Skipað að sýna Infantino á öllum leikjum HM í Katar Gianni Infantino, forseti FIFA, er duglegur að koma sér í fréttirnar þessi misserin og þá helst á á neikvæðan hátt. Það er ljós að vinsældir hans eru ekki að aukast og gagnrýnin eykst dag frá degi. Fótbolti 13. janúar 2023 18:01
Þjálfari argentínska landsliðsins segir að Messi gæti spilað á HM 2026 Heimsmeistaramótið í Katar átti að vera síðasta HM hjá Lionel Messi en nú er landsliðsþjálfarinn farinn að tala um næsta mót að fjórum árum liðnum. Fótbolti 12. janúar 2023 11:31
Hásæti Pele er hér eftir á fótboltaleikvangi í Mexíkó Mexíkóska félagið Pachuca heiðraði brasilísku knattspyrnugoðsögnina Pele með sérstökum hætti í vikunni. Fótbolti 11. janúar 2023 13:01
Lloris segir að Martínez hafi gert sig að fífli Hugo Lloris, fyrrverandi fyrirliði franska fótboltalandsliðsins, hefur bæst í hóp þeirra sem hafa gagnrýnt Emiliano Martínez, markvörð heimsmeistara Argentínu. Fótbolti 11. janúar 2023 07:31
Messi hampaði eftirlíkingu úr plasti Vinsælasta ljósmynd allra tíma á Instagram er mynd af Lionel Messi þar sem hann lyftir verðlaunastyttunni eftir að Argentína varð heimsmeistari í fótbolta. Nú hefur komið í ljós að Messi var að hampa eftirlíkingu sem argentísk hjón bjuggu til fyrir keppnina. Erlent 7. janúar 2023 16:00
Henry tilbúinn að fórna milljónum til að verða landsliðsþjálfari Belga Thierry Henry vill taka við belgíska landsliðinu í fótbolta og er tilbúinn að stýra því fyrir mun lægri laun en Roberto Martínez fékk fyrir það. Fótbolti 6. janúar 2023 16:30
Segir deilu landsliðsþjálfarans og Reyna-fjölskyldunnar sorglega sápuóperu Deila Greggs Berhalter, þjálfara bandaríska karlalandsliðsins í fótbolta, og fjölskyldu landsliðsmannsins Gio Reyna er sorgleg sápuópera. Þetta segir Heather O'Reilly, fyrrverandi landsliðskona Bandaríkjanna. Fótbolti 6. janúar 2023 14:30
Foreldrar Giovanni Reyna klöguðu Berhalter eftir ummæli hans um soninn Það er alvöru sápuópera komin í gang í kringum bandaríska karlalandsliðið í knattspyrnu. Eftir yfirlýsingu þjálfarans Gregg Berhalter í morgun hafa foreldrar Giovanni Reyna nú stigið fram og sagt frá sinni hlið á málinu. Fótbolti 4. janúar 2023 22:31
Martínez borgar morðfjár fyrir varðhund Emilano Martínez heldur áfram að koma sér í fréttirnar. Markvörðurinn hefur nú borgað fúlgur fjár fyrir varðhund sem á að verja heimsmeistaramedalíuna hans. Fótbolti 2. janúar 2023 11:30
Yfir tuttugu þúsund manns hafa skorað á Julian Alvarez að hætta með kærustu sinni Julian Alvarez stendur í ströngu þessa dagana. Hann skoraði fjögur mörk fyrir heimsmeistara Argentínu á nýliðnu HM í Katar og nú hafa tugþúsundir skrifað undir áskorun þess efnis að hann eigi að slíta sambandinu við kærustu sína til fjögurra ára. Fótbolti 1. janúar 2023 23:30
„Kaíró vinstri, inn á milli eitt og tvö og svo bara upp í skeytin“ Bjarni Mark Antonsson Duffield og Ólafur Andrés Guðmundsson eru greinilega undirbúa sig nú fyrir komandi landsliðsverkefni. Bjarni Mark er í A-landsliðshóp Íslands í fótbolta á meðan Ólafur Andrés er á leiðinni á HM í handbolta. Fótbolti 31. desember 2022 11:01
Sér eftir að hafa fengið sér Messi húðflúr á ennið Fólk missti sig misvel í gleðinni eftir að Argentína varð heimsmeistari í knattspyrnu karla þann 18. desember eftir sigur á Frakklandi í mögnuðum leik. Einn stuðningsmaður Argentínu gekk svo langt að fá sér húðflúr á ennið þar sem stóð „Messi.“ Fótbolti 31. desember 2022 08:00
„Angel gæti kennt þér að gráta, koma vel fram við konur og skora í úrslitaleikjum“ Eiginkona argentínska heimsmeistarans Ángels Di María sparaði ekki stóru orðin þegar hún gagnrýndi Adil Rami, fyrrverandi leikmann franska landsliðsins. Fótbolti 29. desember 2022 10:46
Mbappé: Eyði ekki orku í slíka vitleysu Kylian Mbappé var hetja Paris Saint-Germain í fyrsta leik hans eftir vonbrigði Frakka á HM í Katar. Hann segist ekki eyða tíma í að pæla í Argentínumönnum, sem unnu Frakka í úrslitum mótsins. Fótbolti 29. desember 2022 07:31
