Hundur gleður sjúklinga
Freyja hefur starfað á Kleppspítala í ellefu ár en hlutverk hennar er að gleðja sjúklinga og taka aðra hunda í starfsþjálfun. Eigandi hennar segist hafa séð mikil batamerki á fólki eftir samneyti við hana og aðra hunda. Þrátt fyrir mikla vinnu er Freyja þó ekki komin á launaskrá.