Skipulagði morðið í þaula með það fyrir augum að ekki kæmist upp um hann Í dómi Hæstaréttar segir að Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem játaði að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana á heimili sínu á síðasta ári, hafi skipulagt verknaðinn í þaula með það fyrir augum að ekki kæmist upp um hann, gengið ákveðið til verks og síðan gert allt sem í hans valdi stóð til að aftra því að upp um hann kæmist. Innlent 13. október 2011 16:55
Fjölskylda Hannesar: „Dómurinn sá í gegnum þennan illskeytta mann“ "Við erum mjög glöð og teljum að réttlætið hafi sigrað að lokum,“ sagði Kristín Helgadóttir, systir Hannesar Þórs Helgasonar, fyrir utan Hæstarétt í dag. Innlent 13. október 2011 16:39
Hæstiréttur dæmir Gunnar Rúnar í 16 ára fangelsi Hæstiréttur snéri sýknudómi yfir Gunnari Rúnari Sigurþórssyni við nú fyrir stundu. Gunnar Rúnar skal sæta fangelsi í 16 ár en hann hafði áður verið dæmdur ósakhæfur. Innlent 13. október 2011 16:03
Gunnar Rúnar mætti ekki fyrir dóm í gær Gunnar Rúnar Sigurþórsson mætti ekki fyrir dóm þegar málflutningur í máli hans fór fram í Hæstarétti í gær. Innlent 29. september 2011 04:00
Réttað yfir Gunnari í Hæstarétti Málflutningur í máli ákæruvaldsins gegn Gunnari Rúnari Sigurþórssyni fór fram í Hæstarétti Íslands í morgun. Gunnar Rúnar var fundinn sekur í Héraðsdómi Reykjaness í mars síðastliðnum um að hafa banað Hannesi Þór Helgasyni. Hann var hins vegar sýknaður af kröfu um refsingu vegna svæsins geðrofs og gert að sæta vistun á viðeigandi stofnun. Hvorki aðstandendur Hannesar Þórs né ákæruvaldið sættu sig við þessa niðurstöðu héraðsdóms og saksóknari tók þá ákvörðun að málinu yrði áfrýjað til Hæstaréttar. Innlent 28. september 2011 09:54
44 ár að skipta upp dánarbúi Hæstiréttur féllst á að skipa nýja skiptastjóra yfir búi Sigurðar Kristjáns Hjaltested, sem andaðist 13. nóvember 1966, en meðal erfingja voru faðir Þorsteins Hjaltesteds, sem var skattakóngur í ár. Búið hefur því legið óskipt í 44 ár. Viðskipti innlent 24. ágúst 2011 20:30
Klúr fúkyrði um kvenkyns eftirmann ekki lögbrot Ríkissaksóknari telur að meint ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar, varasaksóknara í Landsdómi, um Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, setts saksóknara efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, varði ekki við lög. Því beri hvorki Ríkissaksóknara né lögreglustjóra höfuðborgarsvæðinu að aðhafast í máli hennar. Þetta kemur fram í úrskurði Ríkissaksóknara frá því í gær. Innlent 11. mars 2011 14:18
Dómari ákvað með klukkutíma fyrirvara að dæma Gunnar Rúnar í dag Fjölskylda og aðstandendur Hannesar Þórs Helgasonar sem myrtur var á síðasta ári gagnrýna harðlega í yfirlýsingu að hafa ekki fengið að vita það með nokkrum fyrirvara að til stæði að dæma morðingja Hannesar í morgun. Í svari frá dómstólnum til Vísis segir að ákvörðunin um að fella dóminn í dag hafi ekki verið tekin fyrr en í morgun og boð þess efnis vor send út með rúmlega klukkutíma fyrirvara. Innlent 1. mars 2011 15:07
Gunnar Rúnar var haldinn amor insanus „Ég elskaði Hildi. Hún átti að vera hjá mér. Hún átti ekki að vera með honum,“ sagði Gunnar Rúnar Sigurþórsson við yfirheyrslur hjá lögreglunni í september á síðasta ári, en hann var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness til þess að vera vistaður á viðeigandi stofnun fyrir að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana. Hann var því úrskurðaður ósakhæfur. Samkvæmt mati geðlækna var Gunnar meðal annars haldinn ástaræði eða amor insanus. Innlent 1. mars 2011 11:26
Gunnar Rúnar svarar engu - víkur úr dómsal Gunnar Rúnar Sigurþórsson svarar engum spurningum við aðalmeðferð sem nú stendur yfir þar sem hann er ákærður fyrir að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana. Lögmaður Gunnars, Guðrún Sesselja Arnardóttir, tilkynnti við upphaf aðalmeðferðarinnar í morgun að hann myndi nýta sér rétt sinn til að svara engum spurningum heldur aðeins staðfesta lögregluskýrslur. Gunnar Rúnar óskaði eftir að víkja úr dómsal á meðan aðalmeðferðin stendur yfir, utan þess þegar hann staðfestir lögregluskýrslur, og var orðið við þeirri beiðni. Að þessu loknu var gert stutt hlé á þinghaldi en næst á dagskrá er skýrslutaka af geðlæknum. Innlent 7. febrúar 2011 09:46
Réttað yfir Gunnari Rúnari: Fullt út úr dyrum í héraðsdómi Aðalmeðferð fer nú fram í máli saksóknara gegn Gunnari Rúnari Sigurþórssyni sem játað hefur að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana í Hafnarfirði í ágúst í fyrra. Innlent 7. febrúar 2011 09:18
Kosning til stjórnlagaþings ógild Kosningin til stjórnlagaþings, sem fram fór í nóvember síðastliðnum, er ógild. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem tók ákvörðun í málinu í dag. Innlent 25. janúar 2011 15:10
