Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Svona verður uppröðunin á lokakvöldi Eurovision

Nú liggur fyrir að Ísland verður átjánda landið á svið á úrslitakvöldi Eurovision keppninnar á laugardag. Systur eru að rísa ofar í veðbönkunum eftir seinna undankvöldið í gær og eru í tuttugasta sæti þegar þetta er skrifað, Úkraínu er enn spáð sigri.

Tónlist
Fréttamynd

Hittust í fyrsta sinn á flug­vellinum í L.A.: „Það var svaka­legt móment sem við munum alltaf eiga“

Elli hafði séð Steinunni þegar hún var í stúlknasveitinni Nylon og hafði honum alltaf þótt hún afar sæt. Það var þó ekki fyrr en mörgum árum síðar sem hann sá viðtal við hana í blaðinu og ákvað að senda henni vinabeiðni á Facebook. Það reyndist honum mikið gæfuspor, því í dag eru þau trúlofuð og eiga von á sínu öðru barni.

Lífið
Fréttamynd

Þessar þjóðir mæta Systrum á laugar­daginn

Nú er komið á hreint hvaða þjóðir munu keppa á úrslitakvöldi Eurovision í Tórínó á laugardaginn. Norðurlandaþjóðirnar Svíþjóð og Finnland eru meðal þeirra þjóða sem tryggðu sér sæti í úrslitum.

Lífið
Fréttamynd

Rebel Wilson hefur fundið ástina á ný

Leikkonan Rebel Wilson hefur fundið ástina á ný. Hún segir sameiginlegan vin hafa komið þeim saman og greindi frá aðdragandanum þegar hún var gestur í hlaðvarpinu U up? Hún er þessa dagana að kynna nýju myndina sína, Senior Year.

Lífið
Fréttamynd

„Við erum eiginlega bara miður okkar“

Í bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ er hver sýning síðasta sýningin. Stjórnarmaður í leikfélaginu segir hræðilega tilhugsun að húsið þurfi að víkja fyrir blokk eða bílastæði. Á meðan tími gefst, er Maríu Guðmundsdóttur leikkonu minnst með reglulegri sýningu.

Menning
Fréttamynd

Systurnar sleppa við Covid-prófin

Keppendur í Eurovision þurfa ekki lengur að sýna fram á neikvætt Covid-próf til að mega stíga á svið í keppninni. Það er því engin hætta á að Systur fái ekki að koma fram líkt og Daði og Gagnamagnið í fyrra.

Lífið
Fréttamynd

Margrét 83 ára á Selfossi leikur Bjarna durt

„Það er bara mjög gott og það klæðir mig bara virkilega vel að heita Bjarni og leika durt“, segir Margrét Óskarsdóttir, 83 ára leikari á Selfossi. Hún og félagar henni eru að æfa leikritið „Maður í mislitum sokkum“ sem sýnt verður í Litla leikhúsinu við Sigtún á Selfossi á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Eins og í ástarsögu eftir Barböru Cartland

Tónlistarmaðurinn Höskuldur Ólafsson, betur þekktur sem Hössi í Quarashi er í hljómsveitinni Kig & Husk ásamt Frank Hall en þeir eru í óðaönn að safna fyrir vínyl útgáfu plötunnar Kill The Moon. Þeim finnst vínyllinn tengja tónlist og myndlist á einstakan hátt og vilja halda í þá athöfn.

Lífið
Fréttamynd

Vandaðar þáttaraðir byggðar á metsölubókum Sally Rooney

Sally Rooney er einn af ástsælustu rithöfundum okkar tíma en hún hefur gefið út þrjár bækur sem allar nutu mikilla vinsælda um allan heim. Fyrsta bókin hennar, Conversations with Friends, kom út árið 2017 og á mánudaginn næsta, þann 16. maí mun þáttaröðin koma inn í heild sinni á Stöð 2+.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Ís­landi spáð 23. sæti á úr­slita­kvöldinu

Systurnar Sigga, Beta og Elín munu stíga á svið í seinni hluta á úrslitakvöldi Eurovision sem fer fram í Tórínó á Ítalíu á laugardag. Þær tryggðu Íslandi sæti í úrslitunum í gærkvöldi þvert á slæma spá. 

Tónlist
Fréttamynd

Kom að ótrúlegum flótta liðskonu Pussy Riot

Svo virðist sem að listamaðurinn Ragnar Kjartansson hafi leikið lykilhlutverk í ótrúlegum flótta Maríu Alyokhinu, liðsmanni Pussy Riot, á flótta hennar frá Rússlandi á dögunum. Er hann sagður hafa sannfært ónefnt ríki í Evrópu um að útvega henni vegabréf sem gerði henni kleift að komast yfir til Litháens frá Hvíta-Rússlandi.

Innlent
Fréttamynd

Systur snúa aftur á úr­slita­kvöldinu

Framlag Íslands í Eurovision í flutningi Siggu, Betu og Elínar Eyþórsdætra komst áfram í fyrri undanúrslitum keppninnar í kvöld og tryggðu þær sér þátttökurétt á úrslitakvöldinu á laugardag.

Lífið