Steph Curry vann golfmót með því að fá örn á átjándu Körfuboltamaðurinn Stephen Curry fangaði sigri á American Century Championship golfmótinu um helgina en mótið er góðgerðamót þar sem taka þátt stjörnur úr öðrum íþróttum. Golf 17. júlí 2023 16:31
Steph Curry fór holu í höggi á stjörnugolfmóti Körfuboltamaðurinn Steph Curry sýndi það og sannaði í gær að hann er ekki bara góð skytta á körfuboltavellinum. Golf 16. júlí 2023 07:00
Axel fór með sigur af hólmi í holukeppni í Svíþjóð Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr GK, fór með sigur af hólmi á Swedish Matchplay Championship-mótinu sem leikið var í Skövde í Svíþjóð í dag. Golf 14. júlí 2023 18:01
Dagbjartur fór holu í höggi í Slóvakíu Dagbjartur Sigurbrandsson, landsliðskylfingur fór holu í höggi þegar hann sló inn á 16. braut á Green Resort Hrubá Borša golfvellinum í Slóvakíu en þar keppir hann með íslenska landsliðinu á Evrópumóti landsliða þessa dagana. Golf 14. júlí 2023 17:48
Myndi frekar hætta en að spila LIV-golf Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy hefur aldrei reynt að fela tilfinningar sínar í garð sádiarabísku LIV-mótaraðarinnar í golfi og segir að ef það væri eini staðurinn í heiminum þar sem enn væri hægt að spila golf myndi hann frekar hætta en að taka þátt. Golf 13. júlí 2023 22:31
Golfstjörnur keyptu sig inn í Leeds United Bandarísku stjörnugolfararnir Jordan Spieth og Justin Thomas eru nú báðir í fjárfestingahópnum sem er að eignast enska úrvalsdeildarfélagið Leeds United. Enski boltinn 13. júlí 2023 08:45
Kylfingar fengu kjánahroll og stólpagrín gert á samfélagsmiðlum Golfmót á sádísku LIV-mótaröðinni fór af stað með furðulegum hætti í Lundúnum í fyrradag. Fólk sem leit út fyrir að vera starfsfólk mótsins steig dans. Golf 9. júlí 2023 10:02
Eldri kylfingar sem hunsuðu dómara lausir úr banni Tveir eldri kylfingar sem hunsuðu úrskurð dómara á Íslandsmóti á Akureyri fengu keppnisbann sem þeir voru dæmdir í stytt fyrir áfrýjunardómstóli. Þeim er því frjálst að skrá sig í Íslandsmótið í ár sem fer fram um næstu helgi. Golf 7. júlí 2023 15:01
Dæmd úr leik fyrir að nota fjarlægðarmæli Kylfingur var dæmdur úr leik á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi af ansi sérstakri ástæðu. Golf 7. júlí 2023 10:30
„Kjánalegt“ ef evrópska liðið hunsar kylfinga sem völdu LIV-mótaröðina Graeme McDowell, fyrrverandi varafyrirliði Evrópuliðsins í Ryder-bikarnum, segir að Evrópumótaröðin, DP World Tour, muni líta kjánalega út ef þeir kylfingar sem skiptu yfir á sádiarabísku LIV-mótaröðina komi ekki til greina í liðið fyrir Ryder-bikarinn í september. Golf 5. júlí 2023 22:31
Komin sjö mánuði á leið á risamóti í golfi Amy Olson hlakkar til að skapa ógleymanlegar minningar á US Open risamótinu í golfi en hún mun spila á mótinu þrátt fyrir að vera ólétt og komin sjö mánuði á leið. Golf 4. júlí 2023 15:31
Vel heppnað golfmót FM957 Árlegt golfmót FM957 var haldið síðasta föstudag á Hamarsvellinum, skammt fyrir utan Borgarnes. Lífið samstarf 4. júlí 2023 13:09
Hola í höggi og níu pílna leikur: „Ég hlýt að vera einn af mjög fáum“ Flesta golfara dreymir um að fara holu í höggi og flesta píluspilara dreymir um að klára legg í níu pílum. Fæstum tekst þó að afreka þessa hluti, en Guðmundur Valur Sigurðsson, eða Valur eins og hann er oftast kallaður, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 7. braut Húsatóftavallar, aðeins örfáum vikum eftir að hann kláraði legg í níu pílum er hann spilaði á pílustaðnum Bullsey. Golf 1. júlí 2023 09:31
Dagskráin í dag: Besta deildin og golf Besta deild kvenna í knattspyrnu og golf er í fyrirrúmi hjá okkur á Stöð 2 Sport í dag. Fótbolti 25. júní 2023 06:00
Hola í höggi í fyrsta sinn hjá Rory Rory McIlroy gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi í fyrsta sinn á PGA-mótaröðinni í kvöld. Hann náði högginu á Travelers Championship mótinu í Connecticut. Golf 22. júní 2023 23:01
