Sjö daga afmælissæla í Reykjanesbæ Sveitarfélagið Reykjanesbær fagnaði þrjátíu ára afmæli sínu með stórtónleikum fyrir utan Hljómahöllina síðastliðinn þriðjudag þann 11. júní. Tímamótin marka sameiningu Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna sem verða fagnað með hátíðardagskrá fram til 17. júní. Lífið 13. júní 2024 15:00
Daði keypti hús Jóns Jónssonar með mömmu sinni á yfirverði Daði Laxdal Gautason, fyrrverandi handboltamaður og framkvæmdarstjóri viðskiptaþróunar hjá Sisu Group, festi kaup á húsi tónlistarmannsins Jóns Jónssonar og eiginkonu hans Hafdísar Bjarkar Jónsdóttur tannlæknis. Móðir Daða, Hildigunnur Hilmarsdóttir, á rúmlega tuttugu prósent í húsinu með honum. Uppsett verð var 182 milljónir en mæðginin borguðu 185 millónir fyrir húsið. Lífið 13. júní 2024 09:43
Þjóðaróperan alls ekki „úti í kuldanum“ Menningar- og viðskiptaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, segir það alrangt að Þjóðaróperan sé „úti í kuldanum“. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að hún verði að veruleika og taki til starfa 1. janúar á næsta ári, 2025. Innlent 13. júní 2024 08:55
Gamall handritsbútur reyndist úr guðspjalli um æsku Krists Fræðimenn við Humboldt-háskólann í Berlín hafa uppgötvað að gamall handritsbútur, sem hefur legið ósnertur á bókasafni í Þýskalandi um áratugaskeið, er úr svokölluðu Bernskuguðspjalli Tómasar. Um er að ræða elstu útgáfu af guðspjallinu sem vitað er um. Erlent 12. júní 2024 22:01
Bjór, bingó og bíó í Vinabæ á ný Búið er að opna bruggstofu í gamla Tónabíó og Vinabæ. Bráðum verður hægt að spila bingó þar á ný en eigandinn var óviss um hvort hann næði að opna staðinn allt fram á síðustu stundu. Viðskipti innlent 12. júní 2024 21:00
Lykilmaður íslensku rappsenunnar stígur inn í sviðsljósið Pródúserinn og plötusnúðurinn Arnar Ingi, betur þekktur sem Young Nazareth, hefur komið víða að í tónlistinni og er búsettur í Berlín um þessar mundir. Hann hefur unnið með mörgum af þekktustu tónlistarmönnum landsins og er nú að fara að senda frá sér danslaga EP plötu undir eigin nafni. Tónlist 12. júní 2024 20:00
Friðrik Ómar setur Reykhúsið aftur á sölu og lækkar verðið Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar Hjörleifsson hefur sett einbýlishús sitt á Akureyri á sölu. Hann setti húsið einnig á sölu í júlí í fyrra. Þá var ásett verð fyrir eignina rúmar 68 milljónir en er nú 64,5 milljónir. Lífið 12. júní 2024 16:00
Tengdasonur Íslands trúðaði Simon Cowell upp úr skónum Tengdasonur Íslands, trúðurinn Jelly Boy the Clown, heillaði Simon Cowell og félaga í dómnefndinni í raunveruleikaþættinum America's Got Talent upp úr skónum með ótrúlegu áhættuatriði. Sjá má atriðið í myndbandi neðst í fréttinni. Bíó og sjónvarp 12. júní 2024 15:07
Linda lætur sér Lindarbraut lynda Linda Jóhannsdóttir, hönnuður og myndlistarkona, og eiginmaður hennar, Rúnar Karl Kristjánsson bifvélavirki, hafa fest kaup á 183 fermetra einbýlishúsi í 70' stíl við Lindarbraut á Seltjarnarnesi. Lífið 12. júní 2024 15:00
„Country tónlist er ekki lengur bara sakbitin sæla“ „Við erum ótrúlega spennt að færa íslenskum hlustendum þessa nýju útvarpsstöð. Aukning á vinsældum country tónlistar bæði hér á landi um allan heim hefur verið eftirtektarverð og við teljum að Country Bylgjan muni mæta síaukinni eftirspurn hlustenda,“ segir Þórdís Valsdóttir, forstöðumaður útvarps hjá Sýn um splunkunýja útvarpsstöð sem fer í loftið á morgun og spilar eingöngu country tónlist. Tónlist 12. júní 2024 14:01
