

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.
Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.
Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.
Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.
Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.
Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.
26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.
Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.
Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.

Bólusetningabíllinn rúllar en aukin umræða skilar líka fleirum í Höllina
„Við verðum að keyra bílinn á fimmtudögum og föstudögum þegar það er rólegra í Höllinni. Fyrirtækin hafa sýnt þessu mikinn áhuga og það er búið að bóka alveg helling. Vonandi skilar þetta okkur einhverjum óbólusettum.“

Elstu tilvik Omíkron í sýnum í Hollandi
Omíkron-afbrigði kórónuveirunnar dreifist nú hratt um heimsbyggðina en í morgun var tilkynnt um að fyrstu tilfellin hefðu verið staðfest í Brasilíu og Japan.

Svona var djammið á öðru ári veirunnar
Desember er genginn í garð og fréttastofan hefur að rifja upp árið með nýju sniði. Við byrjum á máli málanna: Raunum (aðallega) unga fólksins við að halda í djammvonina á tímum þar sem allt virtist blása á móti.

Heimsóknum á Kvíabryggju aflýst vegna smitaðs gests
Öllum heimsóknum gesta í fangelsið á Kvíabryggju hefur verið aflýst næsta daga eftir að barn sem kom þangað í heimsókn á sunnudag greindist smitað af Covid-19. Einn fangi er í sóttkví og nokkrir aðrir í smitgát.

Býr nýjan ráðherra undir að grípa þurfi til aðgerða á landamærum og innanlands
Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að vera undir það búin að nýtt afbrigði kórónuveirunnar geti borist hingað til lands. Reynist veiran skeinuhættari en talið hefur verið þurfi að undirbúa að grípa til hertari aðgerða bæði á landamærum og jafnvel innanlands. Slíkar tillögur séu ekki á borðinu sem stendur en það kunni að breytast fljótt.

Framtíð sóttvarnaaðgerða: Hversu langt á að ganga?
Sóttvarnaaðgerðir, bólusetningarskylda og bólusetningarpassar verða á meðal þess sem verður til umræðu í pallborðinu á Vísi í dag, sem hefst klukkan 14.

Sérstök ástæða til að fara varlega vegna omíkron
Sóttvarnalæknir segir tilefni til þess að fara áfram varlega þrátt fyrir að bylgjan sé á hægri niðurleið en núgildandi takmarkanir renna út í næstu viku. Sérstök ástæða sé til þess vegna óvissu um nýja omíkron afbrigðið. Hundrað og fimmtán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær.

Áhorfendur geta mætt á Hafnarfjarðarslaginn
Það ræðst á morgun hvort það verða hvít eða rauð jól í Hafnarfirði, þegar FH og Haukar mætast í sannkölluðum toppslag í Olís-deild karla í handbolta. Áhorfendur geta mætt framvísi þeir neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi.

115 greindust innanlands í gær og innan við helmingur í sóttkví
115 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og fimm á landamærum. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is.

Auka framlag til heilbrigðismála um sextán milljarða
Gert er ráð fyrir að framlög til heilbrigðismála aukist um 16,3 milljarða króna á næsta ári, samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í dag.

Segir ekki tilefni til að grípa til harðra aðgerða í bili
Joe Biden Bandaríkjaforseti segir nýtt afbrigði kórónuveirunnar, Omíkron, tilefni til varúðar en ekki hræðslu. Þá segir hann ekki nauðsynlegt að grípa til harðra aðgerða á borð við útgöngubanns, að því gefnu að fólk sinni því að bera grímu og láta bólusetja sig.

Rúmlega sjö þúsund mættu í örvun í dag: „Þetta er allt að hafast hjá okkur“
Þriðja vika örvunarbólusetningarátaksis fór vel af stað í morgun en rúmlega sjö þúsund manns fengu þar þriðja skammtinn í dag. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir daginn hafa gengið vel og að það hafi verið gaman að fá sjálfan sóttvarnalækni í sprautu.

Haft uppi rangfærslur um sýnatöku barna
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það rangt að foreldrum barna standi til boða að tekin verði munnvatnssýni til greiningar Covid-19 í stað nefkokssýnis.

Sekta hvorki LSH né ÍE fyrir brot á persónuvernd í tengslum við Covid-rannsókn
Vinnsla Landspítalans (LSH) og Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) á persónuupplýsingum í tengslum við rannsókn þeirra á Covid-19 samrýmdist ekki persónuverndarlögum.

Öll fjölskyldan greindist með Covid
Leikkonan Keira Knightly sagði frá því í viðtali við The Telegraph að hún er nú að jafna sig eftir að smitast af kórónaveirunni. Hún er töluvert veik og liður illa.

