Svona er dagskrá Vetrarhátíðar í ár Vetrarhátíð verður haldin dagana 1. til 3. febrúar í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Dagskráin er fjölbreytt og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Lífið 30. janúar 2024 14:48
Gleðihormón skýra góða mætingu í Zumba tíma Íslendingar dilla sér í zumba sem aldrei fyrr og frábær mæting í hvern tímann á fætur öðrum hjá Dans og jóga, Hjartastöðinni. Kennararnir þar segja dans hafa sérstök áhrif á fólk, honum fylgi frelsistilfinning sem á sér mögulega líffræðilegar rætur. Lífið samstarf 30. janúar 2024 12:37
Myndaveisla: Menningarþyrstir fengu listrænt D-vítamín Margt var um manninn á Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu síðastliðið fimmtudagskvöld. Menningarþyrstir gestir komu þangað að sækja sér auka skammt af skapandi orku úr myndlistarlífi samtímans hérlendis á samsýningunni D-vítamín. Menning 30. janúar 2024 12:00
Njósnarinn sagði nei, Ragga sagði já Yfirmaður bækistöðvar CIA í Berlín á tímum Kalda stríðsins var tónlistargagnrýnandi í hjáverkum. Hann hét Henry Pleasants. Ein af bókunum sem hann skrifaði bar nafnið The Agony of Modern Music. Hún kom út árið 1955. Líkt og titillinn gefur til kynna, er hún mikill bölmóður um tónlist samtímans. Gagnrýni 30. janúar 2024 10:01
Myndaveisla: Rafmögnuð spenna böðuð í Hollywood glamúr Þriðji þáttur af Idol þáttunum sem sýndir eru í beinni útsendingu fór fram síðastliðið föstudagskvöld. Sex keppendur stigu á svið í Idol höllinni að Fossaleyni en einungis fjórir stóðu eftir í lok kvölds. Lífið 30. janúar 2024 07:00
Súr matur en sæluvíma í Krikanum Hafnfirðingar mættu í sínu fínasta pússi og blótuðu þorrann á Þorrablóti FH í Kaplakrika síðastliðið laugardagskvöld. Lífið 29. janúar 2024 16:38
Myndaveisla: Gleði og tár í stærstu opnuninni til þessa Myndlistarunnendur létu sig ekki vanta í Ásmundarsal á laugardag. Metaðsókn var á opnun sýningar Hreins Friðfinnssonar og Sigurðar Guðjónssonar. Menning 29. janúar 2024 15:00
Svarar rappi um kynferðisbrot karlsins með disslagi um stóra fætur Nicki Minaj hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum þar sem hún hefur hæðst að stærð og rapphæfni Megan thee Stallion og nú er von á disslaginu „Big Foot“ frá Minaj. Rapp Megan um kynferðisafbrot eiginmanns Minaj virðist hafa reitt þá síðarnefndu til reiði. Lífið 29. janúar 2024 00:24
Troy Beckwith er látinn Ástralski leikarinn Troy Beckwith sem lék í sjónvarpsþáttunum Nágrönnum er látinn 48 ára að aldri. Lífið 28. janúar 2024 18:36
Hámhorfið: Hvað eru stjórnmálakonur að horfa á? Sunnudagar eru að öllum líkindum vinsælustu dagarnir fyrir sjónvarpsgláp og huggulegheit. Smekkur fólks á afþreyingarefni er fjölbreyttur og geta nýjar og/eða áður óþekktar þáttaseríur oft komið skemmtilega á óvart. Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á þekktum einstaklingum samfélagsins og heyra hvað þeir eru að horfa á þessa dagana. Bíó og sjónvarp 28. janúar 2024 12:31
Deilt um hvort Eurovision sé utanríkismál: „Reiðin verði meiri ef Lilja og Bjarni skipa ríkisútvarpinu fyrir“ Ummæli Lilju Alfreðsdóttur, menningar og viðskiptamálaráðherra, um að ákvörðun um þátttöku Íslands í Eurovision sé í raun utanríkismál hafa vakið athygli. Stjórnarmaður í RÚV og stjórnarandstöðuþingmaður gagnrýna þau og telja sérstakt ef ákvörðunin sé tekin frá Útvarpsstjóra og færð til utanríkisráðherra. Innlent 28. janúar 2024 11:56
Mótmælendur skvettu súpu á Mónu Lísu Mótmælendur skvettu súpu á málverk Leonardo Da Vinci, Mona Lisa, á Louvre-safninu í París í dag. Erlent 28. janúar 2024 11:18
Jodie Foster sagði Ólafíu Hrönn vera bestu leikkonu í heimi „Þetta var ótrúlega skemmtilegt og þægilegt ævintýri,“ segir leikkonan Ólafía Hrönn Jónsdóttir um þátttöku sína í True Detective þáttaröðinni. Menning 28. janúar 2024 07:11
Bashar keppir með hjálp Hatarastrákanna Palestínski söngvarinn Bashar Murad mun keppa í Söngvakeppninni með lagi sem var meðal annars samið af liðsmönnum úr hljómsveitinni Hatara sem keppti fyrir hönd Íslands í Eurovision árið 2019. Lífið 27. janúar 2024 20:30
Ríkið niðurgreiðir starfsemi bandarísks stórfyrirtækis Menningar- og viðskiptaráðherra ritar grein í Morgunblaðið 27. janúar þar sem hún fjallar um aðkomu ríkissjóðs að fjármögnun sjónvarpsþáttanna True Detective sem framleiddir eru af amerísku sjónvarpsstöðinni HBO max. Ef skilja má ráðherrann rétt þá var heildarkostnaður við gerð þessara sjónvarpsþátta 11.500 milljónir króna; það er reyndar ekki skýrt hvort það sé kostnaður sem féll til um heim allan eða sá kostnaður sem féll til á Íslandi. Samkvæmt lögum mun ríkissjóður Íslands endurgreiða 35 prósent af þeim framleiðslukostnaði sem fellur til á Íslandi. Umræðan 27. janúar 2024 14:43
