Flóttamenn

Flóttamenn

Fréttir af málefnum flóttamanna.

Fréttamynd

Vilja að Afríkuríkin leggi meira af mörkum varðandi flóttamannavandann

Leiðtogafundur Evrópuríkja og Afríkuríkja hefst á Möltu í dag þar sem flóttamannastraumurinn til Evrópu verður ræddur. Sky News greina frá því að Evrópuþjóðirnar ætli að bjóða Afríkuríkjum aðgang að sjóði upp á tæpa tvo milljarða evra, fáist þeir til gera sitt til að draga úr straumi flóttamanna og gera meira meira í málefnum þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Beittu táragasi á Jólaeyju

Lögreglumenn á Jólaeyju, þar sem Ástralar hafa komið upp fangabúðum fyrir ólöglega innflytjendur, beitti táragasi til að berja niður uppreisn sem þar hefur geisað síðustu daga.

Erlent
Fréttamynd

Voru á vergangi í Grikklandi

Wael Aliyadah og Feryal Aldahash voru nauðbeygð til að sækja um hæli í Grikklandi. Aðbúnaður þar var slæmur og oft var fjölskyldan á vergangi. Þau flúðu til Íslands til að tryggja öryggi dætra sinna, Jönu og Joulu.

Innlent
Fréttamynd

Hálfs árs bið eftir niðurstöðu kærunefndar útlendingamála

"Ég get því miður ekki gefið upplýsingar um einstök mál. Mér sýnist að eins og er sé um 5-6 mánaða bið eftir niðurstöðu á hælismálum hjá okkur frá því að gögn um kæruna berast okkur,“ segir Hjörtur Bragi Sverrisson, formaður kærunefndar útlendingamála.

Innlent
Fréttamynd

Hælisleitendur fá ekki gjafsókn

Lögmaður segir yfirvöld hafa breytt stefnu sinni án þess að kynna það formlega og neiti hælisleitendum um gjafsókn í dómsmálum. Gríðarlega alvarlegt sé að minnihlutahópur sé útilokaður frá dómstólum.

Innlent
Fréttamynd

Segir spítalalekann ótrúlegt óhæfuverk

„Maður hefði haldið að enginn trúnaður væri eins mikilvægur og trúnaður á milli þeirra sem sækja þjónustu hjá Landspítalanum eða öðrum stofnunum sem halda utan um heilbrigði landsmanna og þessara stofnana,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, í óundirbúinni fyrirspurn til Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra á Alþingi í gær.

Innlent
Fréttamynd

Ræða að flytja hundruð þúsunda flóttamanna frá Evrópu

Í leynilegum gögnum sem innanríkisráðherrar Evrópusambandsins ræða á morgun er skýrt kveðið á um að ríki ESB verði að vísi margfalt fleiri flóttamönnum úr landi. Það skuli gert með valdi og tryggja verður að flóttamenn hverfi ekki áður en slíkt kemst til framkvæmda.

Erlent
Fréttamynd

Leki í rannsókn innanhúss hjá Landspítala

Félagsráðgjafi á Landspítalanum lak persónuupplýsingum um víetnömsk hjón til Útlendingastofnunar, en hjónin leituðu til ráðgjafans eftir að þeim barst tæplega 300 þúsund króna reikningur eftir fæðingu dóttur þeirra. Málið er í rannsókn innanhúss á Landspítalanum.

Innlent
Fréttamynd

Langflestar tilkynningar vegna vanrækslu barna

Langflestar tilkynningar til Barnaverndar á árinu eru vegna vanrækslu barna. Um 60 prósent tilkynninga eru aldrei rannsökuð. Dæmi um tilkynningar eru allt frá því að barn er sent eitt út í búð eftir mjólk yfir í stórfellda vanrækslu um foreldra sem sinna ekki grunnþörfum barna.

Innlent
Fréttamynd

Víetnömsku hjónin fá dvalarleyfi

Víetnömsk hjón, sem Útlendingastofnun óskaði eftir að lögregla rannsakaði vegna gruns um málamyndahjúskap, hafa fengið dvalarleyfi hér á landi. Þau kærðu Landspítalann í dag vegna leka á persónuupplýsingum til Útlendingastofnunar. Forstjóri persónuverndar segir slíka leka vera mannréttindabrot.

Innlent