Ísland í dag - Fiskikóngurinn opnar sig í fyrsta sinn
„Erfiðasta í þessu er að fyrirgefa sjálfum mér“. Fiskikóngurinn Kristján Berg Ásgeirsson hefur selt Íslendingum fisk í þrjátíu ár og hann á sér afar áhugaverða sögu. Kristján var dæmdur ásamt þremur öðrum mönnum til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar vegna innflutning og sölu á alsælutöflu. Þetta mál hefur eðli málsins samkvæmt legið þungt á Kristjáni og hingað til hefur hann ekki talað opinberlega um málið.