FIFA stefnir á myndavélar inn í búningsklefum á HM í Katar Alþjóðlega knattspyrnusambandið, FIFA, er að skoða möguleika þess að hafa beinar sjónvarpsútsendingar úr búningsklefum þátttökuþjóða á heimsmeistaramótinu í Katar Fótbolti 9. júlí 2022 23:00
Gervigreind mun hjálpa dómurum á HM í fótbolta í ár Alþjóða knattspyrnusambandið hefur ákveðið að nýta sér tæknina enn betur þegar kemur að því að aðstoða dómara á heimsmeistaramótinu í Katar sem er fram í lok ársins. Fótbolti 1. júlí 2022 09:30
FIFA samþykkir stækkun leikmannahópa á HM Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur samþykkt reglubreytingu sem gerir þjóðum kleift að mæta með 26 manna leikmannahóp á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Katar í lok árs. Fótbolti 23. júní 2022 23:00
Ryan Giggs hættur sem landsliðsþjálfari Wales Ryan Giggs hefur formlega hætt störfum sem landsliðsþjálfari Wales en Giggs óttast að trufla undirbúning velska landsliðsins fyrir HM í Katar. Fótbolti 20. júní 2022 21:00
Má ekki spila á HM vegna samnings við rússneskt félagslið Pólski bakvörðurinn Maciej Rybus hefur fengið þau skilaboð að hann megi ekki spila með pólska landsliðinu á HM eftir að hann gerði samning við rússneska liðið Spartak Moskvu fyrr í mánuðinum. Fótbolti 20. júní 2022 19:01
Zidane mun ekki þjálfa PSG en langar að halda áfram í þjálfun Franska goðsögnin Zinedine Zidane verður ekki næsti þjálfari Paris Saint German. Hann hefur þó enn ástríðu fyrir fótboltanum og langar að halda áfram í þjálfun. Fótbolti 19. júní 2022 22:31
Netflix stefnir á óhefðbundna heimildarmynd á HM í Katar 2022 Bresku blöðin greindu frá því í vikunni að Netflix hygðist gera heimildarmynd um enska landsliðið á heimsmeistaramótinu í Katar í desember, frá sjónarhorni eiginkonum og kærustum leikmanna. Fótbolti 19. júní 2022 11:00
Er á leið á HM með Ástralíu eftir að hafa fæðst í flóttamannabúðum Saga Ástralans Awer Mabil er nokkuð ólík flestum þeim sem munu taka þátt á HM í fótbolta sem fram fer í Katar undir lok þessa árs. Hinn 26 ára gamli Ástrali fæddist nefnilega í flóttamannabúðum í Malí í september árið 1995. Fótbolti 16. júní 2022 10:01
Kosta Ríka seinasta þjóðin til að tryggja sér sæti á HM Kosta Ríka varð í kvöld seinasta þjóðin til að bóka farseðilinn á HM í Katar sem fram fer í lok árs er liðið vann 1-0 sigur gegn Nýja-Sjálandi í umspilsleik þjóðanna. Fótbolti 14. júní 2022 19:59
Engir stórleikir á Englandi í aðdraganda HM Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, hefur ásamt enska knattspyrnusambandinu beðið ensku úrvalsdeildina að stilla ekki upp neinum stórleik í aðdraganda heimsmeistaramótsins í Katar. Enski boltinn 14. júní 2022 07:01
Varamarkvörður Ástrala tryggði sætið á HM í Katar Ástralar verða með á HM í Katar í desember eftir sigur á Perú í vítaspyrnukeppni. Fótbolti 13. júní 2022 21:30
Southgate segir að Rashford og Sancho þurfi að sanna sig fyrir HM Gareth Southgate, landsliðseinvaldur Englands, hefur varað Marcus Rashford og Jadon Sancho, leikmenn Manchester United, við. Þurfa þeir að sýna og sanna sig ætli þeir með enska landsliðinu á HM í Katar undir lok árs. Enski boltinn 13. júní 2022 11:31
Segja að Ekvador verði hent út af HM vegna falsaðs vegabréfs Hætt er við því að Ekvador fái ekki að taka þátt á HM karla í fótbolta í Katar í vetur. Síle fái sæti liðsins þar sem ólöglegur leikmaður, með falsað ekvadorskt vegabréf, spilaði með liðinu í undankeppninni. Fótbolti 9. júní 2022 10:35
HM sem ætti að hefjast í dag | Dauðsföll, spilling og svikin loforð Ef allt væri eðlilegt myndi heimsmeistaramót karla í fótbolta hefjast í dag, enda mótið hafist annan fimmtudaginn í júní síðustu í þrjú skipti. Biðin er þó lengri í þetta skiptið, eftir umdeildasta heimsmeistaramótinu til þessa. Fótbolti 9. júní 2022 07:02
Styttan af Zidane að skalla Materazzi til sýnis á nýjan leik Eitt frægasta atvik knattspyrnusögunnar var gert ódauðlegt er það var gert að tæplega fimm metra hárri bronsstyttu sem ber nafnið „Coup de tete.“ Styttan verður til sýnis á HM karla í knattspyrnu sem fram fer í Katar undir lok þessa árs. Fótbolti 8. júní 2022 10:01
