Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttamynd

Þegar konur taka pláss á skjánum...

Síðastliðinn sunnudag var lokaþáttur af sjónvarpsþáttunum Vitjanir sýndur á RÚV. Var það einstaklega spennandi fyrir mig þar sem ég er jú leikstjóri þáttanna. Handritið er unnið af okkur Kolbrúnu Önnu Björnsdóttur og Völu Þórsdóttur og skartar verkið konum í flestum aðal hlutverkum.

Skoðun
Fréttamynd

Mega ákæra Weinstein í London

Lögreglan í London hefur fengið heimild til að ákæra kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein fyrir kynferðisofbeldis gagnvart konu í borginni árið 1996.

Erlent
Fréttamynd

Samantha Jones snýr aftur

Michael Patrick King, þáttastjórnandi Sex and the City og þáttanna And Just Like That hefur gefið það út að Samntha Jones muni snúa aftur í næstu seríu af síðarnefnda þættinum. 

Lífið
Fréttamynd

Madonna hefur verið valin

Leikkonan Julia Garner hefur fengið boð um að leika stjörnuna Madonnu í kvikmynd um lífið hennar samkvæmt Variety. Madonna hyggst sjálf ætla að setjast í leikstjórastólinn og mun myndin fara yfir upphafið á hennar ferli.

Lífið
Fréttamynd

Nýr örlagavaldur á Ástareyjunni

Raunveruleikaþættirnir Love Island hafa notið gríðarlegra vinsælda um allan heim. Þar leita þátttakendur í sífellu að ástinni og hafa hingað til fengið að ákveða sjálfir með hverjum þeir stinga saman nefjum, en nú verður breyting á. 

Lífið
Fréttamynd

Gosi verður alvöru strákur

Nýjasti meðlimurinn úr Disney teiknimyndafjölskyldunni til þess að vera leikinn er Gosi. Tom Hanks fer með hlutverk Gepetto sem býr til viðarbrúðuna Gosa sem þarf að sanna virði sitt áður en ósk föður hans er uppfyllt.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

George Shapiro látinn

George Shapiro, umboðsmaður, framleiðandi og annar stofnanda umboðsskrifstofunnar Shapiro/West & Associates, er látinn 91 árs að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Ívar Örn Hansen er Helvítis kokkurinn

Ívar Örn Hansen er að fara af stað með matreiðsluþættina Helvítis kokkurinn hér á Vísi og á Stöð 2+ þar sem hann eldar bragðgóðan mat á mannamáli og sleppir öllu kjaftæðinu. Sjálfur er hann mikill matarunnandi sem elskar að gleðja aðra með góðum mat.

Matur
Fréttamynd

„Bless“

Spjallþáttastjórnandinn Ellen DeGeneres hefur nú kvatt þáttinn sinn í síðasta skipti eftir nítján þáttaraðir. Hún bauð Jennifer Aniston velkomna sem síðasta gest þáttarins en hún var einnig fyrsti gesturinn þegar þættirnir hófu göngu sína árið 2003.

Lífið
Fréttamynd

Spacey á­kærður fyrir kyn­ferðis­brot á ný

Saksóknari í Bretlandi hefur gefið út fjórar ákærur á hendur leikaranum Kevin Spacey. Í kjölfar #MeToo byltingarinnar steig mikill fjöldi karlmanna fram og sakaði leikarann um að hafa brotið á sér kynferðislega.

Erlent
Fréttamynd

Til varnar Conversations With Friends

Stöð 2 hefur nú hafið sýningar á írsku þáttaröðinni Conversations with Friends, sem byggir á samnefndri skáldsögu Sally Rooney. Ekki er langt síðan Stöð 2 sýndi aðra þáttaröð byggða á skáldsögu hennar, Normal People.

Gagnrýni
Fréttamynd

Kvik­myndarisar bíði eftir aukinni endur­greiðslu

Leifur B. Dagfinnsson, stofnandi og formaður stjórnar kvikmyndaframleiðandans True North segir að stór kvikmyndaver séu að bíða eftir því að endurgreiðsla stærri kvikmyndaverkefna verði 35 prósent hér á landi. Mikil tækifæri felist í slíkri endurgreiðslu fyrir íslensk framleiðslufyrirtæki en stjórnvöld hafa þegar lagt fram frumvarp þess efnis.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Íslendingar yfirtaka Cannes

Það er margt um Íslendinginn í Cannes þetta árið en Volaða land eftir Hlyn Pálmason er heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Cannes í flokknum Un Certain Regard í aðaldagskrá hátíðarinnar.

Lífið
Fréttamynd

Gorr guða-slátrari slæst við Þór

Marvel hefur birt nýja stiklu fyrir næstu myndina um guðinn og ofurhetjuna Þór, Thor: Love and Thunder. Óhætt er að segja að virðist ansi margt um að vera hjá Þór, sé mið tekið af stiklunni og að hann hafi þurft að finna sig á nýjan leik eftir atburði Avengers: Endgame.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Faðir Helstirnisins og X-vængjunnar látinn

Colin Cantwell, listamaðurinn sem hannaði mörg þekktustu geimför Stjörnustríðsheimsins eins og Helstirnið og X-vængjuna, er látinn, níræður að aldri. Hann vann einnig við opnunaratriði 2001: Geimævintýraferðar Stanleys Kubrick.

Erlent
Fréttamynd

Top Gun, rauð flögg og tilhugalíf hænsna

Eftir tæpa viku mun Top Gun: Maverick koma í kvikmyndahús. Það er ótrúlegt að Paramount Pictures hafi beðið í heil 36 ár með að koma frá sér þessu framhaldi hinnar stjarnfræðilega vinsælu Top Gun, sem er orðin það gömul að leikstjórinn, annar aðalframleiðandinn og annar handritshöfundurinn eru allir látnir. 

Gagnrýni