtudagskvöldið, allur gataður í klessu með hatt á hausnum, klæddur í leðurjakka og þröngar gallabuxur með kurteisa krakka með sér og ljóshærða frú. Þau voru mjög falleg fjölskylda og ég held hreinlega að ég hafi komið Slash í jólaskapið," segir Stefán Karl Stefánsson.

Jóladagatal Norræna hússins

Eins og Fréttablaðið hefur greint frá er jóladagatal Norræna hússins opnað daglega, nánar tiltekið í hádeginu klukkan 12.34, og kemur þá í ljós hvað er í boði þann daginn. Fjöldi listamanna hefur þegar komið fram, en þeir sem eiga eftir að troða þar upp fram að jólum eru Eivör Pálsdóttir, Erna Ómarsdóttir, Agent Fresco, Hjaltalín, Wonder Brass, Jógvan og Friðrik Ómar. Aðgangur er ókeypis og er gestum boðið upp á piparkökur og norrænt jólaglögg. - ag

Meira múm á Havarí

Stórhljómsveitin múm lætur ekki staðar numið eftir funheita tónleika í Iðnó í gærkvöldi. Í dag gerir sveitin sig heimakomna í listamannabúllunni Havarí í Austurstræti og heldur þar tónleika kl. 16. Um kvöldið fer múm svo á svið á Nasa þar sem standa yfir fimmtu árlegu Jólagrautstónleikarnir. Hjálmar og Hjaltalín spila líka. Múm verður fyrsta sveitin til að stíga á stokk. Húsið verður opnað klukkan 23 og voru enn til miðar síðast þegar til spurðist. Þeir kosta 2.500 krónur við dyrnar.

Tvöfaldur Henrik

Henrik Baldvin Björnsson, oftast kenndur við Singapore Sling, verður með síðustu skipunum á jólaplötumarkaðinn í ár. Hann er á tveimur plötum sem væntanlegar eru um eða eftir helgina. Henrik og hinn ofurdjúpraddaði Toggi Guðmundsson eru Hank & Tank og ljúfsárt og snargrípandi rokkpopp þeirra verður hægt að heyra á plötunni Songs for the birds. Henrik er svo með unnustu sinni Elsu Maríu Blöndal í dúettinum The Go-go darkness, sem reiðir fram ýkt svalt töffararokk á samnefndri plötu.

Hátindar frá Insol

Tónlistarmaðurinn Insol hefur sent frá sér plötuna Hátinda. Um hálfgerða safnplötu er að ræða með bestu lögum Insol af plötum sem hann gaf út á árunum 1999 til 2003. Dr. Gunni sá um að raða lögunum saman og Brak-hljómplötur gefa plötuna út. Henni er lýst sem sundurleitri en þó heildrænni, einlægri, fyndinni og fallegri frá manni sem þorir að vera hann sjálfur.

Sjá næstu 50 fréttir