Árni Tryggvason látinn

Leikarinn Árni Tryggvason lést í gær 99 ára að aldri. Örn Árnason, leikari og sonur hans, greindi frá andlátinu í dag. Árni lék í fjölda leikrita á ferlinum en landsmenn þekkja hann einna best úr Dýrunum í Hálsaskógi þar sem hann lék Lilla klifurmús með eftirminnilegum hætti. Árni hlaut heiðursverðlaun Leiklistarsambands Íslands árið 2010 fyrir framúrskarandi ævistarf í þágu leiklistar og gaf út tvær plötur í eigin nafni.

244
01:19

Vinsælt í flokknum Fréttir