Bónus-deild karla

Bónus-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Grindvíkingar að niðurlægja Íslandsmeistarana

    Grindavík hefur haldið Íslandsmeisturum Njarðvíkur í 26 stigum í fyrri hálfleik í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla. Á sama tíma hafa Grindvíkingar skorað 56 stig og hafa því 30 stiga forystu í hálfleik. Hreint ótrúlegar tölur í Grindavík, en leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR marði sigur í fyrsta leik

    KR-ingar báru sigurorð af Snæfellingum, 82-79, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deild karla í körfubolta. Leikurinn reyndist frábær skemmtun og réðust úrslitin ekki fyrr en í blálokin. Í kvennaflokki jafnaði ÍS metin í rimmunni gegn Haukum í undanúrslitum með góðum 84-74 sigri. Staðan þar er nú 1-1.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Öruggt hjá Njarðvík gegn Grindavík

    Íslandsmeistarar Njarðvíkur unnu öruggan sigur á Grindvíkingum í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla í kvöld, en leikið var í Njarðvík. Njarðvík leiddi nánast allan leikinn og vann að lokum með 18 stiga mun, 96-78, og er þar með komið með 1-0 forystu í einvígi liðanna. Það lið sem fyrr sigrar þrjá leiki fer í úrslit.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Valur biðst afsökunar á ummælum sínum

    Valur Ingimundarson, þjálfari Skallagríms, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum í viðtali við Arnar Björnsson á Sýn í gærkvöld. Þar lýsti Valur yfir óánægju sinni með störf dómara og lét í það skína að hallaði á lið utan af landi í dómgæslu. Félag körfuknattleiksdómara hefur leitað sér aðstoðar lögfræðinga og íhugar að kæra Val.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Grindavík - Njarðvík í beinni á Sýn

    Sjónvarpsstöðin Sýn mun halda áfram að gera úrslitakeppninni í Iceland Express deild karla góð skil og næsta beina útsending stöðvarinnar verður annar leikur Grindavíkur og Njarðvíkur í undanúrslitunum mánudaginn 26. mars. Allir leikir í keppninni þar eftir verða sýndir beint.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Friðrik Ragnars: Ég var orðinn skíthræddur

    Friðrik Ragnarsson sagði sína menn í Grindavík hafa spilað sinn besta bolta í vetur í fyrri hálfleiknum gegn Skallagrími í Borgarnesi í kvöld. Hann sagðist gríðarlega stoltur af strákunum og hlakkar til að mæta sínum gömlu félögum í Njarðvík í undanúrslitunum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Benedikt Guðmunds: Eigum enn eftir að springa út

    Benedikt Guðmundsson þjálfari var mjög sáttur við leik sinna manna í KR í kvöld eftir frækinn sigur liðsins á ÍR. Varnarleikur liðsins í síðari hálfleik gerði þar útslagið og Benedikt á von á öðru jöfnu einvígi gegn Snæfelli í undanúrslitunum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Valur Ingimundarson íhugar að hætta

    Valur Ingimundarson þjálfari Skallagríms reiknar ekki með að þjálfa lið Skallagríms á næsta keppnistímabili í Iceland Express deildinni. Valur var súr í bragði í samtali við Arnar Björnsson á Sýn eftir tap hans manna fyrir Grindavík í kvöld og sagði dómara hafa leikið lið sitt illa.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Frábær sigur hjá Grindavík

    Grindvíkingar tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum með frábærum sigri á Skallagrími í Borgarnesi 97-81 í oddaleik. Grindvíkingar komu gríðarlega einbeittir til leiks og þó heimamenn hafi komist inn í leikinn í síðari hálfleik og náð að komast yfir, sýndu gestirnir mikla seiglu og tryggðu sér sigur.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR í undanúrslit - Patterson með þrennu

    KR-ingar tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í körfubolta með sigri á ÍR í oddaleik 91-78. Gestirnir úr Breiðholtinu höfðu yfir í hálfleik, en heimamenn skelltu í lás í vörninni í þeim síðari og völtuðu yfir gestina, eftir að hafa unnið þriðja leikhlutann 25-5.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Grindvíkingar grimmir í fyrri hálfleik