Þórólfur kominn með örvunarskammt: „Ég er Astra maður þannig að ég er að svíkja lit“
Þriðja vika örvunarbólusetningarátaks yfirvalda hófst í dag í Laugardalshöll. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu segir bólusetningarnar ganga vel en sóttvarnalæknir var meðal þeirra sem fengu sinn þriðja skammt í dag.

95 greindust innanlands
95 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 53 af þeim 95 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 56 prósent. 42 voru utan sóttkvíar, eða 44 prósent.

Yrði „algjört reiðarslag fyrir heilbrigðiskerfið og okkur öll“ að leyfa veirunni að ganga óáreittri
„Þetta er að mjakast niður sýnist mér. Helgin var svo sem ágæt. Það voru þarna 130 sem greindust innanlands á föstudaginn en svo er þetta búið að vera undir hundrað á laugardaginn og í gær.“

Handtóku par sem flúði af sóttkvíarhóteli Ómíkrón greindra
Lögreglan í Hollandi handtók í gær par sem hafði flúið af sóttkvíarhóteli í Amsterdam. Fólkið var handtekið um borð í flugvél á Schiphol-flugvelli, sem var við það að taka á loft þegar lögreglu bar að garði.

Japanir loka landamærum sínum og heilbrigðisráðherrar G7 funda
Heilbrigðisráðherrar G7-ríkjanna munu funda í dag um Ómíkrón-afbrigði kórónuveirunnar, sem hefur nú fundist í nokkrum löndum. Japanir hafa bæst í hóp þeirra þjóða sem hafa ákveðið að loka landamærum sínum vegna afbrigðisins.

Veitti stjórnarmyndunarumboð innan úr glerkassa
Milos Zeman, forseti Tékklands, veitti Petr Fiala umboð til ríkisstjórnarmyndunar í dag. Það þurfti hann að gera innan úr glerkassa þar sem hann er smitaður af kórónuveirunni.

Frumrannsóknir bendi til aukinnar hættu á endursýkingu vegna Ómíkron
Fyrstu vísbendingar benda til þess að auknar líkur séu á að fólk, sem þegar hefur smitast af kórónuveirunni, smitist aftur af Ómíkron-afbrigði hennar, að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.

Muni skýrast á næstu vikum hvort herða þurfi aðgerðir vegna Ómíkron
Sóttvarnalæknir segir að það muni skýrast á næstu vikum hvort grípa þurfi til frekari aðgerða vegna útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Það eigi enn eftir að koma í ljós hvernig afbrigðið hagar sér en svo virðist sem það sé meira smitandi.

Ómíkron greinist í Ástralíu og WHO gagnrýnir auðugri þjóðir heims
Yfirvöld í Ástralíu hafa staðfest að tveir íbúar eru smitaðir af ómíkron-afbrigði Covid-19. Báðir voru að koma til landsins erlendis frá og eru fullbólusettir. Fólkið er nýkomið frá Suður-Afríku og greindist smitað í sóttkví í Sydney, höfuðborg Ástralíu.

Kári um Ómíkron: „Viðbrögðin langt umfram það sem gögnin gefa tilefni til“
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að Íslendingar ættu að draga andann djúpt þegar kemur að Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Engin gögn hafi komið fram sem sýni að það sé hættulegra en önnur afbrigði veirunnar.

77 greindust innanlands í gær
Alls greindust 77 smitaðir af Covid-19 innanlands í gær. Af þeim voru 34 í sóttkví og þar að auki greindust þrír á landamærunum.

Gjörgæsla í gjörgæslu
Umræða um gjörgæsludeildir Landspítala hefur verið áberandi upp á síðkastið. Margir hafa furðað sig á því að gjörgæsludeildir spítalans ráði ekki við að sinna þremur til fjórum sjúklingum með COVID. Margoft hefur verið bent á að gjörgæslupláss á Íslandi séu of fá, jafnvel þegar enginn heimsfaraldur geisar.

Engum nema Ísraelum hleypt til Ísrael vegna Ómíkrons-afbrigðisins
Yfirvöld í Ísrael munu banna öllum útlendingum að koma til landsins næstu tvær vikurnar vegna Ómíkrons-afbrigðis kórónuveirunnar, að því er miðlar þar í landi halda fram.

Bretar herða tökin vegna tveggja tilfella Ómíkron
Boris Johnson tilkynnti hertar sóttvarnaraðgerðir í Bretlandi á fjölmiðlafundi í dag. Ástæðan er sú að tveir greindust smitaðir af Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar þar í landi í gær.

Stöðugt streymi fólks í hraðpróf um helgina
Gífurlega mikil aðsókn hefur verið í hraðpróf á Suðurlandspróf um helgina. Mat var sett í fjölda þeirra sem mættu í gær og þúsundir hafa einnig mætti í dag.