Segir 2022 hafa verið sitt erfiðasta ár til þessa Reece James, leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea, segir árið 2022 vera eitt það erfiðasta sem hann hefur upplifað. Hann missti af HM í Katar vegna meiðsla og meiddist aftur í fyrsta leik Chelsea eftir HM pásuna. Enski boltinn 28. desember 2022 18:01
Skalf af stressi þegar hann hitti Messi Alexis Mac Allister, nýkrýndur heimsmeistari og leikmaður Brighton Hove & Albion á Englandi, vissi ekki hvernig hann átti að haga sér þegar hann mætti fyrst á landsliðsæfingar með stjörnunni Lionel Messi. Fótbolti 28. desember 2022 08:00
Sjáðu markið: Richarlison skoraði flottasta markið í Katar Síðara mark framherjans Richarlison í 2-0 sigri Brasilíu á Serbíu í fyrsta leik liðanna á HM í Katar hefur verið valið flottasta mark mótsins. Richarlison átti tvo af tíu flottustu mörkum mótsins. Fótbolti 25. desember 2022 14:01
Tíu leikmenn sem hækkuðu verulega í verði á HM Það eru alltaf nokkrir leikmenn sem koma skemmtilega á óvart á stórmótum í fótbolta. Þá eru að sama skapi nokkrir leikmenn sem eru eftirsóttir en spila það vel að þeir hækka verulega í verði. Hér að neðan má sjá hvaða tíu leikmenn hækkuðu hvað mest í verði á HM í Katar sem lauk þann 18. desember síðastliðinn með því að Lionel Messi varð loks heimsmeistari. Fótbolti 24. desember 2022 18:00
Netverjar hlæja að hornspyrnu forseta FIFA Gianni Infantino, forseti FIFA, er óvinsæll og veit af því. Hann varð að banna að sýna sig á stóra skjánum á leikjunum á HM vegna þess að það var alltaf púað svo mikið. Fótbolti 23. desember 2022 17:01
Mætti bókstaflega með geit í argentínska búningnum Lionel Messi er orðinn „geitin“ í fótboltasögunni augum mjög margra eftir að hann leiddi argentínska landsliðið til heimsmeistaratitilsins um síðustu helgi. Fótbolti 23. desember 2022 15:45
Ræða að setja Messi á peningaseðil í Argentínu Það er allt á öðrum endanum í Argentínu eftir heimsmeistaratitil fótboltalandsliðsins og Lionel Messi er fyrir löngu kominn í guðatölu í landinu. Fótbolti 23. desember 2022 10:01
Frakkar sendu kvörtunarbréf vegna Martínez Franska knattspyrnusambandið hefur kvartað formlega undan Emiliano Martínez, markverði Argentínu, vegna háttsemi hans eftir úrslitaleik HM. Fótbolti 23. desember 2022 08:31
Rannsaka hvernig Saltkallinn komst inn á völlinn Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, ætlar að rannsaka hvernig tyrkneski kokkurinn Nusret Gokce, betur þekktur sem Salt Bae, komst inn á völlinn eftir úrslitaleik HM. Fótbolti 23. desember 2022 07:31
Blatter gagnrýnir Infantino harðlega Sepp Blatter hefur gagnrýnt eftirmann sinn í embætti forseta FIFA fyrir hugmyndir um að breyta keppnum á vegum sambandsins. Fótbolti 22. desember 2022 16:31
Sá fyrir HM-gullið og að hann myndi skora í úrslitaleiknum Argentínski landsliðsmaðurinn Ángel Di María er maður stórleikjanna enda hefur hann skorað í úrslitaleiknum í síðustu þremur stóru titlum Argentínumanna, á Ólympíuleikum, í Suðurameríkukeppni og á heimsmeistaramóti. Fótbolti 22. desember 2022 14:31
Þóttist ekki skilja ensku til að sleppa við treyjuskipti við Ástrala Leikmaður ástralska landsliðsins hefur greint frá sérstakri ástæðu þess að hann skiptist ekki á treyjum við Olivier Giroud eftir leikinn gegn Frakklandi á HM í Katar. Fótbolti 22. desember 2022 13:31
Konungurinn heimtaði að mömmur fótboltahetjanna væru með á myndinni Marokkó var sannarlega spútniklið heimsmeistaramótsins í fótbolta í Katar þar sem liðið komst, fyrst landsliða frá Afríku, alla leið í undanúrslit keppninnar. Fótbolti 21. desember 2022 13:31
Messi og félagar flúðu í þyrlu þegar æsingurinn varð of mikill Áhuginn á sigurskrúðgöngu argentínsku heimsmeistaranna var það mikill í heimalandinu að leikmenn liðsins urðu að flýja af vettvangi. Fótbolti 21. desember 2022 13:00
Van Gaal útilokar ekki að taka við Portúgal Louis van Gaal útilokar ekki að hætta við að hætta í þjálfun og taka við portúgalska landsliðinu. Fótbolti 21. desember 2022 11:31
Sakaður um að hafa lekið upplýsingum úr franska hópnum í fjölmiðla Benjamin Pavard, leikmaður franska fótboltalandsliðsins, er sakaður um að hafa gagnrýnt samherja sína á meðan úrslitaleik HM stóð og lekið upplýsingum úr herbúðum franska liðsins. Fótbolti 21. desember 2022 08:00