Fleiri fréttir

Í sólbaði í meðferð

Ærslabelgurinn Lindsay Lohan er í meðferð á Cliffside-meðferðarstöðinni í Malibu í Kaliforníu en myndir náðust af henni um helgina þar sem hún sleikti sólina.

Ekkert stress að elda fyrir Ramsay

"Það var ekkert stressandi að elda fyrir hann. Það eru allir svo slakir í "Mýrinni“, “ segir Gunnar Karl Gíslason, kokkur og eigandi veitingastaðarins Dill, sem fékk það verkefni að elda fyrir stjörnukokkinn kröfuharða Gordon Ramsay á dögunum.

Úr eldhúsinu á slysó

Leikkonan Kyra Sedgwick ákvað að elda mat fyrir eiginmann sinn, leikarann Kevin Bacon, um helgina en það endaði með ósköpum.

Hlaut viðurkenningu fyrir tískuþátt

"Ég er rosalega ánægð. Þetta er skemmtileg viðurkenning og hún er fyrir það sem mig langar til að gera í framtíðinni þannig að þetta er mikil hvatning,“ segir Íris Björk Reynisdóttir.

Idol-stjarna keppir í The Biggest Loser

Ruben Studdard bar sigur úr býtum í annarri seríu af American Idol árið 2003 og nú ætlar hann að losna við aukakílóin í öðrum raunveruleikaþætti – nefnilega The Biggest Loser.

Samfélags-app sem einfaldar djammið

"Við félagarnir prófuðum þetta um helgina og þetta var algjör snilld,“ segir Guðmundur Sveinsson, tölvunarfræðingur hjá hugbúnaðarfyrirtækinu GlensnelG Software. Guðmundur, eða Gumbó eins og hann er jafnan kallaður, er einn þriggja tölvunarfræðinga sem hannað hafa fyrsta samfélags-app Íslendinga fyrir snjallsíma.

Simpson eignaðist strákinn Ace

Leik- og söngkonan Jessica Simpson eignaðist strák síðastliðinn sunnudag. Drengur Jessicu hefur hlotið nafnið Ace Knute Johnson og dafnar hann vel.

Superman byrjaður með sjónvarpsstjörnu

Nýi Superman-hönkinn Henry Cavill er byrjaður með Kaley Cuoco, sem þekktust er fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Big Bang Theory, eftir að hann hætti með leikkonunni Ginu Carano eftir tíu mánaða samband.

Beðinn um að leika eftir andlátið

Donald Metzger, sem starfaði sem tvífari hins sáluga James Gandolfinis í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum, segir að blaðamenn slúðurtímaritanna ytra hafi hringt margoft í sig í undanfarna daga þar sem honum eru boðnar háar fjárhæðir fyrir það eitt að láta mynda sig sem Gandolfini í líkkistunni á útfarardaginn.

Hasselhoff hefur engu gleymt

Baywatch-goðsögnin David Hasselhoff lenti í Ástralíu um helgina og heilsaði upp á aðdáendur í Perth.

Fyrsta myndin af Kim eftir fæðinguna

Raunveruleikastjarnan Khloe Kardashian birti mynd af systur sinni Kim á Facebook-síðu sinni um helgina en þetta er fyrsta myndin sem birtist af Kim síðan hún eignaðist dótturina North þann 15. júní.

Bíða í ofvæni eftir barninu

Hópur ljósmyndara hefur komið sér fyrir við St. Mary's spítalann í London, en þar mun Kate Middleton, hertogaynja af Camebridge, koma til með að fæða barn sitt.

Sambandið búið

Söngkonan Nicole Scherzinger og ökuþórinn Lewis Hamilton eru hætt saman eftir fimm ára samband.

Selur risahúsið á rúma 2 milljarða

Spéfuglinn Kevin James keypti sér glæsihýsi á Flórída í ágúst í fyrra. Hann er greinilega orðinn þreyttur á því þar sem það er komið á sölu.

Hjálpar að fá styrk í dýru námi

Fiðluleikarinn Hulda Jónsdóttir, sem stundar nám við Juilliard-háskóla í New York, hlaut 750 þúsund króna styrk úr Minningarsjóði um franska hljómsveitastjórann og Íslandsvininn Jean Pierre Jacquillat.

