Ísland í HM-umspilið (ef UEFA hefði valið sanngjarnari leið) Íslenska karlalandsliðið í fótbolta verður ekki með í umspilinu um sæti á HM í Katar. Ísland hefði hins vegar verið með ef að UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefði haldið sig við sams konar reglur og fyrir síðasta Evrópumót. Fótbolti 17. nóvember 2021 09:01
Messi og félagar komnir á HM Lionel Messi og félagar hans í argentínska landsliðinu tryggðu sér sæti á HM í Katar með markalausu jafntefli við Brasilíu í nótt. Fótbolti 17. nóvember 2021 08:16
Liðin sem eru komin á HM: Serbar sendu Ronaldo í umspil og Svíar köstuðu frá sér B-riðli Evrópsku liðin hafa nú lokið riðlakeppninni í undankeppni HM sem fram fer í Katar á næsta ári og því ekki úr vegi að renna yfir þau lönd sem nú þegar hafa tryggt sér keppnisrétt, sem og löndin sem þurfa að fara í gegnum umspil. Fótbolti 16. nóvember 2021 22:55
Tyrkir stálu umspilssætinu af Norðmönnum | Walesverjar tryggðu sér annað sætið með jafntefli gegn Belgum Í kvöld fóru fram alls sjö leikir á lokadegi riðlakeppninnar í undankeppni HM sem fram fer í Katar á næsta ári. Tyrkir eru á leið í umspil eftir 2-1 sigur gegn Svartfellingum og Wales tryggði sér annað sæti E-riðils með 1-1 jafntefli gegn efsta liði heimslistans, Belgíu. Fótbolti 16. nóvember 2021 22:07
Hollendingar tryggðu sér sæti á HM en Norðmenn sitja eftir með sárt ennið Hollenska landsliðið getur farið að huga að því að bóka flug til Katar á næsta ári eftir að liðið tryggði sér sæti á HM 2022 með 2-0 gegn Noregi. Norðmenn verða hins vegar að sætta sig við að horfa á mótið í sjónvarpinu. Fótbolti 16. nóvember 2021 21:37
Enginn Bale er Wales mætir Belgum í lokaleik E-riðils Velska landsliðið í knattspyrnu verður án fyrirliða síns er liðið freistar þess að tryggja sér annað sæti E-riðils í undankeppni HM 2022 gegn efsta liði heimslista FIFA, Belgíu, í kvöld. Fótbolti 16. nóvember 2021 18:00
Enn einn Liverpool-maðurinn meiddist í landsleikjahléinu Liverpool-menn geta eflaust ekki beðið eftir því að þetta síðasta landsleikjahlé ársins klárist en nokkrir leikmenn liðsins hafa meiðst í því. Enski boltinn 16. nóvember 2021 15:30
Í hjólastól á úrslitaleiknum gegn Noregi í kvöld Louis van Gaal verður í hjólastól í kvöld þegar Holland og Noregur mætast í hálfgerðum úrslitaleik um að komast á HM karla í fótbolta í Katar. Fótbolti 16. nóvember 2021 14:31
Gefa milljón evra HM-bónus til veikra barna Leikmenn serbneska karlalandsliðsins í fótbolta hafa ákveðið að gefa veglegan bónus sem þeir fá fyrir að komast á HM 2022 til góðs málefnis. Fótbolti 16. nóvember 2021 12:01
Gagnrýnir tilgangslausa landsleiki eftir að England skoraði tíu gegn San Marinó Michael Owen, einn markahæsti leikmaður í sögu enska landsliðsins, segist vera farinn að missa áhugann á landsliðsbolta eftir 0-10 risasigur Englands á San Marinó í undankeppni HM 2022 í gær. Fótbolti 16. nóvember 2021 09:30
Hetja Serba hljóp um á nærbuxunum eftir leik og drakk Coke „fyrir Ronaldo“ Aleksandar Mitrovic var maðurinn sem skaut Serbíu inn á HM í fyrsta sinn þegar hann skoraði sigurmark liðsins í úrslitaleik riðilsins á móti Portúgal. Portúgal nægði jafntefli en Mitrovic skoraði sigurmark Serba á 90. mínútu. Fótbolti 16. nóvember 2021 09:01
Hrósaði leikmönnum og sagði liðið hafa unnið fyrir þessu í Búdapest, Varsjá og Albaníu Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, ræddi við fjölmiðla að loknum 10-0 sigri sinna manna á San Marínó í kvöld. Sigurinn tryggði farseðilinn til Katar þar sem HM 2022 fer fram. Fótbolti 15. nóvember 2021 22:30
Sviss sendi Evrópumeistara Ítalíu í umspil | Skotar fyrstir til að leggja Dani Ríkjandi Evrópumeistarar Ítalíu fara í umspil um sæti á HM í Katar á næsta ári. Skotland varð einnig fyrsta liðið til að sækja þrjú stig gegn Danmörku en fyrir leik kvöldsins höfðu Danir unnið alla níu leiki sína í undankeppninni. Fótbolti 15. nóvember 2021 22:01
England skoraði tíu og tryggði sæti sitt á HM San Marínó er lélegasta landslið heims samkvæmt FIFA-listanum. Það sannaðist í kvöld er England vann 10-0 sigur á Ólympíuleikvanginum í San Marínó og tryggði sér sæti á HM í Katar árið 2022. Fótbolti 15. nóvember 2021 21:35
Enginn Íslendingur í úrvalsliði riðilsins: Jóhann Berg hæstur hjá Íslandi Tölfræðivefsíðan WhoScored hefur tekið saman meðaleinkunn allra leikmanna í undankeppni HM 2022 í knattspyrnu og búið til úrvalslið hvers riðils fyrir sig. Enginn Íslendingur kemst í úrvalslið J-riðils. Fótbolti 15. nóvember 2021 18:30
