Birkir Bjarna: „Ekki kjörstaða að vera ekki með okkar bestu menn“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tekur á móti Armenum á í undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í dag. Birkir Bjarnason, leikmaður íslenska liðsins, fór yfir leikinn sem framundan er, og möguleika Íslands á að komast aftur á þann stall sem liðið var á áður. Fótbolti 8. október 2021 07:00
Dómaratríó einungis skipað konum á leik Englands Andorra tekur á móti Englendingum í undankeppni HM 2022 á laugardaginn, en það verður í fyrsta skipti sem að dómaratríó á leik karlaliðs Englands verður einungis skipað konum. Fótbolti 7. október 2021 23:03
Svona var blaðamannafundur Þorsteins um hópinn sem mætir Tékklandi og Kýpur Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, kynnti nýjasta landsliðshóp sinn í dag í beinni útsendingu á Vísi. Fótbolti 7. október 2021 14:01
Birkir fyrirliði í landsleik 102: Segist ekki berjast við nafna sinn um metið Í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar, Kára Árnasonar og Jóhanns Bergs Guðmundssonar kemur það í hlut Birkis Bjarnasonar að vera fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta í leiknum við Armeníu á morgun. Fótbolti 7. október 2021 13:39
Arnar: Sumir biðja konunnar eftir þrjá mánuði og aðrir eftir þrjú ár Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, var spurður út í tímarammann sem hann sér fyrir sér að það taki hann að koma íslenska liðinu aftur á þann stað sem liðið var áður. Fótbolti 7. október 2021 13:09
Svona var blaðamannafundur Arnars og Birkis fyrir leikinn við Armeníu Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, og Birkir Bjarnason svöruðu spurningum á blaðamannafundi á Laugardalsvelli í dag fyrir leik Íslands og Armeníu í undankeppni HM annað kvöld. Fótbolti 7. október 2021 12:16
„Honum finnst hann vera bestur og mér finnst ég vera bestur“ Markvörðurinn ungi Elías Rafn Ólafsson gæti mögulega spilað sinn fyrsta A-landsleik þegar Ísland mætir Armeníu annað kvöld í undankeppni HM. Hann á í harðri samkeppni í landsliðinu sem og hjá Midtjylland sem er á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar. Fótbolti 7. október 2021 08:01
Hrósa Arnari og Eiði Smára fyrir mannlegu samskiptin Elías Rafn Ólafsson og Þórir Jóhann Helgason eru nýkomnir í íslenska A-landsliðið en þeir komu fram fyrir hönd íslenska landsliðshópsins á fjarfundi með íslenska blaðamönnum í dag. Fótbolti 6. október 2021 15:46
Íslendingarnir í Lecce fara saman í skóla til að læra ítölskuna Lecce er nýjasta Íslendinganýlendan í fótboltanum en þar spila tveir leikmenn íslenska A-landsliðsins, þeir Þórir Jóhann Helgason og Brynjar Ingi Bjarnason. Fótbolti 6. október 2021 15:29
Ætlar ekki í bólusetningu þrátt fyrir að hafa tvisvar smitast af veirunni Þrátt fyrir að hafa smitast af kórónuveirunni í tvígang ætlar írski landsliðsmaðurinn Callum Robinson ekki að láta bólusetja sig. Fótbolti 6. október 2021 15:00
Svona var blaðamannafundur KSÍ með Elíasi og Þóri Tveir leikmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta svöruðu spurningum fjölmiðlamanna á rafrænum blaðamannafundi í dag í aðdraganda næstu leikja í undankeppni HM. Fótbolti 6. október 2021 14:32
Guðjohnsen „hent“ úr landsliðinu þegar faðir valdi síðast tvo syni sína í liðið Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins, er með tvo syni sína í A-landsliðinu í fyrsta sinn eins og frægt er. Það er liðin næstum því aldarfjórðungur síðan faðir valdi tvo syni sína í íslenska landsliðið. Fótbolti 6. október 2021 10:01
Aron Einar áfram í liði Al Arabi Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Al Arabi þegar liðið mætti Al Khor í knattspyrnuleik í Katar í dag. Fótbolti 5. október 2021 16:52
Arnar: Þarft ekkert að vinna fyrir NASA til að sjá að þetta var eina ákvörðunin sem við gátum tekið Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, ræddi samskipti sín við Vöndu Sigurgeirsdóttur, formann KSÍ, í aðdraganda að hann valdi nýjasta landsliðshóp sinn en það gerði hann á fjarfundi með íslenskum blaðamönnum í dag. Fótbolti 5. október 2021 15:43
Reyndu að sannfæra Jóhann en hafa ekki rætt ummælin um KSÍ Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta segist ekki hafa rætt við Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliða Íslands í síðasta landsleikjaglugga, um afstöðu Jóhanns til vinnubragða KSÍ. Fótbolti 5. október 2021 15:36