Björgvin Halldórs kveður í desember Jólagestir Björgvins 2024 verða þeir síðustu þar sem Björgvin Halldórsson er gestgjafi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu en líkt og alþjóð veit hefur söngvarinn góðkunni verið andlit tónleikanna frá upphafi. Tónlist 12. júní 2024 13:01
Gerard Butler á klakanum í enn eitt skiptið Skoski leikarinn Gerard Butler er staddur á landinu. Tilefnið eru tökur á spennumyndinni Greenland: Migration en tökurnar hófust í gær. Bíó og sjónvarp 12. júní 2024 09:21
Françoise Hardy er látin Franska tónlistarkonan Françoise Hardy lést í gær áttræð að aldri. Sonur hennar, Thomas Dutronc, greindi frá þessu á samfélagsmiðlum. Lífið 12. júní 2024 07:46
Gerir upp sögu Séð og heyrt: „Þetta er mjög sterkur samfélagsspegill“ „Ég hitti blaðamann, sem hafði unnið á blaðinu og fór að segja mér sögur. Ég hugsaði með mér að ef þetta er ekki sjónvarp, þá er ekkert sjónvarp.“ Lífið 11. júní 2024 21:01
Georg í Sigur Rós keypti vistvænt hús við einn besta golfvöll landsins Georg Holm bassaleikari Sigur Rósar og eiginkona hans, Svanhvít Tryggvadóttir framleiðandi hjá Sagafilm, hafa fest kaup á umhverfisvænu raðhúsi við Kinnargötu í Garðabæ. Húsið er byggt úr krosslímdum timbureiningum, unnar úr sjálfbærum evrópskum skógum. Lífið 11. júní 2024 15:39
Myndaveisla: Patrik fagnaði PBT 2.0 með tónlistarveislu við höfnina Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, prettyboijokkó, hélt útgáfutónleika í tilefni af plötunni PBT 2.0 við Reykjavíkurhöfn síðastliðið föstudagskvöld. Um er að ræða níu laga plötu sem kom út 24. maí síðastliðinn. Tónlist 10. júní 2024 16:49
Gæti orðið að Gísla á Uppsölum ef hún ögrar sér ekki „Þetta er það erfiðasta sem ég hef á ævi minni gert og ég kom til baka algjörlega hökkuð á sál og líkama. Þetta er áhrifamesta reynsla lífs míns og það breytti mér varanlega að gera þetta,“ segir fjölmiðlakonan og lífskúnstnerinn Guðrún Sóley Gestsdóttir um Grænlandsævintýri sitt. Hún ræddi við blaðamann um viðburðaríkan feril sinn, lífið og tilveruna, ævintýraleg áhugamál, náttúruást og margt fleira. Lífið 8. júní 2024 07:00
Króli gat ekki hugsað um neitt annað en Bjór Rafpoppararnir í hljómsveitinni Númer 3 hafa snúið bökum saman með Króla en saman hafa þeir nú gefið út sumarsmellinn Bjór. Einn liðsmaður sveitarinnar segir Króla ekki hafa getað hugsað um annað en lagið eftir að hafa fengið að heyra það í fyrsta sinn. Tónlist 7. júní 2024 15:30
Íslenskur hryllingstryllir á Vestfjörðum vekur athygli í Tribeca Fyrsta kvikmynd Þórðar Pálssonar, hryllingsmyndin The Damned sem skartar Odessa Young og Joe Cole í aðalhlutverkum hefur vakið athygli og sterk viðbrögð gagnrýnanda við heimsfrumsýningu á Tribeca kvikmyndahátíðinni, að því er fram kemur í tilkynningu frá aðstandendum myndarinnar. Bíó og sjónvarp 7. júní 2024 14:00
Frikki Dór reyndi að slá Íslandsmet Friðrik Dór Jónsson ætlar að gefa út þriðja hlutann af einu af sínu vinsælasta lagi, Til í allt. Þessu greindi söngvarinn frá í stórskemmtilegu myndbandi á Tik-Tok þar sem hann reyndi líka að slá Íslandsmet í hundrað metra spretthlaupi. Lífið 7. júní 2024 11:42
