Bónus-deild karla

Bónus-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Nick Bradford hitti allstaðar í gær - skotkort kappans

    Nick Bradford átti frábæran leik með Grindavík í 3. leik lokaúrslita Iceland Express deildar karla í DHL-Höllinni í gær. Grindavík vann leikinn 107-94 og þarf nú aðeins einn sigur til viðbótar til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Verður Nick Bradford kannski bara rólegur í kvöld?

    Nick Bradford hefur farinn mikinn í báðum leikjum sínum í DHL-Höllinni í vetur, var með 27 stig í undanúrslitaleik Subwaybikarsins og skoraði 38 stig í fyrsta leik liðanna í lokaúrslitunum. Það hefur þó ekki dugað því Grindavík hefur tapað báðum leikjunum. Þriðji leikur lokaúrslita KR og Grindavíkur í Iceland Express deild karla hefst klukkan 19.15 í DHL-Höllinni í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Brenton hefur aðeins tvisvar spilað "betur" í lokaúrslitum

    Brenton Birmingham átti frábæran leik í 100-88 sigri Grindavíkur á KR í öðrum leik liðanna í lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta á mánudagskvöldið. Brenton skilað 36 framlagsstigum til síns liðs og hefur aðeins tvisvar sinnum verið með hærra framlag í hinum 25 leikjum sínum í úrslitaeinvígi um titilinn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Fyrsta tap KR í úrslitakeppninni

    KR tapaði í kvöld sínum fyrsta leik í úrslitakeppni Iceland Express deild karla er liðið tapaði í Grindavík í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn, 100-88.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Páll Axel er 60% af sjálfum sér

    "Páll er auðvitað fjarri því að vera orðinn góður, en við notum hann eitthvað í kvöld og reynum að fá eitthvað frá honum," sagði Friðrik Ragnarsson þjálfari Grindavíkur þegar Vísir spurði hann út í heilsufar fyrirliðans Páls Axels Vilbergssonar.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Friðrik: Meiri aga, meiri áræðni

    "Það þýðir ekkert annað en að gefa allt í þetta og taka leikinn á eftir," sagði Friðrik Ragnarsson þjálfari Grindavíkur í samtali við Vísi þegar hann var spurður út í annan leik liðsins gegn KR í lokaúrslitunum í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Benedikt: Pressan er á Grindavík núna

    "Tíminn líður voðalega hægt núna og maður er bara að byrja eftir að þetta fari að byrja," sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, þegar Vísir spurði hann út í leik kvöldsins.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Aðeins tveir hafa skorað meira í tapleik í lokaúrslitum

    Það dugði ekki Grindvíkingum að Nick Bradford skoraði 38 stig á móti KR í fyrsta leik lokaúrslita Iceland Express deildar karla í DHL-Höllinni í gær. Nick varð aðeins þriðji leikmaðurinn til að skora svona mikið í lokaúrslitum án þess að dugði til sigurs.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Friðrik: Við vorum ragir og lélegir framan af leik

    „Við ætluðum að byrja leikinn af miklu meiri krafti en þetta spilaðist líka betur fyrir okkur þegar menn höfðu engu að tapa," sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur eftir 88-84 tap fyrir KR í fyrsta úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Fannar, Nick og Arnar Freyr hafa aldrei tapað í lokaúrslitum

    Þrír leikmenn KR og Grindavík í lokaúrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla hafa aldrei tapað í lokaúrslitum. Þetta eru þeir Fannar Ólafsson hjá KR og Grindvíkingarnir Arnar Freyr Jónsson og Nick Bradford. Úrslitaeinvígi KR og Grindavíkur hefst í DHL-Höllinni klukkan 16.00 í dag.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Teitur framlengdi við Stjörnuna

    "Ég var ekki lengi að hugsa mig um af því mér fannst þetta svo ofboðslega skemmtilegt," sagði Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar, sem í gær framlengdi samning sinn við félagið um tvö ár.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Síminn stoppaði ekki hjá Einari Árna

    Karfan.is birti skemmtilegt og vel heppnað aprílgabb á heimasíðu sinni í gær þegar sagt var að Einar Árni Jóhannsson væri tekinn við liði Snæfells. Mikið var lagt í fréttina og meira segja birt stutt viðtöl við bæði Einar og Sæþór Þorbergsson formann körfuknattleiksdeildar Snæfells.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hlynur: Betra liðið vann einvígið

    "Ég held að heilt yfir hafi betra liðið unnið þessa seríu," sagði Hlynur Bæringsson, spilandi þjálfari Snæfells, eftir að hans menn féllu úr leik í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar fyrir Grindavík í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Helgi Jónas: Auðvitað eigum við möguleika í KR

    "Eigum við ekki að segja að þetta hafi verið smá grís," sagði Helgi Jónas Guðfinnsson hjá Grindavík í samtali við Stöð 2 Sport þegar hann var spurður út í ævintýralegt skot sem hann setti niður í lok þriðja leikhlutans.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Grindavík í úrslitin

    Það verða KR og Grindavík sem leika til úrslita í Iceland Express deild karla í körfubolta. Þetta varð ljóst í kvöld þegar Grindavík skellti Snæfelli 85-75 í fjórða leik liðanna í undanúrslitunum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Fjölnir aftur upp í úrvalsdeildina

    Fjölnir úr Grafarvogi er komið aftur á meðal þeirra bestu í körfuboltanum á Íslandi. Lið þess vann Val í kvöld 96-77 og vann einvígið við Hlíðarendapilta um laust sæti í Iceland-Express deildinni þar með 2-0.

    Körfubolti