Fleiri fréttir

Fá ekki nóg af Kardashian-systrum

Gríðarlega mikið áhorf var á lokaþátt sjöttu þáttaraðar raunveruleikaþáttarins Keeping Up with the Kardashians í vikunni. Þátturinn er sýndur á E!-sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum, en um þrjár og hálf milljón Kardashian-þyrstir áhorfendur hlömmuðu sér í sófann og horfðu á þáttinn.

Er mín byrjuð að lyfta lóðum?

Leikkonan Gwyneth Paltrow, 38 ára, var klædd í appelsínugulan Lanvin kjól þegar hún yfirgaf veitingahús í London í gærkvöldi. Eins og sjá má á myndunum hefur Gwyneth greinilega verið dugleg að lyfta handlóðum. Hún segist ekki þola að vera í megrun heldur stundar sex sinnum í viku æfingar þar sem hún lyftir lóðum og hleypur samhliða því.

Smith-fjölskyldan í ímyndarherferð

Bandarískir fjölmiðlar eru hvergi nærri hættir að velta sér upp úr því moldviðri sem skapaðist þegar In Touch Magazine greindi frá því að stjörnuparið Will Smith og Jada Pinkett Smith væru að skilja eftir þrettán ára hjónaband.

Bond bannað að standa uppi á þaki

23. Bond-myndin virðist loksins vera farin að taka á sig mynd eftir að hafa verið fórnarlamb kjaftasagna um hugsanlegt brotthvarf leyniþjónustumansins af hvíta tjaldinu.

Beðinn um að daðra við Kate Moss

"Þetta var ansi fyndið,“ segir Árni Hjörvar Árnason, bassaleikari bresku hljómsveitarinnar The Vaccines. The Vaccines kemur fram í nýju kynningarmyndbandi snyrtivöruframleiðandans Rimmel, ásamt ofurfyrirsætunni Kate Moss. Moss er í aðalhlutverki í myndbandinu og kemur meðal annars við í myndveri þar sem The Vaccines er að spila lag sitt, Do You Wanna.

Högni semur tónlistina við Hróa hött

„Þetta verður mjög spennandi. Þetta er eitthvað sem ég hef ekki gert áður, ekki á erlendri grundu alla vega,“ segir tónlistarmaðurinn Högni Egilsson. Hann hefur verið fenginn til að semja tónlistina við verkið Hrói höttur sem leikhópurinn Vesturport frumsýnir í Konunglega Shakespeare-leikhúsinu í Stratford-upon-Avon hinn 1. desember.

Hatar nektarsenur

Breska leikkonan Kate Winslet, 35 ára, prýðir forsíðu V-tímaritsins eins og sjá má í myndasafni. Þar má sjá myndir þar sem hún heiðrar leikkonuna Elizabeth Taylor sem féll frá, 79 ára að aldri, í mars á þessu ári. Spurð út í nektarsenur sem fylgja leikarastarfinu svarar Kate: Ég hata þær. Ég klára þær einfaldlega. Keyri þær áfram og hugsa með mér: Oh fjandinn! Kýlum á þetta! Og búmm nektarsenunni er lokið.

Varð fyrir heilaskaða við tökur á Hangover

Ástralskur áhættuleikari sem fékk heilaskaða eftir að bílaeltingaleikur misheppnaðist við tökur á myndinni The Hangover Part II hefur höfðað mál gegn framleiðandanum Warner Bros.

Óbætanlegum munum stolið úr skúr í miðbænum

„Þetta er mikið áfall fyrir okkur og vindurinn fer svolítið úr manni,“ segir Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikkona en brotist var inn til hennar fyrr í vikunni. Þjófarnir brutust inn í skúr í garðinum við hús Vigdísar aðfaranótt þriðjudags og létu greipar sópa. Nýbúið var að klæða skúrinn og færa öll verkfærin þangað yfir. Tapið hljóðar upp á mörg hundruð þúsund krónur en meðal þess sem tekið var eru verkfæri sem hafa tilfinningalegt gildi fyrir fjölskylduna.

Hætt í megrun

Í eitt og hálft ár, þar til fyrir fjórum mánuðum, fór ég eftir ströngum hráfæðismegrunarkúr sem er byggður á því að lifa eingöngu á ávöxtum og grænmeti. Ekkert brauð, enginn sykur og alls ekkert kaffi. Ég léttist allt of mikið í kjölfarið...