Clark hélt McIlroy í skefjum og tryggði sér sinn fyrsta sigur á risamóti Wyndham Clark tryggði sér sigur á Opna bandaríska risamótinu í golfi, US Open, í nótt. Hann kláraði fjórða og seinasta hringinn á pari og endaði því samtals á tíu höggum undir pari, einu höggi á undan Norður-Íranum Rory McIlroy sem hafnaði í öðru sæti. Golf 19. júní 2023 07:30
Fowler og Clark bítast um forystuna á US Open | Báðir 10 undir pari Það er hart barist á toppnum á US Open þar sem fjórum höggum munar á 1. og 4. sæti. Wyndham Clark og Rickie Fowler eru áfram efstir en þeir eru báðir 10 höggum undir pari. Þriðji hringurinn af fjórum var leikinn í gær þar sem Clark lék á 69 höggum en Fowler á 70. Golf 18. júní 2023 09:38
Fowler áfram í forystu á US Open Rickie Fowler er enn í forystu á US Open, 11 undir pari þegar þetta er skrifað, en hann hefur spilað átta holur af öðrum hring sínum á mótinu. Wyndham Clark og Rory McIlroy gera sig þó líklega til að ógna honum. Golf 16. júní 2023 23:36
Æsispennandi keppni á milli íslenskra golfhópa Golfarinn hefur vakið athygli áhorfenda Stöðvar 2 síðustu vikur enda margt skemmtilegt þar á seyði hjá þeim Hlyni Sigurðssyni og Ingu Lind Karlsdóttur sem höfðar jafn til hins íslenska meðalkylfings, byrjenda sem og þeirra bestu, og raunar jafnvel líka til þeirra sem alls ekki spila golf. Lífið samstarf 16. júní 2023 16:50
Stjörnukylfingar að eignast hlut í Leeds Þrír af fremstu kylfingum heims vilja eignast hlut í enska B-deildarfélaginu Leeds United. Golf 16. júní 2023 11:30
Methafarnir Fowler og Schauffele með tveggja högga forystu Þeir Ricky Fowler og Xander Schauffele eru með tveggja högga forystu eftir fyrsta hring Opna bandaríska risamótsins í golfi, US Open. Golf 16. júní 2023 09:31
128 ára met slegið tvisvar með 22 mínútna millibili á US Open Bandaríski kylfingurinn Rickie Fowler átti sannkallaðan draumahring á US Open í kvöld þegar hann fór völlinn á 62 höggum. Var þetta í fyrsta sinn í 128 ára sögu mótsins sem kylfingi tekst að klára völlinn á færri en 63 höggum. Golf 15. júní 2023 23:01
Risamót í skugga samruna: Ringulreið og ruglingur fyrir þriðja risamót tímabilsins Þriðja risamót tímabilsins fer af stað í dag þegar Opna bandaríska, US Open, fer fram á The Los Angeles Country Club's North Course-vellinum í Los Angeles um helgina. Mótið er raunar nú þegar hafið, en það er ekki mótið sjálft sem hefur stolið fyrirsögnum golfheimsins undanfarna daga, heldur óvæntur samruni PGA- og LIV-mótaraðanna. Golf 15. júní 2023 14:30
Lefty þögull sem gröfin um samrunann Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson hefur ekkert viljað tjá sig um samrunann stóra í golfheiminum. Golf 15. júní 2023 13:00
Yfirmaður PGA stígur tímabundið til hliðar Jay Monahan, yfirmaður PGA-mótaraðarinnar í golfi, hefur látið daglegan rekstur mótaraðarinnar tímabundið í hendur sinna næstu undirmanna á meðan hann jafnar sig á veikindum. Golf 14. júní 2023 11:01
Rahm segir kylfinga svikna en Koepka nýtur ringulreiðarinnar Færustu kylfingar heims virðast kunna misvel við samruna PGA- og LIV-mótaraðarinnar í golfi. Sumir segjast ekki skilja hvað er í gangi, aðrir líkja þessu við að vera stunginn í bakið á meðan enn aðrir njóta ringulreiðarinnar í botn. Golf 14. júní 2023 09:31
Ringlaður eftir samrunann: „Enginn veit hvað er í gangi nema fjórir í heiminum“ Kylfingurinn Matt Fitzpatrick stendur á gati eftir samruna LIV- og PGA-mótaraðanna í golfi. Golf 13. júní 2023 19:31
Öldungadeild Bandaríkjaþings rannsakar samruna PGA og LIV Samruni PGA- og LIV-mótaraðanna í golfi kom eins og þruma úr heiðskýru lofti fyrir sléttri viku síðan og ráku margir upp stór augu þegar fréttir af samrunanum bárust. Nú hefur öldungadeild Bandaríkjaþings blandað sér í málið og ætlar sér að rannsaka samrunann. Golf 13. júní 2023 13:31
Öryggisvörður tæklaði vin sigurvegarans á Opna kanadíska Mikið gekk á eftir að Nick Taylor vann Opna kanadíska meistaramótið í golfi í gær. Vinur hans fékk fyrir ferðina. Golf 12. júní 2023 14:01
„Þetta eru risastórar fréttir“ „Þetta eru risastórar fréttir,“ segir Björn Berg Gunnarsson, um nýjustu vendingar í golfheiminum þar sem að fjárfestingasjóður Sádi-Arabíu er kominn saman í eina sæng með stærstu mótaröðum íþróttarinnar. Golf 11. júní 2023 10:03