Frumsýning á órafmagnaðri útgáfu lagsins Ljósið: „Ég hugsa alltaf um son minn þegar ég syng þetta lag“ Söngvarinn Stefán Óli er meðal keppenda í Söngvakeppninni í ár sem er kominn í úrslit. Hér hjá Lífinu á Vísi frumsýnir hann glænýtt myndbandi í órafmagnaðari útgáfu af laginu Ljósið eftir Birgi Stein og Andra Þór en leikstjóri myndbandsins er Jakob Hákonarson. Tónlist 8. mars 2022 11:00
„Ég sofnaði á milli hríða og dreymdi að ég væri í IKEA“ „Þann 24. febrúar síðastliðinn, fyrir ellefu dögum, fæddi ég litla konu. Ég var í þrjá sólarhringa að komast upp í tíu í útvíkkun, þar af einn sólarhring uppi á spítala. Þegar ég var komin upp í tíu bað ég um mænudeifingu, sogklukku, tangir, mig langar í bjöllukeisara sagði ég. Nei, það langar þig ekki sagði ljósmóðirin.“ Menning 7. mars 2022 22:14
Ferðast aftur í tímann til að finna ástina í nýjum raunveruleikaþætti Stefnumótaþáttur í anda Bachelor- og Bridgerton þáttanna hefur hafið göngu sína og ber hann nafnið The courtship. Þátttakendur gerast vonbiðlar einnar heppnar stúlku og þurfa að heilla hana og fjölskylduna hennar upp úr skónnum í gömlum enskum kastala. Lífið 7. mars 2022 21:30
Fríða, Sigrún, Margrét og Linda fengu Fjöruverðlaunin 2022 Rithöfundarnir Fríða Ísberg, Sigrún Helgadóttir, Margrét Tryggvadóttir og Linda Ólafsdóttir fengu í dag afhent Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, við hátíðlega athöfn í Höfða í Reykjavík. Þetta er í sextánda sinn sem verðlaunin eru afhent. Menning 7. mars 2022 16:45
Lóa Björk um borð í Lestina Lóa Björk Björnsdóttir hefur verið ráðin í dagskrárgerð og menningarumfjöllun á Rás 1. Hún mun stýra Lestinni með Krisjáni Guðjónssyni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. Viðskipti innlent 7. mars 2022 16:40
Tuttugu prósent af: Reykjavíkurdætur sömdu nýja útgáfu af Söngvakeppnis laginu í gegnum Twitter þráð Flestir kannast við að ruglast stundum á lagatextum og syngja jafnvel vitlausan texta í langan tíma án þess að átta sig á því. Twitter notandinn Stefán Snær birti færslu á miðlinum um helgina þar sem hann heyrir Reykjavíkurdætur syngja hátt og snjallt „Tuttugu prósent af“ í Söngvakeppnis laginu „Tökum af stað“. Tónlist 7. mars 2022 16:30
Ragnar Kjartansson og Kári Stefánsson á friðartónleikum Boðað hefur verið til friðartónleika í Hallgrímskirkju klukkan 18 á morgun vegna innrásar Rússlands í Úkraínu. Margir af fremstu listamönnum þjóðarinnar koma fram. Tónleikarnir verða í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Lífið 7. mars 2022 16:19
Stefanía Svavars með geggjaðan flutning á laginu Jolene Í Glaumbæ á Stöð 2 á föstudagskvöldið mættu söngkonurnar Stefanía Svavars og GDRN en þemað að þessu sinni var ástarsorgarlög. Tónlist 7. mars 2022 14:30
„Ég held nú að allir breytist aðeins með árunum“ Tónlistarmaðurinn Thorsteinn Einarsson er búsettur í Austurríki og hefur vakið mikla athygli fyrir tónlist sína víðs vegar, þó sérstaklega í Þýskalandi og Austurríki sem og hér heima. Hann gaf út sitt fyrsta lag átján ára gamall og á að baki sér marga smelli og tvær plötur. Thorsteinn Einarsson er tilnefndur sem Nýliði Ársins á Hlustendaverðlaununum í ár. Tónlist 7. mars 2022 11:30
Markmiðið að gera skemmtilega tónlist og hafa gaman að vegferðinni Sólveig Ásgeirsdóttir, Örlygur Smári og Valgeir Magnússon mynda hljómsveitina Poppvélin. Þau eiga það öll sameiginlegt að hafa elskað tónlist frá ungum aldri og þrátt fyrir ólíkan bakgrunn ná þau vel saman sem heild. Poppvélin er tilnefnd sem Nýliði Ársins á Hlustendaverðlaununum í ár. Tónlist 6. mars 2022 11:30
