Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Kaka kom inná og kláraði leikinn | Real Madrid í frábærum málum

    Brasilíumaðurinn Kaka var maðurinn á bak við 3-0 útisigur Real Madrid á kýpverska liðinu APOEL Nicosia í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Real Madrid er komið með annan fótinn í undanúrslitin og ævintýri kraftaverkaliðsins frá Kýpur er svo gott sem á enda.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Hvað er um að vera á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld?

    Það er nóg um að vera á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld þar sem að Meistaradeild Evrópu og enska bikarkeppnin eru í aðalhlutverki. Upphitun fyrir Meistaradeildarleikina í 8-liða úrslitunum hefst kl. 18:00 þar sem Þorsteinn J fer yfir málin með sérfræðingum þáttarins. Tveir leikir fara fram í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Zlatan: Barcelona er meira en Messi

    Zlatan Ibrahimovic, framherji AC Milan, getur ekki neitað því að hann bíði spenntur eftir því að mæta sínum gömlu mótherjum í Barcelona í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Valdano: Maradona var meiri listamaður á vellinum en Messi

    Jorge Valdano, fyrrum liðsfélagi Diego Maradona í argentínska landsliðinu, bar saman argentínsku snillingana Diego Maradona og Lionel Messi í viðtali í spænsku blaði í morgun. Mmargir hafa lýst því yfir að Messi sé orðinn besti knattspyrnumaður sögunnar þótt að hann sé enn bara 24 ára gamall.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Margrét Lára og félagar í undanúrslit Meistaradeildarinnar

    Margrét Lára Viðarsdóttir og félagar hennar í þýska liðinu Turbine Potsdam tryggðu sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í dag með 3-0 útisigri á rússneska liðinu Rossiyanka í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum keppninnar. Turbine Potsdam vann fyrri leikinn 2-0 og þar með samanlagt 5-0.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Malmö fékk á sig tvö mörk í lokin og féll úr leik í Meistaradeildinni

    Sænska liðið LdB Malmö er úr leik í Meistaradeildinni eftir 3-0 tap á móti þýska liðinu 1. FFC Frankfurt í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum keppninnar. Sænsku meistararnir héldu út á móti stórsókn þýska liðsins fram á 66. mínútu og það var farið að stefna í framlengingu þegar Frankfurt skoraði tvö mörk í lok leiksins.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Sara og Þóra í beinni á Eurosport 2

    Sara Björk Gunnarsdóttir og Þóra Björg Helgadóttir verða í eldlínunni í dag þegar sænska liðið LdB Malmö heimsækir 1. FFC Frankfurt í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Barcelona er of sterkt fyrir Milan

    Dregið var í átta liða og undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í gær. Heimir Guðjónsson, sérfræðingur 365 í Meistaradeildinni, segir að Barcelona sé of stór biti fyrir AC Milan. Hann spáir því að Chelsea lendi í vandræðum með Benfica en býst við því að Real

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Guardiola um þjálfara Athletic Bilbao: Er sá besti í heimi í dag

    Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, sparar ekki hrósið til Marcelo Bielsa, þjálfara Athletic Bilbao liðsins sem fór illa með ensku meistarana í Manchester United í tveimur leikjum í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Bilbao vann fyrri leikinn 2-1 í gær eftir að hafa unnið 3-2 sigur á Old Trafford í síðustu viku.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Leikdagar klárir fyrir átta liða úrslitin í Meistaradeildinni

    UEFA hefur ákveðið leikdaga fyrir átta liða úrslitin í Meistaradeildinni en dregið var fyrr í dag. Chelsea mun spila sína leiki við Benfica á sama tíma og Real Madrid mætir APOEL frá Kýpur. Stórleikir Barcelona og AC Milan fara síðan fram á sama tíma og leikir þýska liðsins Bayern München.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Mourinho vonast eftir því að mæta Chelsea í úrslitaleiknum

    José Mourinho, þjálfari spænska stórliðsins Real Madrid, vonast til þess að mæta sínu gamla félagi Chelsea í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Dregið verður í 8 – liða úrslit og undanúrslit keppninnar á morgun og þá kemur í ljóst hvort draumur hins litríka portúgalska þjálfara getur ræst.

    Sport
    Fréttamynd

    Chelsea komst áfram í Meistaradeildinni - vann Napoli 4-1 í framlengingu

    Chelsea hélt upp merki enska fótboltans með því að vinna frábæran 4-1 sigur á ítalska liðinu Napoli á Stamford Bridge í kvöld og tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Napoli vann fyrri leikinn 3-1 en Chelsea sýndi styrk sinn og vann í framlengingu eftir að staðan hafði verið 3-1 eftir venjulegan leiktíma. Það var Serbinn Branislav Ivanovic sem skoraði markið sem tryggði Chelsea áfram.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Margrét Lára ekki í leikmannahópi Turbine Potsdam

    Margrét Lára Viðarsdóttir getur ekki tekið þátt í fyrri leik 1. FFC Turbine Potsdam á móti rússneska liðinu FC Rossiyanka í átta liða úrslitum í Meistaradeildinni en leikurinn hefst klukkan 17.00 og er í beinni á Eurosport (stöð 40 á Fjölvarpinu).

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Hvað er um að vera á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld?

    Meistaradeild Evrópu í fótbolta er aðalmálið á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld. Enska liðið Chelsea leikur í 16-liða úrslitum keppninnar gegn ítalska liðinu Napólí og stórlið Real Madrid frá Spáni fær CSKA frá Moskvu í heimsókn. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst kl. 19.00 þar sem Þorsteinn J fer yfir málin með sérfræðingum Stöðvar 2 sport. Keppni í Formúlu 1 kappakstrinum hefst um helgina í Ástralínu og aðfaranótt fimmtudags verður sýnt frá æfingum á Stöð 2 sport.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Meistaradeildin: Di Matteo gerir miklar kröfur | kemst Chelsea áfram?

    Roberto Di Matteo, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea, krefst þess að leikmenn liðsins gefi allt sem þeir eiga í leikinn gegn ítalska liðinu Napólí í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Chelsea er í erfiðri stöðu eftir 3-1 tap á útivelli í fyrri leiknum í 16-liða úrslitum keppninnar. Það er því að duga eða drepast fyrir Chelsea sem er eina enska liðið sem er eftir í þessari keppni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Samantekt úr Meistaramörkunum, markaregn í München

    Bayern München frá Þýskalandi og franska liðið Marseille tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Bayern München gjörsigraði Basel frá Sviss á heimavelli, 7-0, þar sem Mario Gomez skoraði fjögur mörk. Það gekk mikið á þegar Inter frá Mílanó vann Marseille 2-1 en það dugði ekki til. Þorsteinn J fór yfir gang mála með gestum sínum í Meistaramörkunum á Stöð 2 sport ásamt sérfræðingunum Pétri Marteinssyni og Reyni Leóssyni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Gomez með fernu í stórsigri Bayern

    Bayern München sýndi sannkallaða Barcelona-takta þegar liðið vann 7-0 stórsigur á Basel í kvöld og tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Úrslitaleikurinn fer fram á Allianz Arena í München í vor og ef marka má frammistöðu þýska liðsins í gær er allt eins líklegt að Bayern verði þar á heimavelli.

    Fótbolti