Áramótabrennur verða á tíu stöðum á höfuðborgarsvæðinu
Áramótabrennur verða á tíu stöðum á höfuðborgarsvæðinu sem og víðsvegar á landsbyggðinni. Tvísýnt er með brennur á norð-vestur og suðaustur-landi vegna veðurs. Útlit er óvíða gott fyrir brennur og flugelda, en að sama skapi er lítil hætta á viðvarandi loftmengun.