RAX Augnablik: „Ég var mjög ánægður að ná þessu“ Ragnari Axelssyni var eitt sinn boðið til Lofoten í Noregi til þess að kafa með og mynda háhyrninga. Menning 6. mars 2022 07:01
Danir senda pönk til Ítalíu Danir völdu framlag sitt í Eurovision söngvakeppnina nú í kvöld. Kvennapönksveitin Reddi verður fulltrúi Dana þegar keppnin fer fram í Tórínó í maí. Tónlist 5. mars 2022 23:27
Bríet er mætt á íslenska listann Íslenska söngkonan Bríet er mætt á íslenska listann með nýjasta lag sitt Cold Feet. Lagið kom út 21. janúar síðastliðinn og situr í sextánda sæti listans fyrstu vikuna sína inni eftir að hafa verið kynnt inn sem líklegt til vinsælda í síðustu viku. Það er nóg um að vera hjá Bríeti en samkvæmt Instagram síðu hennar er nýtt lag væntanlegt 18. mars næstkomandi. Tónlist 5. mars 2022 16:01
Öðlaðist loksins kjark til að láta tónlistardrauminn rætast Karen Ósk skaust fram á sjónarsvið síðastliðið haust þegar hún sendi frá sér lagið Haustið með engum öðrum en Friðriki Dór. Þessi tvítuga söngkona er rétt að byrja en hún er tilnefnd til verðlauna á Hlustendaverðlaununum í ár sem Nýliði Ársins. Tónlist 5. mars 2022 11:30
„Maður er alltaf að kafa dýpra og skilja betur það sem maður er að fást við“ Listakonan Áslaug Íris Katrínar Friðjónsdóttir opnar einkasýninguna Arfur í Gallerí Þulu í dag, frá klukkan 14:00-18:00 og stendur sýningin til 27. mars næstkomandi. Menning 5. mars 2022 07:00
Sýningin Freistingin opnar á morgun: „Er nema von að sálir kvenna standi í ljósum logum um allan heim“ Listakonan Ragnhildur Jóhanns opnar sýninguna „Freistingin“ á morgun, laugardaginn 5. mars, á milli klukkan 17:00 og 19:00 í sýningarrými Hjarta Reykjavíkur að Laugavegi 12b. Menning 4. mars 2022 15:30
„Langar að koma lífinu öllu af stað og sjá hvar við endum“ Söngkonan Kolbrún Óskarsdóttir er 18 ára gömul og lýsir sér sem miðbæjarrottu úr Reykjavík. Þessi unga söngkona gengur undir listamannsnafninu KUSK og sendi frá sér sitt fyrsta lag í dag. Lagið heitir Flugvélar og er unnið með dúóinu Óviti, sem Hrannar Máni og Snorri Beck skipa. Tónlist 4. mars 2022 14:30
„Ég er mad partý dýr“ Tónlistarmaðurinn Hugo kom fram á sjónarsviðið vorið 2021 þegar hann gaf út lagið HVÍL Í FRIÐI. Það sem einkennir þennan tónlistarmann er kannski fyrst og fremst það að enginn veit hver maðurinn á bak við Hugo er þar sem hann kemur alltaf fram með einhvers konar villikattar hjálm og hefur þetta vakið mikla athygli. Hugo er tilnefndur sem Nýliði Ársins á Hlustendaverðlaununum í ár. Tónlist 4. mars 2022 11:30
Menningin veitir von þegar kreppir að Úkraínskur kollegi sendi mér þessi skilaboð: „Flestir tónlistarmenn eru í fremstu víglínu í augnablikinu. Ég hef það gott í neðanjarðarbyrgi. Við þurfum stuðning alþjóðlega menningargeirans við að vernda landið okkar núna.“ Skoðun 4. mars 2022 10:31
Tónlistarmaðurinn Birgir sendir frá sér lagið Hold on: „Aldrei gefast upp á draumunum þínum“ Tónlistarmaðurinn Birgir Steinn sendi frá sér lagið Hold On í dag en þetta er fyrsta lagið sem kemur út af glænýrri væntanlegri plötu frá honum. Tónlist 4. mars 2022 09:30
Allar reglur um upptökur og aðferðir fóru út fyrir dyrnar Dreamality er fyrsta plata listamannsins The Lost Orchestra. Platan er lögð upp sem ferðalag sem hefst á því að manneskja lognast út af yfir laginu Litla flugan og dreymir atburðarás sem hlustandinn upplifir í hljóðformi. Albumm 3. mars 2022 14:30