Eltihrellirinn höfðar mál gegn Netflix Skosk kona sem segist vera innblásturinn að eltihrellinum Mörthu Scott í vinsælu þáttunum Baby Reindeer úr smiðju Netflix hefur höfðað mál á hendur streymisveitunni. Hún krefst 170 milljóna dala í skaðabætur sem nemur um 24 milljörðum íslenskra króna. Bíó og sjónvarp 7. júní 2024 09:12
Leitt að geta ekki auglýst leynivopnið sem myndi trekkja að Hressasta hljómsveit landsins, stöllurnar í Heimilistónum blása til sumarkjólaballs í Gamla bíó í kvöld. Þar verða ýmsir leynigestir en vinkonurnar nefna sérstaklega eitt leynivopn sem mikil leynd hvílir yfir. Þær segjast aldrei hafa verið betri, segjast alls ekki vera eins og þær léku sig í Iceguys þáttunum og heita því að House mix af Kúst og fæjó sé í bígerð. Tónlist 7. júní 2024 07:01
Gaman að gefa þeim sviðið sem ekki eru oft þar Listahátíð Reykjavíkur stendur nú yfir og eru fjölbreyttar sýningar um allan bæ. Elísabet Inga Sigurðardóttir fréttamaður leit við í Borgarleikhúsið í kvöldfréttunum á Stöð 2 í kvöld þar sem fór fram æfing á nýju dansverki sem sýnt er á Listahátíð í ár. Lífið 6. júní 2024 21:01
Svona er Þjóðhátíðarlagið 2024 Tónlistarkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir er flytjandi Þjóðhátíðarlagsins í ár ásamt karlakórnum Fjallabræður. Lagið heitir Töfrar og var frumflutt í Brennslunni á FM957 í morgun. Hlusta má á lagið neðar í fréttinni. Lífið 5. júní 2024 12:32
Yo-Yo Ma kemur til landsins Yo-Yo Ma, einn frægasti tónlistarmaður heims, er væntanlegur til landsins. Hann mun leika með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í Hörpu og á sérstökum dúótónleikum í Eldborg með breska píanistanum Kathryn Stott í október. Tónlist 5. júní 2024 11:46
„Pínu erfitt fyrir viðkvæman listamann“ „Maður getur nálgast ýmsar tilfinningar í gegnum tónlistina, stundum góðar stundum slæmar,“ segir tónlistarmaðurinn Kári Egilsson, sem er nýkominn heim frá Englandi þar sem hann kom fram á hátíðinni Great Escape. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðastliðið ár í lífi Kára en hann vinnur nú að annarri plötu sinni og frumsýnir splunkunýtt tónlistarmyndband hér í pistlinum. Tónlist 5. júní 2024 11:31
Þekktur sænskur rappari skotinn til bana Sænski rapparinn C. Gambino var skotinn til bana á bílastæði í Gautaborg í gærkvöldi. Í maí síðastliðnum vann hann til hinna sænsku Grammis-verðlauna. Erlent 5. júní 2024 09:27
Þau eru tilnefnd til Ísnálarinnar í ár Fimm þýðendur hafa verið tilnefndir til Ísnálarinnar 2024 en verðlaunin eru veitt fyrir best þýddu glæpasöguna sem gefin var út árið 2023. Menning 5. júní 2024 07:28
Gervispilanir tröllríða vinsældarlista Spotify Gervispilanir á streymisveitum á borð við Spotify koma niður á tekjuöflun íslenskra tónlistarmanna. Vandamálið er áberandi á topplista Spotify á Íslandi, þar sem algjörlega óþekktir erlendir listamenn skjóta reglulega upp kollinum með grunsamlega mikið streymi. Tónlist 5. júní 2024 07:00
Bríet og Birnir rifu þakið af klúbbnum Ofurtvíeykið Bríet og Birnir fögnuðu útgáfu plötunnar 1000 orð með trylltu teiti á skemmtistaðnum AUTO síðastliðið föstudagskvöld. Margt var um manninn og virtist stemningin sjóðheit. Tónlist 4. júní 2024 20:01