Gunnar Rúnar er metinn ósakhæfur Niðurstaða geðrannsóknar sem Gunnar Rúnar Sigurþórsson hefur gengist undir er sú að hann sé ekki sakhæfur. Hann játaði fyrir héraðsdómi í gær að hafa banað Hannesi Þór Helgasyni í ágúst. Gæsluvarðhaldið var framlengt í gær. Innlent 20. nóvember 2010 06:30
Gunnar Rúnar ákærður fyrir manndráp: „Ég játa“ Gunnar Rúnar Sigurþórsson játaði í dómssal að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana. Gunnari Rúnari var birt ákæran fyrir stundi í Héraðsdómi Reykjanesi. Spurður um afstöðu hans til ákæruatriða sagði hann: „Ég játa.“ Innlent 19. nóvember 2010 13:52
Geymdi dópfé í bankahólfi pabba Tveir af mönnunum fimm sem voru í morgun dæmdir fyrir umsvifamikinn innflutning af kókaíni frá Spáni til Íslands voru einnig dæmdir fyrir peningaþvætti vegna sölu fíkniefna. Innlent 23. júlí 2010 20:12
Kókaínmálið: Lagði 3 milljónir inn á reikning Íslendings á Spáni Einn af sakborningunum í kókaínmálinu staðfesti fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að hann hefði haft samband við Sverri Þór Gunnarsson á Spáni. Sverrir var á upphafsstigum málsins talinn hafa staðið að kaupum efnisins á Spáni og er eftirlýstur af Europol. Innlent 15. júlí 2010 11:50
Laus allra mála eftir 11 mánaða rannsókn Lögregla hefur fellt niður að fullu mál á hendur Sigurði Hilmari Ólasyni, sem handtekinn var í fyrrasumar grunaður um að tengjast einu stærsta fíkniefnamáli sem komið hefur upp í heiminum. Innlent 20. maí 2010 06:00
Bókari dæmdur til þess að greiða 28 milljónir til baka Fyrrverandi bókari og gjaldkeri húsnæðissamvinnufélagsins Búseta var dæmdur í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur til þess að greiða til baka 28 milljónir til Búseta sem hann dró að sér. Bókarinn, sem heitir Jón Jóhannesson, starfaði í 16 ár hjá félaginu áður en upp komst um fjárdráttinn. Innlent 14. maí 2010 17:56
Meintur svikahrappur áfram í gæsluvarðhaldi Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem er grunaður um að hafa svikið um 300 milljónir króna út úr 90 einstaklingum. Innlent 14. maí 2010 16:47
Ingólfur færður til yfirheyrslu eftir næturvist hjá lögreglunni Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hefur verið færður til yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara. Innlent 11. maí 2010 13:45
Embætti sérstaks saksóknara þögult sem gröfin Björn Þorvaldsson, fulltrúi sérstaks saksóknara, segist ekki staðfesta neitt varðandi handtökur Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi og Steingríms Kárason, framkvæmdastjóra áhættustýringar bankans. Innlent 11. maí 2010 12:21
Ellefu ákærðir fyrir að skipta við Miðbaugsmaddömuna Ríkissaksóknari hefur gefið út ellefu ákærur á jafn marga einstaklinga sem greiddu eða reyndu að greiða fyrir vændi á tímabilinu október til desember á síðasta ári. Innlent 10. maí 2010 15:48
Síminn stefnir Samkeppniseftirlitinu vegna húsleitar Síminn hf. sakar símafyrirtækið Þekkingu, sem á í samkeppni við Símann á upplýsingatæknimarkaði, um að hafa afritað tölvugögn Símans og Skipta við húsleit sem Samkeppniseftirlitið framkvæmdi í síðustu viku. Þar á Þekking að hafa starfað sem undirverktaki. Innlent 27. apríl 2010 15:40
Mikið um þjófnaði á Akranesi 6 þjófnaðir voru tilkynntir til lögreglunnar á Akranesi í síðustu viku. Innlent 19. apríl 2010 15:11
Tveir fluttir á spítala eftir árekstur Tveir einstaklingar voru fluttir á spítala eftir árekstur upp í Gerðubergi fyrir stundu. Slökkviliðið mætti á vettvang í en í fyrstu var talið að það þyrfti að klippa þá út úr bílunum. Það reyndist þó ekki nauðsynlegt. Innlent 14. apríl 2010 17:23
Ógnaði með sprautunál Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir þjófnaði og rán. Innlent 14. apríl 2010 04:30
Kókaínsmygl og peningaþvætti Tveir karlmenn og tvær konur hafa verið ákærð fyrir fíkniefnasmygl, peningaþvætti og sölu fíkniefna. Hinir ákærðu eru íslensk, karl og kona, svo og par af erlendu bergi brotið. Innlent 14. apríl 2010 03:00
Gæsluvarðhald fyrir fíkniefnasmygl Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. apríl fyrir að smygla tæplega fjórum kílóum af amfetamíni til Íslands í janúar en Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms í dag. Innlent 13. apríl 2010 17:12
Hótuðu ofbeldi Rúmlega tvítugur maður hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi, þar af sjö á skilorði, fyrir húsbrot, hótanir og rán. Félagi hans var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og sá þriðji var dæmdur til að greiða 80 þúsund króna sekt. Þrír til sem ákærðir voru í málinu, voru sýknaðir. Innlent 13. apríl 2010 02:00
Íkveikja á Litla Hrauni Lögreglan á Selfossi rannsakar meinta íkveikja í fangaklefa á Litla-Hrauni í lok síðustu viku. Þar voru tveir menn saman í klefa þegar eldur kom þar upp. Fangaverðir náðu með snarræði að slökkva eldinn. Innlent 13. apríl 2010 02:00