Ríkisstjórnin aldrei verið óvinsælli
Tæp fjórtán prósent segjast vera ánægð með störf ríkisstjórnarinnar í mælingu Maskínu sem gerð var frá júlí og fram í september. Heldur dregur úr ánægjunni miðað við síðustu mælingu þegar ánægðir voru 16 prósent aðspurðra. Nú segjast rétt rúm 60 prósent vera óánægð með ríkisstjórnina.