Hugðust breyta MÍ vegna kulda á Akureyri en urðu að hætta við Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fer fram á Akureyri um helgina. Vegna kuldaspár á sunnudag stóð til að allt mótið færi fram á morgun en stjórn Frjálsíþróttasambandsins varð að draga þá ákvörðun til baka. Sport 11. júní 2021 13:01
Ekki bara fljótasta mamma allra tíma heldur einnig sú næstfljótasta í sögunni Hin jamaíska Shelly-Ann Fraser-Pryce er í frábæru formi í aðdraganda Ólympíuleikanna í Tókýó og það sýndi hún heldur betur um helgina. Sport 7. júní 2021 10:30
Hin hollenska Hassan setti heimsmet á heimavelli Sif Hassan sló í dag heimsmetið í 10.000 metra hlaupi kvenna. Mót fer fram á heimavelli Hassan í Hengelo í Hollandi. Sport 6. júní 2021 17:01
Óttast það að þurfa að velja á milli Ólympíuleikanna og barnsins síns Erlendir áhorfendur eru bannaðir á Ólympíuleikunum í Tókýó og það skapar meðal annars vandamál fyrir íþróttakonur með kornabörn. Ein af þeim er maraþonhlauparinn Aliphine Tuliamuk. Sport 25. maí 2021 11:30
Tvöfaldur Ólympíumeistari sleit hásin rétt fyrir Ólympíuleikana Margfaldur Ólympíu- og heimsmeistari missir af Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar eftir að hafa meiðst illa í vikunni. Sport 21. maí 2021 09:01
Erna Sóley bætti eigið Íslandsmet í kvöld Erna Sóley Gunnarsdóttir bætti í kvöld eigið Íslandsmet í kúluvarpi kvenna. Sport 16. maí 2021 23:31
Hlynur heldur áfram að bæta Íslandsmetin Frjálsíþróttamaðurinn Hlynur Andrésson heldur áfram að skrifa Íslandssöguna í langhlaupum. Hlynur sett enn eitt Íslandsmetið í gær þegar hann keppti á Harry Schulting leikunum í Hollandi. Sport 14. maí 2021 09:23
Ásdís Hjálmsdóttir er nýr formaður íþróttamannanefndar ÍSÍ Ný Íþróttamannanefnd ÍSÍ hefur verið kosin og nefndin valdi sér nýjan formann á fyrsta fundi sínum á dögunum. Sport 7. maí 2021 10:30
Baldvin Þór sló 39 ára gamalt Íslandsmet Baldvin Þór Magnússon sló í gær 39 ára gamalt Íslandsmet í 1500 m hlaupi utanhúss þegar hann hljóp á Rick Erdmann Twilight mótinu í Richmond Kentucky. Baldvin hljóp vegalengdina á 3:40,74 mín, sem er tæplega sekúndu betri tími en gamla metið. Sport 18. apríl 2021 10:30
Nýtt Íslandsmet í kúluvarpi Erna Sóley Gunnarsdóttir eignaði sér Íslandsmetið í kúluvarpi utanhúss á móti í Bandaríkjunum í gærnótt. Sport 11. apríl 2021 22:16
Þjálfari fékk íþróttakonur til að senda sér yfir þrjú hundruð nektarmyndir Fyrrverandi frjálsíþróttaþjálfari hjá Northeastern háskólanum, Steve Waithe, var handtekinn og ákærður í gær fyrir að hafa undir höndum fjölmargar nektarmyndir af íþróttakonum. Sport 8. apríl 2021 12:00
Ný stuttmynd frá Flóttamannastofnun um gildi íþrótta fyrir flóttafólk Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna frumsýnir nýja stuttmynd um sögu ungrar flóttakonu sem keppir á Ólympíuleikum. Heimsmarkmiðin 6. apríl 2021 10:52
Elísabet bætti Íslandsmetið í sleggjukasti Elísabet Rut Rúnarsdóttir sló í dag Íslandsmetið í sleggjukasti á vetrarkastmóti sem fór fram í Laugardalnum. Sport 2. apríl 2021 17:52
Rosalegt keppnisskap Hlyns: „Hann drap sig hreinlega á hverri einustu æfingu“ „Þetta er rosalegt hlaup hjá honum og bara flott hjá honum að leggja allt undir,“ segir Kári Steinn Karlsson um fyrsta maraþonhlaup Hlyns Andréssonar. Hlynur sló í hlaupinu tæplega tíu ára gamalt Íslandsmet Kára. Sport 22. mars 2021 13:29
Á nú sjö gildandi Íslandsmet Hlynur Andrésson byrjaði maraþonferil sinn með því að bæta Íslandsmetið og það með glæsibrag. Sport 22. mars 2021 10:31
Hlynur Andrésson með nýtt Íslandsmet í maraþoni í fyrstu tilraun Vestmanneyingurinn Hlynur Andrésson hljóp sitt fyrsta heila maraþon á ferlinum í dag. Hlynur setti nýtt Íslandsmet þegar hann hljóp á 2 klukkustundum 13 mínútum og 37 sekúndum, en það er þrem mínútum og 35 sekúndum betri tími en gamla metið. Sport 21. mars 2021 14:10
Guðbjörg Jóna og Kolbeinn Höður unnu stærstu afrekin á Íslandsmótinu ÍR-ingar urðu Íslandsmeistarar á Meistaramóti Íslands innanhúss sem fram fór í Laugardalshöllinni um helgina. Sport 15. mars 2021 15:30