Úkraína stendur í þakkarskuld við Wales Oleksandr Petrakov, þjálfari úkraínska landsliðsins, bað þjóð sína afsökunar og segir Úkraínumenn standa í þakkarskuld við Wales á tilfinningaþrungnum fréttamannafundi eftir 1-0 tap Úkraínu í Wales í gær. Fótbolti 6. júní 2022 23:31
„Mögnuðustu úrslit í sögu Wales“ Gareth Bale var vægast sagt kampakátur eftir 1-0 sigur Wales á Úkraínu í úrslitaleik um hvort liðið færi á HM í Katar síðar á þessu ári. Bale talaði um mögnuðustu úrslit í sögu þjóðarinnar. Fótbolti 6. júní 2022 13:30
Wales á HM í fyrsta sinn í 64 ár Wales er komið á heimsmeistaramót karla í fótbolta í annað sinn í sögu landsins. Liðið vann 1-0 sigur á Úkraínu í umspilsleik um HM-sæti í Cardiff í dag. Fótbolti 5. júní 2022 17:56
Stuðningsmenn muni bera kostnaðinn af dýrasta HM sögunnar Stuðningsmenn liða sem taka þátt á HM karla í fótbolta í Katar í vetur sjá fram á gríðarlegan útlagðan kostnað. Samkvæmt úttekt breska miðilsins Telegraph getur kostað stuðningsmenn rúmlega 1,1 milljón íslenskra króna að fara á mótið. Fótbolti 3. júní 2022 16:31
Segir síðustu tíu daga hafa verið þá erfiðustu á ferlinum Andrew Robertson átti frábært tímabil með Liverpool í vetur en síðustu tíu dagar hafa verið erfiðir. Fyrst tapaði Liverpool fyrir Real Madríd í úrslitum Meistaradeildar Evrópu og svo tapaði Skotland fyrir Úkraínu í umspili um sæti á HM í Katar. Fótbolti 3. júní 2022 15:00
Úkraína er einum leik frá þátttökurétt á sínu öðru heimsmeistaramóti Í miðjum stormi gátu Úkraínumenn leyft sér að fagna í kvöld eftir 1-3 útisigur á Skotum á Hampden Park í Glasgow í undanúrslitum umspils um laust sæti á HM í Katar. Fótbolti 1. júní 2022 21:32
Argentína er álfumeistari Argentína sendi skýr skilaboð til alheimsins fyrir heimsmeistaramótið í Katar í desember með sigri í uppgjörsleik sigursælustu heimsálfanna í fótbolta, Finalissima. Argentína vann þægilegan 3-0 sigur á Evrópumeisturum Ítalíu. Fótbolti 1. júní 2022 20:45
Tárvotur Zinchenko lofaði að gera úkraínsku þjóðina stolta Úkraínski landsliðsmaðurinn Oleksandr Zinchenko brast í grát á blaðamannafundi fyrir leik liðsins gegn Skotlandi í umspili um laust sæti á HM sem fram fer í kvöld. Hann lofaði að gera úkraínsku þjóðina stolta. Fótbolti 1. júní 2022 07:01
Di Maria leggur landsliðsskóna á hilluna eftir HM Argentínski knattspyrnumaðurinn Ángel Di María ætlar sér að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir heimsmeistaramótið sem fram fer í Katar í lok þessa árs. Fótbolti 31. maí 2022 19:30
Zlatan í aðgerð og ferlinum mögulega lokið Zlatan Ibrahimovic verður frá keppni út þetta ár vegna meiðsla og mögulega er ferli þessa fertuga knattspyrnugoðs þar með lokið. Fótbolti 25. maí 2022 16:02
Konur dæma á HM karla í fyrsta skipti í sögunni Í fyrsta skipti í sögunni munu kvenkyns dómarar dæma leiki á Heimsmeistaramóti karla í fótbolta þegar mótið fer fram í Katar í nóvember og desember síðar á þessu ári. Fótbolti 20. maí 2022 07:00
HM-hótel í Katar banna samkynhneigðum að koma Nokkur af hótelunum sem taka á móti gestum á HM karla í fótbolta í Katar í lok árs banna samkynhneigðum að koma. Fjöldi þeirra gerir þá kröfu að gestir „sýni“ ekki að þeir séu samkynhneigðir. Fótbolti 12. maí 2022 08:00
Argentína og Brasilía þurfa að mætast á nýjan leik Ákveðið hefur verið að Argentína og Brasilía þurfti að mætast aftur til að fá niðurstöðu í leik liðanna í undankeppni HM karla í fótbolta. Leikurinn átti að fara fram 5. september síðastliðinn en var stöðvaður af brasilískum lögregluþjónum. Fótbolti 9. maí 2022 23:01
Segja Ekvadora hafa teflt fram Kólumbíumanni og vilja HM-sæti þeirra FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, staðfesti í dag að beiðni hefði borist frá knattspyrnusambandi Síle um rannsókn á því hvort að Ekvador hafi teflt fram ólöglegum leikmanni í undankeppni HM karla. Fótbolti 5. maí 2022 17:00
Fékk yfir vel milljarð króna fyrir treyjuna hans Maradona Keppnistreyjan hans Diego Maradona í leiknum fræga á móti Englendingum á HM í Mexíkó 1986 er seld og það fyrir metfé. Fótbolti 4. maí 2022 15:55