Óvissustigi lýst yfir vegna jökulhlaups
Óvissustigi almannavarna var lýst yfir í dag vegna jökulhlaups úr Mýrdalsjökli. Samkvæmt Veðurstofunni er hlaupið lítið en rafleiðni í Skálm hefur farið hækkandi frá því á laugardag og vatnshæð fer vaxandi. Ekki hefur verið tilkynnt um brennisteinslykt en fólk er beðið um að sýna aðgát nærri árinni þar sem gasmengun gæti verið á svæðinu. Hlaupórói hefur ekki mælst á jarðskjálftamælum við Mýrdalsjökul og innviðir eru ekki taldir í hættu. Ekki er þó útilokað að rennslishraði og vatnshæð muni aukast og náttúruvakt Veðurstofunnar mun því vakta svæðið.