Dömurnar voru svoleiðis dekraðar

Meðfylgjandi myndir voru teknar í vikunni þegar Fashion Academy Reykjavík og útvarpsstöðin K.100.5 fögnuðu sumri með einstöku dekurkvöldi fyrir konur. Rúmlega tvöhundruð konur mættu í dekrið.

Niðurlægir, móðgar og særir grannar konur

"Sumar konur eru feitar, sumar konur eru mjúkar, sumar konur eru með stór brjóst, sumar konur eru dökkhærðar og – sumar konur eru mjóar. Og það er bara hreinlega allt í lagi," skrifar Tinna nokkur á vefsvæðið Freyjurnar.

Vá! Þvílíkur kroppur

Tennisstjörnunni Rafael Nadal gekk ekki sem skyldi á Wimbledon-mótinu í síðustu viku þannig að hann ákvað að skella sér í frí við spænsku eyjuna Formentera.

Okkur finnst þetta skelfilegt uppátæki

"Við höfum rætt þetta í samtökunum og okkur finnst þetta skelfilegt uppátæki," segir Sigrún Daníelsdóttir, sálfræðingur og formaður Samtakanna um líkamsvirðingu. Skjár 1 tilkynnti það fyrr í vikunni að sýningar á íslenskri útgáfu raunveruleikaþáttarins The Biggest Loser hæfust í haust og að byrjað væri að taka við umsóknum.

Gordon Ramsay á Íslandi

Sjónvarpskokkurinn kjaftfori er nú staddur á Íslandi en hann fór meðal annars í laxveiði í Norðurá í dag.

Engum leiddist í Tuborg teitinu

Meðfylgjandi myndir voru teknar í Listasafni Reykjavíkur í gærkvöldi þar sem útlitsbreytingu Tuborg flöskunnar var fagnað með látum. Eins og sjá má var þetta líka svona miklu tjaldað til. Plötusnúðurinn Margeir ásamt Daníel Ágúst og hljómsveitirnar Sísí Ey og Skálmöld sáu um að skemmta gestum.

Hún sagði já!

Glee-stjarnan Matthew Morrison og hans heittelskaða Renee Puente eru búin að trúlofa sig. Góðvinur þeirra, tónlistarmaðurinn Elton John, fékk að segja heiminum góðu fréttirnar.

Bieber vill kvænast ungur

Poppprinsinn Justin Bieber prýðir forsíðu Us Weekly og talar þar mjög opinskátt um ástina. Hann segist trúa á sanna ást og þráir að festa ráð sitt.

Brestir í ástarsambandinu

Söngkonan Jennifer Lopez og dansarinn Casper Smart eru búin að vera saman í tvö ár en nú segja kunnugir að sambandið standi á brauðfótum.

Fékk grátköst í fæðingunni

Kynþokkafyllsti maður heims, leikarinn Channing Tatum, eignaðist sitt fyrsta barn fyrir stuttu með ástkonu sinni, Jennu Dewan-Tatum.

Vann sig út úr helvíti

Þórdís Filipsdóttir orkuþjálfari er í dag ímynd hreysti og lífsfyllingar en leiðin að því marki hefur hvorki verið bein né breið. Eftir margra ára einelti, átröskun og afleiðingar ofbeldis tók hún sér tak, fór að hlusta og fókusa á smáatriðin í lífinu með hjálp kínverskra fræða og árangurinn leynir sér ekki. Nú þjálfar hún aðra í að ná jafnvægi og vinna bug á fylgikvillum fortíðarinnar.

Rihanna óttaðist um öryggi sitt

Rihanna hefur fengið nálgunarbann á karlmann sem handtekinn var uppi á þaki á húsi söngkonunnar í síðustu viku.

Jared Leto í dragi

Leikarinn Jared Leto leikur dragdrottningu í nýjustu mynd sinni Dallas Buyers Club og vílaði ekki fyrir sér að sitja fyrir í dragi fyrir tímaritið Candy á dögunum.

Sjá næstu 50 fréttir