Þrír bæjarlistarmenn frumsýndu nýjan fjölskyldusöngleik í Gaflaraleikhúsinu Mikið var um að vera í Gaflaraleikhúsinu um helgina þegar fjölskyldusöngleikurinn Langelstur að eilífu var frumsýndur. Var bæði hlegið og grátið í salnum, enda er þetta einstök saga um fallega vináttu. Menning 3. mars 2022 14:01
Segir sögu íslenskra húsa: „Datt í hug að það gæti verið sniðugt að vera með eitthvað jákvætt á Facebook“ Guðjón Friðriksson sagnfræðingur birtir í dag tvö hundruðustu færsluna á Facebook-síðu sinni þar sem hann segir stuttlega frá sögu húss á Íslandi sem hafi vakið áhuga hans. Hann hefur kallað færslurnar „Hús dagsins“ og hafa þær notið mikilla vinsælda hjá vinum og Facebook-fylgjendum Guðjóns. Menning 3. mars 2022 13:30
Ye grefur Pete Davidson í nýjasta tónlistarmyndbandinu sínu Nýjasta útspil rapparans Ye, áður Kanye West, hefur vakið töluverða athygli síðustu klukkustundir. Í nýju myndbandi við lagið Eazy grefur hann leirútgáfu Pete Davidsson. Tónlist 3. mars 2022 12:16
„Að verða verri og verri í því sem við gerum er svona helsta markmiðið okkar“ Bestu vinirnir Sigurlaug Thorarensen og Julius Pollux Rothlaender skipa hljómsveitina BSÍ. Þau dansa gjarnan léttklædd í snjónum, stoppa umferð og elska tónleika en hljómsveitin Spice Girls hafði mótandi áhrif á tónlistar ástríðu þeirra. BSÍ er tilnefnd sem Nýliði Ársins á Hlustendaverðlaununum í ár. Tónlist 3. mars 2022 11:31
„Rimlar fyrir öllum gluggum og dregið fyrir en auðvitað heyra þau alveg í okkur“ Söngkonurnar Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og Hallveig Rúnarsdóttir efndu til söngmótmæla við Sendiráð Rússlands. Þær vildu nota sönginn og fegurðina til að mynda samstöðu. Söngur hafi verið notaður sem vopn í mjög mörgum byltingum og stríði. Innlent 3. mars 2022 11:08
Staðfesta að framleiðslu Nágranna verður hætt í júní Framleiðslu áströlsku sjónvarpsþáttanna Nágranna, eða Neighbours, verður hætt í júní næstkomandi. Þættirnir hafa verið í framleiðslu í heil 37 ár, en framleiðslufyrirtækinu Fremantle hefur ekki tekist að finna nýja breska sjónvarpsstöð til að fjármagna framleiðsluna eftir að Channel 5 tilkynnti að stöðin myndi draga sig úr framleiðslunni. Lífið 3. mars 2022 08:04
Nýir eigendur ætla alls ekki að byggja blokk eða reisa hótel Höfuðvígi íslensks bingós til áratuga verður fjölnota samkomustaður eftir breytingar nýrra eigenda. Þeir útiloka ekki að þar verði hægt að spila bingó. Innlent 2. mars 2022 23:31
Sól Hansdóttir er fatahönnuður Reykjavíkurdætra: Kvenkyns erkitýpur fá að skína Listakonan og fatahönnuðurinn Sól Hansdóttir er með mörg járn í eldinum og býr yfir mikilli sköpunargleði. Hennar nýjasta verkefni er að hanna fötin sem Reykjavíkurdætur klæðast í Söngvakeppninni en Sól er þekkt fyrir frumlega hönnun sem vekur athygli út fyrir landsteina. Blaðamaður heyrði í Sól og fékk að heyra nánar frá hennar listræna ferli. Tíska og hönnun 2. mars 2022 20:01
Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verða haldin í Reykjavík í ár Samkomulag við Evrópsku kvikmynda akademíuna um Evrópsku kvikmyndaverðlaunin var undirritað í Höfða í dag. Vegna heimsfaraldurs var Evrópsku kvikmyndaverðlaununum 2020 frestað en hátíðin verður haldin í Hörpu 10. desember næstkomandi. Lífið 2. mars 2022 16:31