Andrarnir í hópnum eru báðir tæpir Andri Fannar Baldursson og Andri Lucas Guðjohnsen eru báðir að glíma við meiðsli og Eiður Smári Guðjohnsen veit ekki hvort sonur sinn getur spilað í leikjunum sem eru framundan. Fótbolti 5. október 2021 15:26
Svona var blaðamannafundur KSÍ Vísir var með beina útsendingu og beina textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Þór Viðarsson, þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta, og Eiður Smári Guðjohnsen aðstoðarþjálfari sátu fyrir svörum. Fótbolti 5. október 2021 14:31
Mikael og Daníel koma inn í landsliðshópinn Mikael Egill Ellertsson og Daníel Leó Grétarsson hafa verið kallaðir inn í A-landsliðið í fótbolta í stað Jóhanns Berg Guðmundssonar og Jóns Guðna Fjólusonar. Fótbolti 4. október 2021 14:34
Vinnubrögð KSÍ höfðu áhrif á ákvörðun Jóhanns Jóhann Berg Guðmundsson verður ekki með fótboltalandsliðinu sem mætir Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM á næstunni. Hann segir vinnubrögð KSÍ hafa haft sitt að segja um þá ákvörðun sína að draga sig úr hópnum. Fótbolti 4. október 2021 11:00
KSÍ staðfestir að Jón Guðni missir af landsleikjunum Miðvörðurinn Jón Guðni Fjóluson meiddist með félagsliði sínu Hammarby í dag og þarf því að draga sig úr íslenska landsliðshópnum sem mætir Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM 2022 nú á næstu dögum. Fótbolti 3. október 2021 22:46
Jóhann Berg ekki með landsliðinu gegn Armeníu og Liechtenstein Jóhann Berg Guðmundsson hefur ákveðið að draga sig úr íslenska landsliðshópnum sem mætir Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM 2022 á næstu dögum. Fótbolti 3. október 2021 20:05
Aron Einar settur út í kuldann áður en kæra lá fyrir Ákvörðun um að Aron Einar Gunnarsson yrði ekki í landsliðshóp Íslands fyrir komandi leiki í undankeppni HM 22 var tekin áður en kæra á hendur honum lá fyrir. Þetta staðfestir Ómar Smárason, samskiptastjóri KSÍ, í samtali við fréttastofu. Hann segir sambandið fyrst hafa heyrt af kærunni í fjölmiðlum í gær. Innlent 1. október 2021 19:04
Segir að valið á Reece James í enska landsliðið hafi verið byggt á misskilningi Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að bakvörður liðsins, Reece James, sé ekki heill heilsu fyrir komandi leiki enska landsliðsins í undankeppni HM 2022. Hann segist búast við því að James taki ekki þátt í leikjunum, og að það hafi verið byggt á misskilningi þegar að hann var valinn í hópinn í vikunni. Fótbolti 1. október 2021 17:46
Þungavigtin: „Arnar lýgur upp í opið geðið á þjóðinni“ Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson er til umræðu í Þungavigtinni í dag þar sem Rikki G fer yfir fótboltalandslagið ásamt þeim Mikael Nikulássyni og Kristjáni Óla Sigurðssyni sem eru betur þekktir sem Mike og Höfðinginn. Fótbolti 1. október 2021 14:21
Tölvupóstur frá Öfgum tekinn fyrir á stjórnarfundi KSÍ Aðgerðahópurinn Öfgar sendi tölvupóst á stjórn Knattspyrnusambands Íslands á mánudaginn. Íslenski boltinn 1. október 2021 10:03
Afgreiddi íslenska landsliðið í maí en óttaðist um líf sitt í sumar Mexíkóski knattspyrnumaðurinn Hirving Lozano afgreiddi íslenska landsliðið með tveimur mörkum í vináttulandsleik þjóðanna í lok maí síðastliðnum. Rúmum mánuði síðar lenti hann í slæmu samstuði í öðrum landsleik með Mexíkó. Fótbolti 1. október 2021 10:01
Eiður Smári um synina tvo: Ég hefði helst viljað reima á mig takkaskóna líka Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarlandsliðsþjálfari, er með tvo gutta í landsliðshópnum sem stendur og sá þriðji er á leiðinni. Fótbolti 1. október 2021 08:01
„Vorum ekki að hugsa um Kolbein“ Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta segir það hafa verið krefjandi áskorun að þurfa að bregðast við brotthvarfi Kolbeins Sigþórssonar úr síðasta landsliðshópi. Hann hafi hins vegar ekki komið til greina núna vegna meiðsla. Fótbolti 30. september 2021 20:01
Þvertekur fyrir ofbeldi og óskar eftir skýrslutöku um kvöld í Kaupmannahöfn Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, fordæmir þá ákvörðun að hann verði ekki í leikmannahópi fyrir komandi landsleiki. Hann telur að KSÍ hafi sett hann til hliðar vegna „krafna sem byggist á óljósum orðrómi“ og þvertekur fyrir að beitt ofbeldi. Innlent 30. september 2021 17:52
Arnar: Kári hefði verið í hópnum ef að Víkingarnir væru ekki svona góðir Kári Árnason var ekki valinn í landsliðshópinn í dag fyrir leiki á móti Armeníu og Liechtenstein. Hann spilaði einn af þremur leikjum í síðasta verkefni en framundan eru bikarleikir með Víkingum, undanúrslit á laugardag og svo bikarúrslit eftir landsleikjagluggann. Fótbolti 30. september 2021 13:56