    Grindvíkingar mættu mjög grimmir til leiks í viðureign sinni gegn Skallagrímsmönnum í Borgarnesi og hafa yfir í hálfleik 50-38. Heimamenn náðu aðeins að laga stöðuna fyrir lok hálfleiksins eftir að hafa lent meira en 20 stigum undir. Darrell Flake hefur haldið Skallagrími á floti í fyrri hálfleik og er kominn með 22 stig, en Jonathan Griffin var líka frábær í liði Grindavíkur.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    ÍR yfir í vesturbænum

    ÍR hefur 43-39 gegn KR í hálfleik í oddaleik liðanna um sæti í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar. Grindvíkingar byrja betur í leiknum gegn Skallagrími í Borgarnesi og komust í 16-6 snemma leiks.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Sjöundi oddaleikurinn hjá Axeli Kárasyni

    Körfuboltamaðurinn Axel Kárason ætti að þekkja það vel að spila upp oddaleiki í úrslitakeppninni. Hann hefur tekið þátt í sex oddaleikjum frá árinu 2001, fimm með Tindastóli og einum með Skallagrími. Axel hefur unnið fjóra af þessum sex leikjum, en hann verður í sviðsljósinu með Skallagrími gegn Grindavík í Fjósinu í Borgarnesi í kvöld klukkan 20 í beinni á Sýn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Byrjar Skarphéðinn í kvöld?

    KR-ingar hafa unnið alla sjö leiki sína í Iceland Express deildinni í ár þar sem Skarphéðinn Ingason hefur verið í byrjunarliðinu. Skarphéðinn byrjaði sex leiki í deildarkeppninni og var í byrjunarliðinu í Seljaskóla á laugardaginn þegar KR-ingar tryggðu sér oddaleik í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Skallagrímur - Grindavík í beinni á Sýn

    Í kvöld verður ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í körfubolta. KR tekur þá á móti ÍR í DHL-höllinni klukkan 19:15 og Skallagrímur á móti Grindavík í Fjósinu í Borgarnesi, en sá leikur verður sýndur beint á Sýn klukkan 20. Þetta eru oddaleikir liðanna um sæti í undanúrslitum, þar sem Snæfell og Njarðvík hafa þegar tryggt sér sæti.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Njarðvík í undanúrslit

    Njarðvíkingar tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar í körfubolta með öruggum útisigri á Hamar/Selfoss 86-60. Skallagrímur og Grindavík mætast í oddaleik í Borgarnesi eftir helgi eftir að Skallagrímur vann sigur í öðrum leik liðanna í Grindavík í kvöld 87-80.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Spennandi leikir í körfunni í kvöld

    Tveir leikir fara fram í úrslitakeppninni í Iceland Express deildinni í körfubolta í kvöld þar sem Grindvíkingar og Njarðvíkingar geta tryggt sér farseðilinn í undanúrslit með sigri. Njarðvíkingar sækja Hamar/Selfoss heim eftir sigur í fyrsta leik á heimavelli og þá freist Grindvíkingar þess að slá Skallagrím úr keppni á heimavelli eftir góðan útisigur í rafmögnuðum leik í Borgarnesi í fyrrakvöld. Báðir leikir hefjast klukkan 19:15.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Snæfell komið í undanúrslit

    Snæfell varð í dag fyrsta liðið til að tryggja sig í undanúrslitin í úrslitakeppninni í Iceland Express deildinni þegar liðið lagði Keflvíkinga 103-89 í Keflavík. Snæfell vann báða leiki liðanna og mætir sigurvegaranum úr einvígi KR og ÍR. Í því einvígi unnu KR-ingar öruggan 87-78 sigur á ÍR á útivelli í dag og knúðu þar fram oddaleik.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR-ingar grimmir í Seljaskóla

    KR-ingar mæta mjög grimmir til leiks í öðrum leiknum gegn ÍR í úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar, en vesturbæingar hafa yfir 44-28 í hálfleik og skoraði ÍR aðeins 6 körfur utan af velli allan hálfleikinn. Þá hefur Snæfell yfir 50-46 gegn Keflavík í leik liðanna í Keflavík sem sýndur er beint á Sýn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Grindvíkingar höfðu sigur í Fjósinu

