Áhorfandinn sem sparkaði í Ramsdale ákærður fyrir líkamsárás Stuðningsmaður Tottenham sem gerði sér ferð að endalínu vallarins til þess eins að sparka í Aaron Ramsdale, markvörð Arsenal, eftir tap Tottenham í Lundúnaslagnum síðastliðinn sunnudag hefur verið ákærður fyrir líkamsárás. Enski boltinn 17. janúar 2023 20:30
Íslandsvinurinn Ratcliffe ætlar sér að eignast Manchester United INEOS, fyrirtæki breska milljarðamæringsins og Íslandsvinarins Sir Jim Ratcliffe, hefur formlega verið skráð sem áhugasamur kaupandi enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United. Enski boltinn 17. janúar 2023 18:23
Kompany slær Jóhanni Berg gullhamra Vincent Kompany, knattspyrnustjóri Burnley, nýtur þess út í ystu æsar að vinna með Jóhanni Berg Guðmundssyni. Enski boltinn 17. janúar 2023 16:00
„Fer ekki nema einhver segi mér að fara“ Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, ætlar ekki að hætta hjá félaginu nema honum verði gert að gera það. Enski boltinn 17. janúar 2023 12:30
Góðar fréttir fyrir Arsenal en slæmar fréttir fyrir Liverpool Ofurtölvan fræga hefur nú spáð fyrir um lokastöðuna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta út frá því hvernig hún telur að seinni hluti tímabilsins muni spilast. Enski boltinn 17. janúar 2023 09:01
Myndband úr stúkunni þegar stuðningsmaður Spurs sparkaði í Ramsdale Stuðningsmaður Tottenham sem sparkaði í markmann Arsenal í leikslok á derby-slag Tottenham og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni er væntanlega á leiðinni í lífstíðarbann frá leikjum Tottenham liðsins. Enski boltinn 16. janúar 2023 17:01
Stór hluti af Mudryk-peningunum fer til úkraínska hersins Forseti Shakhtar Donetsk, Rinat Akhmetov, hefur greint frá því að stór hluti upphæðarinnar sem félagið fékk frá Chelsea fyrir Mykhalo Mudryk renni til úkraínska hersins og hans baráttu hans við innrásarlið Rússa. Enski boltinn 16. janúar 2023 14:01
Hefði Bruno getað skorað markið umdeilda án Rashford? Jöfnunarmark Bruno Fernandes fyrir Manchester United í leiknum gegn Manchester City á laugardaginn var mjög umdeilt. Á Twitter er nú hægt að sjá hvernig atburðarásin hefði litið út án Marcus Rashford. Enski boltinn 16. janúar 2023 07:30
Neville segir að Arsenal endi ekki sem meistarar Arsenal er með átta stiga forskot í ensku úrvalsdeildinni nú þegar mótið er um það bil hálfnað. Gary Neville er á því að Arsenal muni fatast flugið og enda fyrir neðan bæði liðin frá Manchester. Enski boltinn 15. janúar 2023 23:16
Dagný í liði West Ham sem tapaði fyrir Manchester City Dagný Brynjarsdóttir lék allan leikinn í liði West Ham sem beið lægri hlut á heimavelli gegn Manchester City í dag. West Ham er í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Fótbolti 15. janúar 2023 21:42
Viðræður Gerrard og pólska knattspyrnusambandsins halda áfram Steven Gerrard gæti orðið næsti knattspyrnustjóri Póllands en viðræður hafa staðið yfir á milli hans og pólska knattspyrnusambandsins. Fótbolti 15. janúar 2023 20:31
Stuðningsmaður Tottenham sparkaði í Aaron Ramsdale eftir leik Stuðningsmaður Tottenham hljóp að vellinum að loknum leik liðsins við Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag og sparkaði í Aaron Ramsdale markvörð Arsenal. Enski boltinn 15. janúar 2023 18:57
Arsenal með átta stiga forskot eftir sigur í grannaslagnum Arsenal er komið með átta stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa lagt nágranna sína í Tottenham 2-0 á útivelli í dag. Enski boltinn 15. janúar 2023 18:25
Mudryk búinn að semja við Chelsea til ársins 2031 Chelsea staðfesti í dag kaupin á Mykhailo Mudryk og var hann kynntur fyrir stuðningsmönnum liðsins í hálfleik í leiknum gegn Crystal Palace í dag. Mudryk er fimmti leikmaðurinn sem Chelsea kaupir í janúar. Enski boltinn 15. janúar 2023 17:44
Manchester United valtaði yfir Liverpool María Þórisdóttir kom inná sem varamaður á 70. mínútu þegar lið hennar, Manchester United, sigraði Liverpool með sex mörkum gegn engu í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta kvenna í dag. Fótbolti 15. janúar 2023 16:20