Gefðu systur þinni eitthvað að borða núna

Meðfylgjandi myndir voru teknar af systrunum Lindsay og Ali Lohan. Lindsay, 25 ára, yfirgaf hárgreiðslustofu í Beverly Hills með aflitað hárið um helgina og Ali, 17 ára systir hennar, rölti í gærdag um göturnar áberandi grönn eins og myndirnar sýna greinilega.

Íslendingar í stórmyndinni Faust

Stórmyndin Faust í leikstjórn Alexander Sokurov verður frumsýnd í kvöld. Myndin var að hluta til tekin upp á Íslandi og skartar íslenskum leikurum í aukahlutverkum. Leikaranum Sigurði Skúlasyni bregður fyrir á tveimur stöðum í stiklu rússnesku stórmyndarinnar Faust. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu fer Sigurður með aukahlutverk í myndinni sem var að litlu leyti tekin upp hér á landi fyrir tveimur árum.

Heldur sér í góðu formi

Gwyneth Paltrow segir að það séu engir töfrar á bak við gott líkamsform sitt. Hin 38 ára leikkona er þekkt fyrir að halda línunum í lagi með reglulegum æfingum og heilbrigðu mataræði.

Lýtalaust partí Tobbu

Það var mikið um dýrðir þegar Þorbjörg Marinósdóttir, betur þekkt sem Tobba, fagnaði útgáfu bókarinnar Lýtalaus á dögunum. Gleðskapurinn fór fram á skemmtistaðnum Esju og las Tobba upp úr kafla í bókinni við mikla hrifningu viðstaddra. Bókin er sjálfstætt framhald af bókinni Makalaus sem kom út í fyrra og voru meðal annars gerðir sjónvarpsþættir upp úr bókinni.

Hildur Líf: Beðin um að farða áverka eftir Litháa

Vísir sýnir hér brot úr viðtali sem Nilli, einn liðsmanna þáttarins Týnda kynslóðin, tók við Hildi Líf fyrr í vikunni. Hildur vakti mikla athygli fyrir vitnisburð sinn í Black Pistons málinu svokallaða í héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku.

Casper og Frank undirbúa Klovn 2

Dönsku háðfuglarnir Casper Christensen og Frank Hvam eru að undirbúa sig fyrir nýja uppistandssýningu sem verður frumsýnd í byrjun október. Og þeir eru reiðubúnir að skella sér aftur í trúðsgallann.

Lífið á Vísi býður í ókeypis Zumba

Lífið á Vísi býður öllum sem vilja í kynningartíma í Zumba, líkamsræktar- og dansæðinu sem hefur notið mikilla vinsælda síðasta árið. Tíminn fer fram klukkan 18 í Valsheimilinu að Hlíðarenda.

Biðja íslenskar konur um hjálp

Undirskriftasöfnun stendur nú yfir til styrktar baráttu Mænuskaðastofnunar Íslands og er henni sérstaklega beint til íslenskra kvenna til að efla vitund almennings, fjölmiðla og stjórnmálamanna fyrir mikilvægi þess að í auknu mæli sé unnið að því að finna mögulega lækningu vegna mænuskaða. Verði tillagan samþykkt á fundi Norðurlandaráðs í nóvember gæti það bætt líf milljóna manna um allan heim, um alla framtíð. Þess vegna biðla Auður Guðjónsdóttir stjórnarformaður Mænuskaðastofnunar Íslands og aðstoðarkona hennar, Soffía Arnardóttir, til allra íslenskra kvenna um hjálp í meðfylgjandi myndskeiði svo að framtakið geti orðið að veruleika. Eina sem þarf að gera er að skrifa nafn og kennitölu og það kostar ekkert. Í dag hafa safnast 3.700 undirskriftir en yfir 10.000 nöfn íslenskra kvenna eru nauðsynleg til að vel megi ganga. Sjá nánar www.mænuskaði.is.