Nektarmyndir af Swift skapaðar af gervigreind í dreifingu Klámfengnar myndir af bandarísku poppstjörnunni Taylor Swift, sem skapaðar voru af gervigreind, dreifðust eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla á dögunum. Þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjanna hafa síðan gert ákall eftir löggjöf gegn fölsuðu myndefni af þessu tagi. Lífið 27. janúar 2024 12:14
Conor leikur í endurgerð Roadhouse Írska bardagakappanum Conor McGregor er ýmislegt til lista lagt. Nú hefur hann leikið í bíómynd. Sport 26. janúar 2024 14:15
Íslensk djöflarokksplata seldist á 600 þúsund krónur Athygli var vakin á því á samfélagsmiðlum nýverið að í desember hafi vínyleintak af plötunni Fire and Steel með íslensku djöflarokkssveitinni Flames of Hell selst á 4.175 dollara á vínylplötuvefsíðunni Discogs, en það nemur um 570 þúsund íslenskum krónum. Tónlist 26. janúar 2024 09:44
Jesse Jane er látin Bandaríska klámmyndaleikkonan Jesse Jane, sem einna helst er þekkt fyrir að hafa komið fram í sjónvarpsþáttunum vinsælu Entourage, er látin. Hún var 43 ára að aldri. Lífið 26. janúar 2024 07:55
Kvikmyndirnar sem beðið er eftir Vísir hefur tekið saman lista yfir 25 kvikmyndir sem koma út á árinu og er beðið eftir með mikilli eftirvæntingu. Árið í ár er sannarlega ár framhaldsmynda en inn á milli eru líka góðir frumlegir molar. Bíó og sjónvarp 26. janúar 2024 06:01
Tom Hollander fékk bónusgreiðslu Tom Holland Breski leikarinn Tom Hollander segist eitt sinn hafa fengið bónusgreiðslu fyrir slysni sem átti að fara til samlanda hans, kollega og nánast nafna, Tom Holland. Greiðslan var frá Marvel kvikmyndaverinu. Lífið 25. janúar 2024 23:10
Brutu jafnréttislög við ráðningu konu Listaháskóli Íslands braut gegn jafnréttislögum við ráðningu lektors í sviðslistafræðum í sviðslistadeild skólans árið 2022. Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þessari niðurstöðu. Innlent 25. janúar 2024 18:28
Fullt hús á Fullu húsi Fyrsta kvikmynd Sigurjóns Kjartanssonar í fullri lengd, Fullt hús, verður frumsýnd á morgun föstudag, en forsýning myndarinnar fór fram í Laugarásbíói í gærkvöldi. Lífið 25. janúar 2024 16:15
Íslandi nú spáð þriðja sæti í Eurovision Íslandi er nú spáð þriðja sæti í Eurovision, sem fer fram í Malmö í Svíþjóð 7. til 9. maí næstakomandi. Það er stökk úr 18. sæti frá því í gær og má rekja stökkið til frétta af því að hinn palestínski Bashar Murad taki þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins. Tónlist 25. janúar 2024 13:48
Dæmdur til dauða fyrir fjöldamorð í anime myndveri Japanskur karlmaður hefur verið dæmdur til dauða fyrir að hafa myrt 36 þegar hann kveikti í anime myndveri í borginni Kyoto árið 2019. Erlent 25. janúar 2024 10:58
„Hann er með kammersveita fetish“ Kvikmyndin Fullt hús verður frumsýnd 26. janúar. Fullt hús er í leikstjórn Sigurjóns Kjartanssonar en um er að ræða gamanmynd um kammerhljómsveit í fjárhagskröggum. Lífið 25. janúar 2024 10:30
Melanie er látin Bandaríska söngkonan Melanie Safka, sem er betur þekkt sem einungis Melanie, er látin 76 ára að aldri. Hún er hvað þekktust fyrir að hafa sungið lögin Brand New Key, What Have They Done to My Song Ma, og Lay Down (Candles in the Rain), sem og ábreiðu á Rolling Stones-slagaranum Ruby Tuesday. Lífið 25. janúar 2024 10:22
Þetta eru lögin sem Idol keppendur munu flytja annað kvöld Þriðji þáttur útsláttarkeppni Idol fer fram annað kvöld í beinni útsendingu frá Idolhöllinni að Fossaleyni. Aðeins sex keppendur standa eftir og keppast um það að verða næsta Idolstjarna Íslands Lífið 25. janúar 2024 10:13
Tímar útlagans Skaðinn er skeður, menn og vélar mættar á staðinn, fjarlægja styttu, fjarlægja tjöld. En fátt er svo með öllu illt. Nú vantar nýtt minnismerki í staðinn. Skoðun 25. janúar 2024 07:31
Palestínumaðurinn Bashar Murad keppir í Söngvakeppninni Palestínski tónlistarmaðurinn Bashar Murad mun keppa í Söngvakeppni sjónvarpsins. Murad er landsmönnum kunnugur en hann gaf út lag með hljómsveitinni Hatara, eftir Eurovision ævintýri sveitarinnar í Tel Aviv árið 2019. Tónlist 24. janúar 2024 17:01