    Grindvíkingar gerðu sér lítið fyrir og lögðu Skallagrím í Borgarnesi í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar í kvöld. Staðan var jöfn 94-94 eftir venjulegan leiktíma, en gestirnir höfðu betur í framlengingu og höfðu 112-105 sigur í æsilegum leik. Liðin mætast á ný í Grindavík um helgina og þar geta heimamenn tryggt sér sæti í undanúrslitum mótsins.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Framlengt í Fjósinu

    Leikur Skallagríms og Grindavíkur í Fjósinu í Borgarnesi ætlar að verða sögulegur. Staðan var jöfn að loknum venjulegum leiktíma 94-94 og því þarf að framlengja. Þetta er fyrsti leikur liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Grindvíkingar yfir í hálfleik

    Grindavík hefur yfir 59-54 gegn Skallagrími þegar flautað hefur verið til hálfleiks í fyrstu viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Iceland Express deildarinnar. Leikurinn fer fram í Borgarnesi og hefur verið mjög fjörugur. Heimamenn náðu mest um 10 stiga forskoti í fyrri hálfleiknum, en gestirnir eru í miklu stuði. Páll Axel Vilbergsson er kominn með 16 stig hjá Grindavík og nafni hans Kristinsson 15 stig og hefur hitt úr öllum 7 skotum sínum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Við ætluðum að vinna annan leikinn hvort sem er

    Benedikt Guðmundsson þjálfari KR var að vonum ekki sáttur við niðurstöðuna í kvöld þegar hans menn lágu fyrir ÍR í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Iceland Express deildarinnar. Hann sagði sóknarleikinn hafa fellt sína menn í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    ÍR komið í vænlega stöðu

    ÍR-ingar gerðu sér lítið fyrir og lögðu KR 73-65 í vesturbænum í kvöld í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Iceland Express deildarinnar í körfubolta. Sóknarleikur beggja liða var frekar slakur í kvöld enda baráttan gríðarleg, en það voru Breiðhyltingar sem höfðu betur og geta nú klárað einvígið í Seljaskóla á laugardaginn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Snæfell lagði Keflavík

    Snæfell lagði Keflavík 84-67 í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Iceland Express deildarinnar í Stykkishólmi í kvöld eftir að hafa verið yfir 43-36 í hálfleik. Heimamenn höfðu yfir lengst af í leiknum og segja má að sigur þeirra hafi verið nokkuð öruggur. Þeirra bíður engu að síður erfitt verkefni í Keflavík þegar liðin mætast öðru sinni um helgina, en sá leikur verður sýndur beint á Sýn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Snæfell yfir eftir þriðja leikhluta

    Snæfellingar hafa yfir 61-47 gegn Keflavík eftir þrjá leikhluta í viðureign liðanna í Stykkishólmi. Gunnar Einarsson fékk sína fimmtu villu í liði Keflavíkur í þriðja leikhluta og kemur því ekki meira við sögu. Í vesturbænum hefur ÍR yfir 40-39 í hálfleik gegn KR.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Snæfell leiðir í hálfleik

    Snæfell hefur yfir í hálfleik 43-36 gegn Keflavík í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni í Iceland Express deildinni. Justin Shouse er kominn með 11 stig hjá Snæfelli og Hlynur Bæringsson 10. Hjá Keflavík er Sebastian Hermeiner kominn með 10 stig og Tony Harris 10. Nokkur hiti er í leiknum og eru þrír leikmenn í liði Keflavíkur komnir í villuvandræði.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Snæfell yfir eftir fyrsta leikhluta

    Úrslitakeppnin í Iceland Express deildinni er hafin. Snæfell hefur yfir 19-17 gegn Keflvíkingum efir fyrsta leikhlutann í leik liðanna í Stykkishólmi. Leikur KR og ÍR er að hefjast í beinni á Sýn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR - ÍR í beinni á Sýn klukkan 20

    Nú styttist í að úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar í karlaflokki fari af stað. Flautað verður til leiks hjá Snæfelli og Keflavík nú klukkan 19:15 og klukkan 20 taka KR-ingar á móti ÍR í DHL-Höllinni. Sá leikur verður sýndur beint á Sýn fyrir þá sem ekki hafa tök á því að mæta á völlinn.

    Körfubolti