Rúmenska barnið á núna metið sem Siggi Jóns átti lengi Hinn fimmtán ára Enes Sali lék sinn fyrsta landsleik fyrir Rúmeníu þegar liðið vann Liechtenstein, 0-2, í J-riðli undankeppni HM í gær. Hann er núna yngsti landsliðsmaðurinn í Evrópu til að spila í undankeppni stórmóts. Fótbolti 15. nóvember 2021 14:00
Innsláttarvilla á búningnum sem Norður-Makedóníumenn færðu Birki Birkir Bjarnason var heiðraður fyrir leik Íslands og Norður-Makedóníu í undankeppni HM 2022 í gær. Fótbolti 15. nóvember 2021 11:01
Ellefu ára stelpa þarf ekki að borga 452 þúsund krónur fyrir treyju Ronaldo Unga írska stelpan sem hljóp inn á völlinn og til Cristiano Ronaldo þarf ekki að greiða sektina sem hún átti að fá. Fótbolti 15. nóvember 2021 10:30
Líður bara vel með að missa metið: „Svona árangur er ekki plokkaður upp af götunni“ „Mér finnst þetta bara gaman og samgleðst þeim sem ná að upplifa það sem ég náði að upplifa,“ segir Rúnar Kristinsson eftir að hafa misst landsleikjamet sitt í hendur Birkis Bjarnasonar í gær. Fótbolti 15. nóvember 2021 09:00
Konur sem voru látnar sæta líkamsskoðun á flugvellinum í Doha höfða mál Hópur kvenna sem var neyddur til að gangast undir skoðun kvensjúkdómalæknis á flugvellinum í Doha hyggjast höfða mál á hendur yfirvöldum í Katar. Konurnar voru látnar sæta skoðununum eftir að nýfætt yfirgefið barn fannst á einu salerna vallarins. Erlent 15. nóvember 2021 07:48
Ég er fullviss um að íslenska landsliðið verður mjög gott aftur Arnar Þór Viðarsson ræddi við blaðamenn eftir leik Íslands og Norður-Makedóníu í Skopje. Þó Ísland hafi tapað 3-1 þá er Arnar Þór bjartsýnn fyrir hönd íslenska landsliðsins. Fótbolti 15. nóvember 2021 07:01
Birkir Már fær hjartnæmar kveðjur: „Sannur, einlægur og trúr gildunum sínum“ Birkir Már Sævarsson lék sinn síðasta leik fyrir íslenska landsliðið í knattspyrnu í kvöld er Ísland tapaði gegn Norður-Makedóníu í lokaleik undankeppni HM 2022. Alls lék Birkir Már 103 A-landsleiki. Fótbolti 14. nóvember 2021 23:00
Mikil dramatík er Morata og Mitrović skutu Spáni og Serbíu á HM í Katar Spánn og Serbía tryggðu sér farseðilinn til Katar í kvöld með dramatískum sigrum. Spánn vann 1-0 sigur á Svíþjóð og Serbía kom til baka gegn Portúgal. Fótbolti 14. nóvember 2021 22:10
Var ekki glaður að leik loknum og segir að Ísland stefni á að gera betur í næstu undankeppni Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari ræddi við blaðamenn að loknu 3-1 tapi Íslands í Skopje í Norður-Makedóníu. Hann var ósáttur með tapið og sagði Ísland hafa ætlað sér að berjast um annað sætið. Fótbolti 14. nóvember 2021 20:45
Arnar Þór um Birki Má: „Hann er einstök manneskja“ Arnar Þór Viðarsson ræddi Birki Má Sævarsson á blaðamannafundi að loknum leik Íslands og Norður-Makedóníu í Skopje. Hægri bakvörðurinn hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna. Fótbolti 14. nóvember 2021 20:30
Twitter yfir tapi Íslands í Skopje: Stöngin inn er óverjandi og DJ Jón Dagur Ísland tapaði 3-1 fyrir Norður-Makedóníu í síðasta leik liðsins í undankeppni HM í knattspyrnu. Með sigrinum tryggði Norður-Makedónía sér 2. sæti J-riðils og þar með sæti í umspili fyrir HM sem fram fer í Katar á næsta ári. Fótbolti 14. nóvember 2021 20:16
Jón Dagur: Fagnið var skemmtilegt Jón Dagur Þorsteinsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir íslenska landsliðið í keppnisleik í kvöld. Ísland tapaði þá fyrir Norður-Makedóníu, 3-1, í síðasta leik sínum í undankeppni HM 2022. Fótbolti 14. nóvember 2021 19:45
Brynjar Ingi besti maður íslenska liðsins eins og áður á þessu ári Íslenska landsliðið náði ekki að fylgja eftir góðum leik sínum á móti Rúmenum og að hafa haldið marki sínu hreinu í tveimur leikjum í röð því íslensku strákarnir fengu á sig þrjú mörk í tapi í Skopje í kvöld. Fótbolti 14. nóvember 2021 19:30
Birkir Már hættur með landsliðinu Birkir Már Sævarsson spilaði sinn síðasta leik fyrir íslenska landsliðið í 3-1 tapi Íslands gegn Norður-Makedóníu í lokaleik undankeppni HM 2022. Þetta staðfesti Birkir Már í viðtali við RÚV eftir leik. Fótbolti 14. nóvember 2021 19:25
„Ég er ungur ennþá“ Birkir Bjarnason var svekktur yfir niðurstöðunni gegn Norður-Makedóníu í kvöld en stoltur af að hafa slegið leikjametið í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta. Fótbolti 14. nóvember 2021 19:11