Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

Ein­mana­legt að standa vaktina í sam­komu­banni

Starfsmaður í ferðaþjónustu segir að það hafi verið einmanalegt að standa vaktina á meðan á samkomubanninu stóð. Íslendingar á ferðalagi segja yndislegt að ferðast um landið þegar ekki er allt krökkt af ferðamönnum.

Innlent
Fréttamynd

Seinagangur á Bretlandi talinn hafa kostað mannslíf

Vísindaráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar segist óska þess að gripið hefði verið til aðgerða gegn kórónuveirufaraldrinum fyrr vegna þess að tafirnar hafi kostað mannslíf. Hann kennir lélegum gögnum við upphaf faraldursins um þær ákvarðanir sem voru teknar.

Erlent
Fréttamynd

Lítið um hátíðarhöld í dag

Sjómannadagurinn fer fram með óhefðbundnum hætti í dag vegna kórónuveirunnar. Engin hátíðarhöld eru í Reykjavík en á landsbyggðinni eru hátíðarhöld víðast hvar minni en alla jafna.

Innlent
Fréttamynd

Eitt virkt smit í viðbót með uppfærðum tölum

Þrjú virk kórónuveirusmit eru nú á landi og hefur eitt bæst við eftir að tölur landlæknis og almannavarna voru uppfærðar í dag. Nýtt smit greindist á föstudag sem kom ekki fram í tölum í gær sem bentu til þess að ekkert nýtt smit hefði greinst í heila viku.

Innlent
Fréttamynd

Bush á meðal repúblikana sem ætla ekki að kjósa Trump

Nokkrir áhrifamenn í Repúblikanaflokknum ætla annað hvort ekki að kjósa Donald Trump í forsetakosningunum í haust eða jafnvel greiða Joe Biden, frambjóðanda demókrata, atkvæði sitt. George W. Bush, fyrrverandi forseti, er á meðal þeirra sem ætlar ekki að styðja Trump til endurkjörs.

Erlent
Fréttamynd

Vara við smithættu eftir fjölmenn samstöðmótmæli á Bretlandi

Heilbrigðisráðherra Bretlands segir að fjölmenn mótmæli gegn kynþáttahyggju í gær hafi „vafalaust“ aukið hættu á kórónuveirusmitum. Tugir þúsunda manna tóku þátt í samstöðumótmælum eftir dráp lögreglu í Bandaríkjunum á blökkumanni. Til einhverra átaka kom á milli lögreglu og mótmælenda í London.

Erlent
Fréttamynd

Hætta að birta heildartölur um látna og smitaða í Brasilíu

Brasilísk stjórnvöld eru nú sökuð um að reyna að fela raunverulegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins eftir að þau ákváðu að hætta að birta heildartölur yfir fjölda látinna og smitaðra. Opinber vefsíða með upplýsingunum var tekin niður á föstudag.

Erlent
Fréttamynd

Fjölmennustu mótmælin í Washington-borg til þessa

Mótmæli gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju héldu áfram í mörgum borgum Bandaríkjanna í gær. Þau eru sögð hafa farið að mestu friðsamlega fram. Í Washington-borg mótmælu um tíu þúsund manns í stærstu mótmælunum í borginni til þessa.

Erlent
Fréttamynd

Smitlaus vika en áfram bætist við í sóttkví

Vika er nú liðin frá því að síðast greindist nýtt smit kórónuveiru á Íslandi. Þeim sem eru í sóttkví hefur hins vegar fjölgað um á annað hundrað undanfarna daga samkvæmt tölum landlæknis og almannavarna.

Innlent
Fréttamynd

Greina ekki sýni á nóttunni

Ekki verður hægt að greina sýni úr farþegum sem koma með flugi til landsins seint á kvöldin eða á nóttunni fyrr en daginn eftir að sögn sóttvarnalæknis. Hann segir undirbúningi fyrir skimun á landamærum miða vel áfram.

Innlent
Fréttamynd

WHO hvetur til notkunar á and­lits­grímum

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur horfið frá fyrri stefnu og hvetur nú fólk til þess að nota andlitsgrímur á almannafæri til þess að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar

Erlent
Fréttamynd

Fleiri en þúsund nú í sóttkví en ekkert nýtt smit

Áfram fjölgar fólki í sóttkví vegna kórónuveirunnar lítillega á milli daga. Fjöldinn er nú yfir þúsund manns og hafa rúmlega tvö hundruð bæst við á undanförnum þremur sólarhringum. Ekkert nýtt smit greinist þó, sjötta daginn í röð, samkvæmt upplýsingum landlæknis og almannavarna.

Innlent
Fréttamynd

Draga til baka umdeilda rannsókn á malaríulyfi

Höfundar rannsóknar sem benti til þess að aukin hætta á dauða fylgdi notkun á malaríulyfinu hydroxychloroquine gegn Covid-19 hafa dregið hana til baka eftir að gagnrýni kom fram á áreiðanleika gagna sem lágu til grundvallar henni. Tilraunir með lyfið voru stöðvaðar eftir að niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar á dögunum.

Erlent