Óróapúls mældist við Fagradalsfjall

Óróapúls mældist við Fagradalsfjall nú síðdegis, í annað skiptið í dag. Það er til marks um að kvika sé farin að gera áhlaup á yfirborðið en atburðarásinni svipar mjög til aðdraganda eldgossins í Geldingadölum í mars. Jörð hefur skolfið á Reykjanesi á nánast hverri einustu mínútu en tæplega 2000 skjálftar hafa mælst frá miðnætti, sá stærsti 4,2.

257
00:39

Vinsælt í flokknum Fréttir