Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttamynd

Life of Pi á risaskjá í Laugardalslaug

Stærsti sundbíóviðburður RIFF hingað til verður haldinn 25. ágúst næstkomandi. Myndin Life of Pi verður sýnd á 100 fermetra skjá sem er sá stærsti sem settur hefur verið upp utandyra á Íslandi.

Lífið
Fréttamynd

The Horror Of Dolores Roach: Súpa með öllu

Hlaðvörp og morð er hjónaband sem nýtur mikillar velgengni þessi misserin. Það hefur ekki farið fram hjá Hollywood og skömmu eftir frumsýningu Peacock-þátta með hlaðvarpstengingu, Based on a True Story, frumsýndi Prime Video The Horror of Dolores. Þar er hlaðvarpstengingin eingöngu til málamynda, en morðin þeim mun suddalegri. 

Gagnrýni
Fréttamynd

Breaking Bad stjarna látin

Bandaríski leikarinn Mark Margolis er látinn, 83 ára að aldri. Margolis er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Hector Salamanca í sjónvarpsþáttaröðunum Breaking Bad og Better Call Saul.

Lífið
Fréttamynd

„Ég dó næstum því á Íslandi“

Bandaríski leikarinn Bowen Yang segist næstum hafa látið lífið hér á landi er hann var á hestbaki. Yang var staddur á Íslandi og var á hestbaki fyrir tökur á sjónvarpsþætti.

Lífið
Fréttamynd

Sound of Freedom: Óvæntur smellur byggir á umdeildum grunni

Bandaríska kvikmyndin Sound of Freedom hefur aflað meiri tekna en stórmyndir eins og Mission Impossible – Dead Reckoning Part One og The Flash. Kvikmyndin var frumsýnd þann 4. júlí en síðan þá hefur hún halað inn nærri því 150 milljónum dala. Framleiðsla hennar er sögð hafa kostað einungis tæpar fimmtán milljónir.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

„Í lífinu er ekkert grand plan“

Sigur­jón Sig­hvats­son er fluttur frá Hollywood og var nýlega verð­launaður fyrir frum­raun sína í leik­stjórn. Hann er samt enn á fullu í kvikmyndaframleiðslu þó hann hafi tyllt sér aðeins í leik­stjóra­stólinn. Í haust kemur hroll­vekja eftir Yrsu í bíó og fleiri myndir eru handan við hornið.

Lífið
Fréttamynd

Höddi Magg greip til epísks frasa úr eigin smiðju

„Kalt er það Klara“ sagði Hörður Magnússon í lýsingu sinni á viðureign Þýskalands og Marokkó á HM kvenna í fótbolta. Um er að ræða frasa úr epískum þætti Steypustöðvarinnar á Stöð 2 fyrir fimm árum þar sem Hörður fór á kostum.

Lífið
Fréttamynd

Þegar ég fór með 49 öðrum gaurum í bíó

Það heyrir almennt ekki til tíðinda þegar karlmenn á þrítugsaldri, svokallaðir „gaurar“, hópa sig saman og fara í bíó. Í bíóhúsum borgarinnar má oft sjá þó nokkra gaura sitja saman með popp og kók og njóta þess að horfa saman á misgóðar kvikmyndir. En, miðvikudaginn 19. júlí 2023 fóru 50 gaurar saman í bíó. Þetta er okkar saga. 

Lífið
Fréttamynd

Viaplay segir upp 25 prósents starfs­fólks

Sænska streymis­veitan Viaplay hefur sagt upp 25 prósent af starfs­fólki sínu. Er það gert til að bregðast við rekstra­r­örðug­leikum en fyrir­tækið sendi frá sér af­komu­við­vörun í síðasta mánuði þar sem gert er ráð fyrir því að fé­lagið verði rekið í tapi næstu árin.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Undir­­­gefnir að­dá­endur og linnu­­laus markaðs­her­­ferð knýi „Bar­ben­heimer“ á­­fram

Einn stærsti bíóviðburður ársins er nú runninn upp en stórmyndin Barbie verður frumsýnd á Íslandi í dag og frumsýning bíómyndarinnar Oppenheimer var í gær. Álitsgjafi segir bíóviðburðinn „Barbenheimer“ lykta af örvæntingu þar sem bíóbransinn eigi enn í erfiðleikum með að koma sér aftur á réttan kjöl eftir heimsfaraldur.

Menning
Fréttamynd

Sérfræðingur gáttaður á „Bar­ben­heimer“

Paul Dergara­bedian, sér­fræðingur á sviði miðla­greiningar, sem sérhæft hefur sig í að greina miðasölutekjur kvikmyndahúsa vestanhafs, segist vera hvumsa yfir eftir­væntingunni sem ríkir fyrir „Bar­ben­heimer,“ sam­eigin­legum frum­sýningar­degi stór­myndanna Bar­bie og Oppen­heimer.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Vill ekki týna sjálfum sér í bransanum

Enski leikarinn Tom Holland, sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Köngulóarmaðurinn, segist ekki vera mikið fyrir kvikmyndagerðarbransann. Hann vill frekar einbeita sér að því sem veitir honum hamingju. 

Lífið
Fréttamynd

Erlingur leik­stýrði Juli­an Sands í hans síðustu mynd

Julian Sands var jarðbundinn, hlýr og rausnarlegur á sinn tíma. Þetta segir Erlingur Thoroddsen leikstjóri sem leikstýrði breska leikaranum í hans síðustu mynd sem ber nafnið The Piper. Leikarinn lést í fjallgöngu í Kaliforníu í janúar en lík hans fannst ekki fyrr en í þar síðustu viku.

Lífið
Fréttamynd

The Dial of Destiny: Enginn apabisness hjá öldungi

Eitt sinn sýndi Ríkissjónvarpið sjónvarpsþáttaröð um ævintýri hins unga Indiana Jones. Nú sýna íslensk kvikmyndahús ævintýri hins aldna Indiana Jones. Ber hún titilinn Indiana Jones: The Dial of Destiny og fjallar um leitina að skífu örlaganna.

Gagnrýni