Kærkominn sigur hjá Chelesa - Gott gengi Newcastle heldur áfram Leikmenn Chelsea veittu Graham Potter, knattspyrnustjóra liðsins, andrými með því að leggja Crystal Palace að velli með einu marki gegn engu í 19. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta karla í dag. Fótbolti 15. janúar 2023 16:04
Afar kærkominn sigur hjá Chelesa | Gott gengi Newcastle heldur áfram Leikmenn Chelsea veittu Graham Potter, knattspyrnustjóra liðsins, andrými með því að leggja Crystal Palace að velli með einu marki gegn engu í 19. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta karla í dag. Enski boltinn 15. janúar 2023 16:04
Liverpool gæti flýtt kaupum á Neves til þess að hressa upp á miðjuna Forráðamenn enska fótboltafélagsins Liverpool leiða hugann að því að festa kaup á portúgalska miðvallarleikmanninum Ruben Neves í janúarglugganum til þess að ferskja upp á miðjuspilið hjá liðinu. Fótbolti 15. janúar 2023 12:58
Arsenal beinir sjónum sínum að Raphinha Edu Gaspar, yfirmaður knattspyrnumála hjá Arsenal, hefur haft sambandið við Dece, umboðsmann brasilíska framherjans Raphinha, sem er á mála hjá Barcelona, með vistaskipti leikmannsins í huga. Fótbolti 15. janúar 2023 10:03
Mudryk á leið í læknisskoðun hjá Chelsea Úkraínski landsliðsframherjinn í fótbolta Mykhailo Mudryk mun samkvæmt enskum fjölmiðlum undirgangast læknisskoðun hjá Chelsea í London í dag. Fótbolti 15. janúar 2023 09:28
„Hræðilegt á að horfa“ Jurgen Klopp man ekki eftir verri leik hjá Liverpool undir hans stjórn en í 3-0 tapleiknum gegn Brighton í gær. Lið Liverpool var yfirspilað löngum köflum í leiknum í gær. Enski boltinn 15. janúar 2023 08:00
Frábært gengi Brentford heldur áfram Brentford er komið uppfyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Bournemouth í kvöld. Liðið er taplaust eftir að deildin hófst á nýjan leik eftir hlé. Fótbolti 14. janúar 2023 20:01
Mudryk að skrifa undir hjá Chelsea Mykhailo Mudryk er á leið til Chelsea en félögin hafa bæði tjáð sig á Twitter um félagaskiptin. Arsenal hefur lengi verið á eftir Úkraínumanninum efnilega en heltist úr lestinni í gær. Enski boltinn 14. janúar 2023 19:30
Jóhann Berg spilaði seinni hálfleikinn í sigri Burnley Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á í hálfleik þegar topplið Burnley vann 1-0 sigur á Coventry í ensku Championship deildinni í knattspyrnu í dag. Enski boltinn 14. janúar 2023 17:03
Enn syrtir í álinn hjá Everton Everton tapaði enn einum leiknum í ensku úrvalsdeildinni í dag en liðið er án sigurs í síðustu sjö deildarleikjum. Nottingham Forest og Wolves unnu góða heimasigra. Enski boltinn 14. janúar 2023 16:55
Liverpool teknir í kennslustund í Brighton Brighton & Hove Albion vann afar öruggan þriggja marka sigur á Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag og lyfti sér þar með upp fyrir Liverpool í töflunni. Enski boltinn 14. janúar 2023 16:50
„Rashford hafði truflandi áhrif á varnarlínuna“ Pep Guardiola, stjóri Man City, var auðmjúkur í viðtali eftir að hafa séð lið sitt tapa nágrannaslagnum gegn Man Utd í ensku úrvalsdeildinni í dag. Enski boltinn 14. janúar 2023 15:03
Manchester borg er rauð eftir magnaða endurkomu Orrustan um Manchester borg stóð undir væntinum á Old Trafford í dag þegar Man Utd fékk Man City í heimsókn í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 14. janúar 2023 14:28
Man United skuldar öðrum félögum rúmlega 53 milljarða króna Fjárhagsstaða enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United hefur verið til umfjöllunar nýverið eftir að félagið leyfði Cristiano Ronaldo að fara frítt og ákvað að fylla skarðið sem hann skyldi eftir sig með lánsmanni frá Besiktas í Tyrklandi en er í eigu B-deildarliðs Burnley. Enski boltinn 14. janúar 2023 08:01
Rauða spjaldið sem Félix fékk kostar Chelsea 209 milljónir króna Rauða spjaldið sem Joao Félix fékk í sínum fyrsta leik fyrir Chelsea reyndist ekki bara dýrt innan vallar heldur tekur það einnig í buddu félagsins. Enski boltinn 13. janúar 2023 16:30