Ísland í dag - Af hverju fer ungt fólk í hjartastopp?
Reglulega berast fréttir af ungu fólki sem farið hefur í hjartastopp. Orsakirnar eru mismunandi og eftirleikurinn líka. Í þættinum er rætt við Sunnu Stefánsdóttur og bróður hennar. Sunna er með meðfæddan og arfgengan hjartagalla sem kom ekki í ljós fyrr en hún fór í hjartastopp 21 árs gömul. Einnig er talað við Sigurbjörgu Jóhönnu Gísladóttur sem fór í hjartastopp vegna þykkingar í hjartavöðva, Þorvald Sigurbjörn Helgason sem enga skýringu hefur fengið á sínu hjartastoppi og Hjört Oddsson hjartalækni.