Ekkert VAR á Laugardalsvelli í kvöld Ekki verður notast við myndbandsdómgæslu þegar að Ísland tekur á móti Rúmenum á Laugardalsvelli í kvöld. Sérstakir VAR dómarar frá Rússlandi áttu að sjá um myndbandsdómgæslu í kvöld, en bilun í tæknibúnaði UEFA kemur í veg fyrir það. Fótbolti 2. september 2021 18:45
Byrjunarlið Íslands: Jóhann Berg fyrirliði og Rúnar Alex stendur vaktina í markinu Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Rúmeníu í undankeppni HM 2022. Fótbolti 2. september 2021 17:32
Sancho ekki með enska landsliðinu í kvöld Jadon Sancho, vængmaður Manchester United, verður ekki í leikmannahópi Englands er liðið mætir Ungverjum á Puskás-leikvanginum í Búdapest. Fótbolti 2. september 2021 15:30
„Maður biður þá bara um að gefa allt sitt“ Kári Árnason segir að íslenska landsliðið verði að leggja allt í sölurnar gegn Rúmeníu í kvöld ætli liðið sér að eiga möguleika á að komast á Heimsmeistaramótið í fótbolta í Katar. Fótbolti 2. september 2021 15:01
Enn miðar til sölu á leikinn í kvöld Innan við 200 miðar eru enn til sölu á leik Íslands og Rúmeníu á Laugardalsvelli í kvöld í undankeppni HM karla í fótbolta. Fótbolti 2. september 2021 14:19
Håland hélt hann hefði puttabrotið Van Dijk Norðmaðurinn Erling Braut Håland hélt hann hefði puttabrotið Hollendinginn Virgil van Dijk í leik liðanna sem fram fór í Ósló, höfuðborg Noregs. Fótbolti 2. september 2021 14:01
Arnar Þór: Erum rosalega spenntir fyrir þessum hópi Þrátt fyrir allt kveðst Arnar Þór Viðarsson spenntur fyrir leiknum gegn Rúmeníu í kvöld og ungum hópi karlalandsliðsins í fótbolta. Fótbolti 2. september 2021 13:01
„Kemur mér jafnmikið á óvart og öllum öðrum“ „Ég er auðvitað bara eins og allir aðrir ofboðslega leiður og sorgmæddur yfir þessu öllu saman. Öll mín samskipti og kynni af þessum strákum hafa verið af góðu einu,“ segir Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta. Fótbolti 2. september 2021 12:25
Segir Dani þurfa að venjast því að spila á Parken eftir allt sem hefur gengið á Danmörk vann Skotland 2-0 á Parken í Kaupmannahöfn er þjóðirnar mættust í undankeppni HM. Mörkin tvö komu á 92 sekúndna kafla snemma í fyrri hálfleik. Simon Kjær sagði það kærkomið að snúa aftur á heimavöll þar sem Danir hafa upplifað margt og mikið á undanförnum mánuðum. Fótbolti 2. september 2021 08:31
Líklegt byrjunarlið Íslands: Hannes Þór milli stanganna, Kári fyrirliði og Albert fremstur Ísland mætir Rúmeníu í undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í dag. Hér að neðan má sjá líklegt byrjunarlið Íslands í leiknum. Fótbolti 2. september 2021 08:00
Ronaldo markahæsti landsliðsmaður sögunnar Cristiano Ronaldo varð í kvöld markahæsti landsliðsmaður karla í fótbolta í sögunni. Tvö mörk hans fyrir Portúgal í 2-1 sigri á Írlandi komu honum efst á þann lista. Fótbolti 1. september 2021 22:00
Ronaldo klúðraði víti en var samt hetjan | Frakkar misstigu sig Cristiano Ronaldo skoraði sigurmark Portúgal gegn Írum á sjöttu mínútu uppbótartíma leiks liðanna í forkeppni HM karla í Katar 2022 í kvöld. Hann hafði jafnað leikinn á 89. mínútu. Fótbolti 1. september 2021 21:02
Mark Hålands ekki nóg gegn Hollandi Noregur og Holland skildu jöfn 1-1 á Ullevaal-leikvanginum í Osló í undankeppni HM karla í fótbolta í kvöld. Bæði lið elta Tyrki í riðlinum. Fótbolti 1. september 2021 20:50
Danir kláruðu Skota snemma á Parken Danmörk vann 2-0 sigur á Skotum í F-riðli í forkeppni HM karla í fótbolta í kvöld. Færeyingar töpuðu stórt í sama riðli. Fótbolti 1. september 2021 20:40
Kári: Þetta er svolítið öfgafullt Kári Árnason, landsliðsmaður Íslands í fótbolta og leikmaður Víkings frá Reykjavík, segir strembið að koma inn í landsliðsverkefni við þær kringumstæður sem uppi eru. Bæði formaður og stjórn KSÍ hafa sagt af sér í vikunni vegna brota manna í landsliðinu. Fótbolti 1. september 2021 19:45
Reynsluboltarnir úr Pepsi Max deildinni Eftir erfiða byrjun Íslands í undankeppni HM 2022 í fótbolta er ljóst að Ísland er með bakið upp við vegg innanvallar jafnt sem utan vegna þeirra ofbeldis- og kynferðisbrotamála sem hafa litið dagsins ljós á undanförnum dögum og vikum. Fótbolti 1. september 2021 15:01