Stefnan verður sett á Eurovision í Baku

"Þetta er tiltölulega nýskeð, stofnfundurinn var í ágúst,“ segir Eyrún Ellý Valsdóttir, íslenskufræðingur og formaður fyrsta íslenska opinbera Eurovision-aðdáendaklúbbsins, FÁSES. Klúbburinn verður hluti af OGAE sem eru stærstu samtök aðdáenda Eurovision í heiminum.

Bumban stækkandi fer

Leikkonan Jennifer Garner, 39 ára, gengur með þriðja barnið sem hún á með eiginmanni sínum, leikaranum Ben Affleck. Eins og sjá má á myndunum sem voru teknar af henni í Apple verslun í Santa Monica fer bumban stækkandi. Leikarahjónin, sem trúlofuðu sig eftir aðeins níu mánaða samband, eiga fyrir stúlkurnar Violet og Seraphinu.

Smith með uppistand í kvöld

Bandaríski uppistandarinn DeAnne Smith stígur á svið á Sódómu í kvöld. Smith, sem er búsett í Montreal í Kanada, byrjaði í uppistandi árið 2005. Hún hefur verið einn af vinsælustu grínistum Montreal og ferðast um heiminn með uppistand sitt, meðal annars til Ástralíu. Þar var hún tilnefnd til Barry Award-grínverðlaunanna árið 2011 fyrir sýninguna About Freakin"Time.

Þegnskylduvinna að skrifa Áramótaskaupið

„Þetta verða ég, Anna Svava Knútsdóttir, Sævar Sigurgeirsson, Baldvin Z, Hjálmar Hjálmarsson og Örn Úlfar Sævarsson," segir Gunnar Björn Guðmundsson, leikstjóri Skaupsins. Fyrsti fundur hópsins sem stendur að baki Áramótaskaupinu í ár var á mánudag en þetta verður í þriðja árið í röð sem Gunnar heldur um stjórnartaumana á þessum vinsælasta sjónvarpslið ársins. „Þessi hópur lítur vel út á pappírnum og það var nóg af hugmyndum á fyrsta fundi. Það var allavega mikið stuð og mikil stemning."

Steve-O vill ekkert áfengi í augsýn

Ólátabelgurinn Steve-O er væntanlegur til landsins og hyggst halda sýningu í Háskólabíói í nóvember. Steve-O kom til landsins fyrir áratug og var þá háður eiturlyfjum og áfengi. Hann er breyttur maður í dag og hefur sagt skilið við eiturlyfjadjöfulinn.

Engin smá breyting á minni

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum leit breska Harry Potter leikkonan Emma Watson, 22 árs, út fyrir að vera ósköp venjuleg stelpa á LAX flugvellinum með gult hárband í fyrradag samanborið við útlit hennar í gærkvöldi þar sem hún stillti sér upp á rauða dreglinum á verðlaunahátíð GQ tímaritsins. Emma klæddist köflóttum McQ kjól frá Alexander McQueen.

Adele ælir af sviðsskrekk

Breska söngdívan Adele, sem hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn undanfarið, þjáist af miklum sviðsskrekk. Ætla mætti að söngkonan væri orðin vön því að koma fram en sú er ekki raunin. Adele kastar alltaf upp áður en hún stígur á svið og segir í viðtali við bandaríska blaðið US Magazine að hún sé fegin að æla ekki á sjálft sviðið

Þú geislar stelpa (hver er lykillinn Tom?)

Leikkonan Katie Holmes, 32 ára, geislaði með eiginmanni sínum leikaranum Tom Cruise þegar þau yfirgáfu frumsýningu myndarinnar Don't Be Afraid of the Dark, með Katie í aðalhlutverki, í New York. Ef myndirnar eru skoðaðar má sjá að Tom leiddi eiginkonu sína á meðan nærstaddir ljósmyndarar mynduðu hana. Þá má einnig sjá hjónin yfirgefa dansstúdíó í gærdag. Katie sat við stýrið eins og svo oft áður.

Góðir gestir í afmælisveislu

Skemmti- og veitingastaðurinn Austur fagnaði tveggja ára afmæli sínu með því að bjóða velunnurum sínum og fastagestum í teiti á föstudagskvöld.

Útlitið er ekki allt

Ég hef hitt fólk sem lætur útlitið alfarið stjórna lífinu. Sumt fólk er með á heilanum að létta sig... segir breska söngkonan Adele.