„Furðulega góður tími“ eftir krabbameinsmeðferð „Ég ætla að ná toppstandi aftur en það tekur tíma,“ segir Skagfirðingurinn Jóhann Björn Sigurbjörnsson, einn fremsti spretthlaupari þjóðarinnar, í viðtali við RÚV. Hann sneri aftur til keppni um helgina eftir lyfjameðferð vegna eitlakrabbameins. Sport 15. mars 2021 08:00
„Það eina sem ég get gert er að horfa jákvæðum augum á þetta“ Veður hefur sett strik í reikninginn hjá Hlyni Andréssyni sem sett hefur sér það stóra markmið að komast á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar með sínu fyrsta maraþonhlaupi. Sport 12. mars 2021 12:02
„Gleymist hvað þetta bitnar á mörgum“ Spretthlauparinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir segir að frjálsíþróttafólk í Reykjavík hafi enn ekki fengið að heyra neinar, ásættanlegar lausnir vegna þeirra sex vikna sem Laugardalshöllin verður lokuð vegna rafíþróttamóts. Hún óttast áhrifin á ólympíudraum sinn og brottfall hjá krökkunum sem hún þjálfar. Sport 5. mars 2021 11:00
„Ein mesta vanvirðing við frjálsar íþróttir sem ég hef orðið vitni að“ Borgarstjóri, Íslandsstofa og Rafíþróttasamtök Íslands ættu að skammast sín, segir Ólympíufarinn Ásdís Hjálmsdóttir Annerud. Hún harmar að reykvískt frjálsíþróttafólk missi aðstöðu sína í einn og hálfan mánuð vegna stórs rafíþróttamóts í vor. Sport 5. mars 2021 07:00
Úthýst vegna rafíþróttamóts: „Brýtur mann svolítið mikið niður“ Frjálsíþróttafólk í Reykjavík, sem sumt hefur Ólympíuleikana í Tókýó í sigtinu, missir einu viðunandi aðstöðu sína til æfinga í borginni í sex vikur í vor vegna stórs rafíþróttamóts í Laugardalshöll. Sport 3. mars 2021 11:01
Ætlar frekar að sleppa Ólympíuleikunum en að láta bólusetja sig Jamaíski spretthlauparinn Yohan Blake segir að hann myndi frekar sleppa Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar en að fara í bólusetningu fyrir kórónuveirunni. Sport 2. mars 2021 17:01
Guðbjörg bætti eigið Íslandsmet Hin tvítuga Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir setti í dag nýtt Íslandsmet í 60 metra hlaupi innanhúss á MÍ 15 til 22 ára innanhúss. Sport 26. febrúar 2021 19:46
Sló 27 ára gamalt heimsmet í grindahlaupi: „Þeir lugu fyrst að mér“ Bandaríski spretthlauparinn Grant Holloway náði sögulegu hlaupi á heimsmótaröð innanhúss, World Indoor Tour, í Madrid í gær. Sport 25. febrúar 2021 10:31
Var búin að gera fjögur ógild köst í röð áður en hún náði risakastinu Íslenski kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir byrjaði tímabilið á frábæru og sögulegu kasti um síðustu helgi. Sport 24. febrúar 2021 16:00
Erna með risabætingu á Íslandsmetinu sínu Mosfellsbæringurinn og kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir var heldur betur í stuði í Birmingham í Alabama fylki í Bandaríkjunum í gær. Sport 22. febrúar 2021 12:16
Sigurbjörn Árni ætlar sér að sigrast á krabbameininu Skólameistarinn og íþróttalýsandinn Sigurbjörn Árni Arngrímsson greindist með fjórða stigs sortuæxli á miðvikudaginn og hefur hafið lyfjameðferð. Hann segist stefna á að komast í hóp þeirra sem losna við meinið og segir óþarfi að fólk drífi sig í heimsókn þar sem hann telji ólíklegt að hann deyi á næstunni. Innlent 19. febrúar 2021 23:00
Þróttur rýmir fyrir þjóðarleikvangi en fær stórt fótboltasvæði og íþróttahús Knattspyrnufélagið Þróttur og Reykjavíkurborg hafa komist að samkomulagi um það hvernig uppbyggingu aðstöðu fyrir félagið í Laugardal verður háttað. Þróttarar fá samkvæmt því meðal annars tvo nýja gervigrasvelli og nýtt íþróttahús en gefa eftir svæði sem hugmyndir hafa verið uppi um að nýta fyrir þjóðarhöll- og leikvang. Sport 19. febrúar 2021 14:01
Ásdís fórnaði Ólympíuleikunum fyrir móðurhlutverkið Ásdís Hjálmsdóttir Annerud keppir ekki á Ólympíuleikunum í Tókýó en hefur ástæðu til að fagna öðrum sigri á sama tíma og leikarnir fara fram. Sport 11. febrúar 2021 08:01