Kári lét sér fátt um finnast um útspil Tólfunnar Kári Árnason, aldursforseti fótboltalandsliðsins, segir að leikmenn liðsins verði að einbeita sér að fullum krafti að landsleiknum við Rúmeníu á morgun, þó að allir verði varir við umræðuna um liðið síðustu daga. Hann hafði lítið að segja um útspil Tólfunnar sem ætlar að þegja fyrstu ellefu mínútur leiksins. Fótbolti 1. september 2021 13:36
Erfitt að snerta á þessu án þess að henda einhverjum undir lestina Reynsluboltinn Kári Árnason sat fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ í dag ásamt Arnari Þór Viðarssyni landsliðsþjálfara. Kári var meðal annars spurður út í þá ákvörðun stjórnar KSÍ að taka leikmann úr hópnum. Fótbolti 1. september 2021 13:16
Arnar: Treystum á að þeir eldri haldi utan um þá yngri Landsliðsþjálfarar Íslands, Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen, ræddu við reynsluboltana í íslenska landsliðinu í gær en þeirra hlutverk er sérstakt í komandi verkefni vegna stormsins sem nú gengur yfir Laugardalinn. Fótbolti 1. september 2021 13:00
Svona var blaðamannafundur KSÍ Vísir var með beina sjónvarpsútsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ. Fundurinn hófst klukkan 12:45. Fótbolti 1. september 2021 12:33
Tólfan stendur með þolendum: Ætlar að sitja og þegja fram að 12. mínútu Tólfan, stuðningssveit íslensku fótboltalandsliðanna, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem allt ofbeldi er fordæmt. Tólfan lýsir yfir stuðningi við þolendur og mun sýna hann á táknrænan hátt á næstu þremur leikjum karlalandsliðsins. Fótbolti 1. september 2021 09:45
Danska landsliðið fordæmir aðstæður í Katar Leikmenn danska landsliðsins sem og knattspyrnusamband Danmerkur, DBU, fordæma aðstæður í Katar þar sem heimsmeistaramótið mun fara fram á næsta ári. Þetta kemur fram í yfirlýsingu liðsins í aðdraganda leikja í undankeppni HM. Fótbolti 1. september 2021 09:01
Arnar segir núverandi hóp með hreinan skjöld „Ekkert lið í sögu knattspyrnunnar hefur verið sett undir svona pressu,“ segir Arnar Þór Viðarsson um íslenska karlalandsliðið sem hann stýrir gegn Rúmeníu á Laugardalsvelli á fimmtudag. Fótbolti 31. ágúst 2021 16:01
Svona var blaðamannafundur Arnars Þórs Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, sat fyrir svörum. Fótbolti 31. ágúst 2021 15:52
Leikmenn hræddir við að segja eitthvað rangt Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari segir leikmenn hrædda við að tjá sig varðandi þau mál sem snúið hafa að karlalandsliðinu í fótbolta og Knattspyrnusambandi Íslands undanfarna daga. Fótbolti 31. ágúst 2021 15:26
Myndasyrpa: Æft í skugga atburða síðustu daga Íslenska karlalandsliðið í fótbolta æfði í annað sinn á Laugardalsvelli í dag fyrir leikina sem framundan eru í undankeppni HM 2022. Íslenski boltinn 31. ágúst 2021 13:47
Rúmenar fjalla um „risahneyksli“ á Íslandi Rúmenskir fjölmiðlar velta sér í dag upp úr fréttum af næstu andstæðingum Rúmeníu í undankeppni HM karla í fótbolta; íslenska landsliðinu. Í fyrirsögnum er talað um „risahneyksli á Íslandi“. Fótbolti 30. ágúst 2021 13:39
Patrik fer til Noregs eftir landsleikina Markvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson hefur verið lánaður til Viking í Noregi frá enska úrvalsdeildarfélaginu Brentford til áramóta. Fótbolti 30. ágúst 2021 11:55
Stjórn KSÍ tók Kolbein út úr hópnum vegna miskabótamálsins Brotthvarf Kolbeins Sigþórssonar úr íslenska landsliðshópnum í fótbolta var samkvæmt ákvörðun stjórnar KSÍ. Kolbeinn er leikmaðurinn sem greiddi Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur miskabætur eftir að hafa brotið á henni haustið 2017, samkvæmt heimildum Vísis. Rúnar Már Sigurjónsson dró sig sjálfur úr hópnum og eru tvær ástæður gefnar fyrir því í yfirlýsingu KSÍ. Fótbolti 30. ágúst 2021 10:52
Viðar Örn og Gísli Eyjólfs kallaðir inn í landsliðið Gísli Eyjólfsson, Breiðabliki og Viðar Örn Kjartansson, Valerenga, hafa verið kallaðir inn í landsliðshóps Íslands í stað Kolbeins Sigþórssonar og Rúnars Más Sigurjónssonar. Fótbolti 30. ágúst 2021 00:18