Þessi galli fer þér ekkert sérstaklega illa

Leikkonan Scarlett Johansson, klædd í svartan þröngan ofurhetjugalla og leikararnir Chris Evans og Jeremy Renner voru mynduð við tökur á kvikmyndinni The Avangers í New York. Eins og sjá má í myndasafni fara hvorki gallinn né nýi rauði háraliturinn Scarlett ekkert sérstaklega illa. Hún virðist smellpassa í ofurhetjuhlutverkið. Þá má einnig sjá leikarana Chris Hemsworth, Robert Downey Jr. og Tom Hiddleston í myndasafni.

Guy Ritchie eignast strák

Guy Ritchie, 42 ára, og fyrirsætan Jacqui Ainsley, 29 ára, eignuðustu dreng í gærdag. Við gætum ekki verið hamingjusamari, er haft eftir leikstjóranum en hann sem skildi við Madonnu, 53 ára, fyrir þremur árum. Með henni á hann Rocco, 11 ára. Madonna, sem er með franska dansaranum Brahim Zaibat, 24 ára, gefur út nýja plötu í febrúarlok á næsta ári.

Ópal er Obal í Danmörku

„Við urðum að breyta nafninu og komumst að þessari niðurstöðu ásamt dreifingaraðilanum í Danmörku. Ætli þetta sé ekki auðveldasta breytingin,“ segir Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Síríus.

Paparassar pirra ekki Pippu

Pippa Middleton, 27 ára, litla systir hertogaynjunnar af Cambridge var mynduð í miðborg Lundúna í dag ásamt ónefndum karlmanni fá sér hádegisverð. Eins og sjá má í myndasafni er Pippa hætt að kippa sér upp við ljósmyndarana sem elta hana á röndum.

Meira að segja Megan vill dekur (eins og við hinar)

Leikkonan Megan Fox, 25 ára, og eiginmaður hennar leikarinn Brian Austin Green, 38 ára, fengu sér steik á sunnudaginn í Santa Monica í Kaliforníu. Það geislaði af hjónunum en Megan var klædd í síðan kjól og hælaskó eins og sjá má á myndunum. Með í för var sonur Brian, Kassius.

Ekki örvænta stelpur hún er með herlið af útlitssérfræðingum

Leikkonan Gwyneth Paltrow, 38 ára, var stórglæsileg á frumsýningu þrillersins Contagion á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum um helgina. Eins og sjá má í myndasafni er leikkonan með herlið af aðstoðarfólki sem sér til þess að hún líti vel út. Gwyneth var klædd í fölbleika Prada skó og Organza kjól. Þá má sjá einnig sjá leikarann Matt Damon í myndasafni.

Heldur einkasýningu í Peking

„Mér finnst þetta æðislegt,“ segir myndlistarmaðurinn Guðmundur Oddur Magnússon, Goddur, sem er á leiðinni til Kína síðar í mánuðinum.

Fjölnir: Aðgát skal höfð í nærveru sálar

"Mér finnst þetta fáránlegt," segir Fjölnir Þorgeirsson, hestamaður með meiru. Fjölnir virðist vera fyrirmynd persónu í bókinni Lýtalaus eftir Þorbjörgu Marinósdóttur eða Tobbu Marinós sem kom út fyrir helgi.

Töff einstæðar útivinnandi mæður

"Við erum að reyna að upphefja stelpumenningu á Íslandi,“ segir Kristín Tómasdóttir sem ásamt systur sinni, Þóru, er að leggja lokahönd á uppflettirit fyrir stelpur sem kemur út í haust Systurnar gáfu í fyrra út Bók fyrir forvitnar stelpur sem seldist eins og heitar lummur og segir Kristín að vinsældir bókarinnar hafi sýnt að það er greinileg vöntun á efni fyrir þennan markhóp, stelpur.

Brad og fjölskylda fóru út um bakdyrnar

Angelina Jolie og Brad Pitt gerðu sér dagamun og fóru með börninn Pax, Zahara, Shiloh, Knox og Vivienne í bíó í London að sjá myndina The Smurfs. Bíll beið þeirra bakdyramegin eins og sjá má á myndunum.

Sjá næstu 50 fréttir