Fleiri fréttir

Engin grundvallarbreyting

Fjármálaráðuneytið hefur gefið út að stefnt sé að sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka og Arion. Ætlunin sé hins vegar að selja Landsbankann einungis að hluta, þannig að ríkið haldi eftir 34 til 40% hlut.

Hærra verð í nærliggjandi bæjarfélögum

Fasteignaverð á svæðum nærri höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað mikið á skömmum tíma. Fermetraverð er þrátt fyrir það nærri tvöfalt hærra í Reykjavík. Íbúum fjölgar mun hraðar en íbúðum.

Keyptu sér bíl fyrir afganginn af kaupverðinu

Jóhann Heiðar Árnason og Kolbrún Soffía Arnfinnsdóttir bíða nú eftir að fá afhenta íbúð í Þorlákshöfn. Þau eru bæði fædd og uppalin í Reykjavík og starfa í Reykjavík í dag, hann á Þjóðarbókhlöðunni og hún í Borgarholtsskóla.

Missa fjórðu íbúðina á aðeins þremur árum

„Við erum sem sagt að fara að flytja í fjórða skiptið síðan stelpan mín fæddist. Hún er þriggja ára og er að fara að flytja í fimmtu íbúðina sína,“ segir Ariana Katrín Katrínardóttir, en hún og maðurinn hennar eru á leigumarkaði.

Borgun hagnaðist um rúma sex milljarða vegna sölunnar á Visa Europe

Kortafyrirtækið Borgun hagnaðist um alls 7,8 milljarða króna á árinu 2016 en þar af komu 6,2 milljarðar vegna sölu Visa Europe til Visa Inc. Hagnaður af reglulegri starfsemi var því 1,6 milljarðar króna en frá þessu var greint á aðalfundi Borgunar í dag.

Hafsteinn Hauksson til liðs við GAMMA

Hafsteinn Hauksson hefur verið ráðinn til fjármálafyrirtækisins GAMMA Capital Management og mun starfa á skrifstofu félagsins í London.

Orr verðlaunað fyrir góða sölu til ferðamanna

Orr skartgripaverslun fékk í gær Njarðarskjöldinn og var valin ferðamannaverslun ársins 2016. Afhendingin fór fram í Hafnar­húsi Listasafns Reykjavíkur og var þetta í 21. skiptið sem verðlaunin eru veitt.

Íslenskt Everest klifið á konunglegu safni Breta

Hið konunglega breska landfræðifélag, the Royal Geographical Society, hefur þegið gjöf íslenska sýndarveruleikafyrirtækisins Sólfar Studios af fjallinu í sýndarveruleika. Verður það varanlegur hluti af Everest-safni félagsins.

Hluthafarnir fá 5,1 milljarð króna í arð

Sjóvá, TM og VÍS högnuðust um alls 6,7 milljarða króna í fyrra. Arðgreiðslurnar mun lægri en þær sem vöktu mikla hneykslan í febrúar 2016. Afkoman var best hjá Sjóvá eða 2,7 milljarða króna hagnaður. Afkoman var síst hjá VÍS eð

Twitter þaggar niður í þeim sem áreita

Samskiptamiðillinn Twitter kemur nú í veg fyrir að tíst þeirra notenda sem Twitter telur áreita aðra notendur komist á flug. Er það gert með því að koma í veg fyrir að notendur sem ekki fylgja umræddum áreitandi notendum sjái tíst þeirra síðarnefndu.

VÍS hagnast um 1,5 milljarða króna

Afkoma tryggingafélagsins VÍS í fyrra var jákvæð um 1.459 milljónir króna. Hagnaður félagsins árið 2015 nam aftur á móti 2.076 milljónum.

Hagnaður Varðar niður um 26%

Tryggingafélagið Vörður hagnaðist um 487 milljónir króna eftir skatta í fyrra. Afkoma fyrirtækisins árið á undan var jákvæð um 658 milljónir og því um 26 prósenta lækkun að ræða milli ára.

Icelandair kaupir nýjan flughermi

TRU Flight Training Iceland, dótturfélag Icelandair, hefur skrifað undir samning um kaup á nýjum Boeing 737MAX flughermi af TRU Simulation + Training í Kanada. Samkvæmt tilkynningu frá Icelandair er fyrirtækið fyrst flugfélaga til að festa kaup á slíkum hermi.

Lagt til að eigendur Borgunar fái 4,7 milljarða í arð

Stjórn Borgunar hf. mun á aðalfundi greiðslukortafyrirtækisins á morgun leggja til að hluthafar þess fái 4,7 milljarða króna í arð vegna reksturs fyrirtækisins í fyrra. Gengið er út frá því að tillagan verði samþykkt en hagnaður félagsins árið 2016 var á áttunda milljarð.

Einkafjárfestar hverfandi í Icelandair

Fáir einkafjárfestar eiga verulegan hlut í flugfélaginu. Sá stærsti er einkahlutafélagið Brimgarðar með 0,7 prósenta hlut, samkvæmt hluthafalista Icelandair á mánudag. Lífeyrissjóður verslunarmanna og LSR hyggjast styðja Úlfar og Magn

Útibú Íslandsbanka á Kirkjusandi lokar

Þann 20. febrúar næstkomandi munu útibú Íslandsbanka á Kirkjusandi og Suðurlandsbraut sameinast og kveður bankinn þá höfuðstöðvar sínar á Kirkjusandi. Nýtt útibú opnar svo á Suðurlandsbraut þann 10. apríl og mun heita Laugardalur.

Bæði ógnanir og tækifæri í komu Costco inn á markaðinn

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að það sé alveg klárt að koma bandaríska verslunarrisans Costco á smásölumarkaðinn hér muni hrista upp í hlutunum. Það sé jákvætt enda eigi samkeppni að virka þannig.

Hlutabréf Haga lækkuðu um 3%

Hlutabréfaverð verslunarfyrirtækisins Haga og Fjarskipta hf. lækkaði um þrjú prósent í Kauphöll Íslands í dag.

Björgólfur enn undir feldi með formannsframboð SA

Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins (SA) og forstjóri Icelandair Group, hefur ekki enn ákveðið hvort hann muni sækjast eftir endurkjöri á aðalfundi SA þann 29. mars næstkomandi.

Daði nýr forstöðumaður hjá Advania

Daði Friðriksson hefur verið ráðinn forstöðumaður mannauðslausnasviðs Advania. Á sviðinu starfa um fimmtíu manns sem fást við þróun, ráðgjöf og sölu og þjónustu á sviði mannauðslausna.

Tap Icelandic Water Holdings nam 1,2 milljörðum

Vatnsfyrirtækið Icelandic Water Holdings, sem rekur átöppunarverksmiðju í landi Hlíðarenda í Ölfusi, tapaði 10,9 milljónum Bandaríkjadala árið 2015 eða jafnvirði 1,2 milljarða króna.

Sjá næstu 50 fréttir