Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Hug­mynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir

Huglægt listaverk seldist á uppboði fyrir 6,2 milljónir dala (um 850 milljónir króna) í New York í gær. Um er að ræða banana sem festur hefur verið á hvítan vegg með límbandi og var listaverkið keypt af auðugum rafmyntabraskara.

Erlent
Fréttamynd

Snerti taug leik­stjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu

Robert Zemeckis, leikstjóri Forrest Gump og Back to the Future þríleiksins, segist opinn fyrir því að skjóta bíómyndir á Íslandi. Hann hefur áhyggjur af þeirri þróun sem orðið hefur á síðustu árum þar sem áherslan hefur færst yfir á framleiðslu sjónvarpsefnis á kostnað bíómynda.

Lífið
Fréttamynd

Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn

Tónlistarkonan Sza segist hafa gert mistök þegar hún ákvað að skella sér í lýtaaðgerð sem snýr af því að stækka rassinn, nánar tiltekið farið í brasilíska rassalyftingu eða BBL. Í viðtali við Vogue á dögunum segist hún hafa ákveðið að skella sér í aðgerðina því dagleg hreyfing var ekki að skila henni rassinum sem hún óskaði sér.

Lífið
Fréttamynd

Leik­stjóri Forrest Gump mættur til Reykja­víkur

„Við erum með marga stóra erlenda gesti og það hefur aldrei verið svona mikið af stórum nöfnum. Það er margt að sjá og erfitt að velja hvað stendur upp úr,“ segir rithöfundurinn Ragnar Jónasson í samtali við blaðamann en hann og Yrsa Sigurðardóttir eru forsprakkar bókmenntahátíðarinnar Iceland Noir sem hefst með pompi og prakt í Reykjavík í kvöld.

Menning
Fréttamynd

Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle

Fischersunds systkinin Jónsi, Inga, Lilja og Sigurrós Birgisbörn standa fyrir glæsilegri listasýningu í Norræna safninu í Seattle, Bandaríkjunum um þessar mundir. Gestum er boðið í ferðalag lyktar, hljóðs og listsköpunar á þessari fyrstu safnasýningu þeirra sem opnaði með glæsibrag samhliða tónleikum Jónsa, sem er hvað þekktastur sem söngvari sveitarinnar Sigur Rós, ásamt Sin Fang og Kjartani Holm.

Lífið
Fréttamynd

Daði Freyr tekur stefnuna til Ís­lands eftir ára­tug úti

„Ég var meira jólabarn þegar ég var barn. Nú á ég tvö börn og þá snúast jólin eiginlega bara um þau,“ segir tónlistarmaðurinn og Eurovision stjarnan Daði Freyr. Daði virðist þó kominn í jólagírinn þar sem hann var að senda frá sér nokkrar jólaábreiður og stendur fyrir jólatónleikum í Gamla bíói í desember. Samhliða því stefnir fjölskyldan á að flytja aftur til Íslands.

Tónlist
Fréttamynd

Fred again í sal en ekki á sviði: „Orð­rómur sem við höfðum enga stjórn á“

Skipuleggjendur tónleika rafdúósins í Joy anonymous sem komu fram með vinum í Hvalasafninu á laugardagskvöld segjast enga stjórn hafa haft á orðrómi þess efnis að breski plötusnúðurinn Fred again myndi koma fram á tónleikunum. Dæmi er um að miðar á tónleikana hafi gengið kaupum og sölum fyrir tugi þúsunda en plötusnúðurinn var í salnum án þess þó að fara upp á svið.

Tónlist
Fréttamynd

52 ár á milli þeirra og þrjár bækur

Embla Bachmann er átján ára og gaf út sína fyrstu bók í fyrra, Stelpur stranglega bannaðar. Hún var í kjölfarið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, sú yngsta í sögunni til að hljóta tilnefningu. Bók númer tvö kom út fyrir nokkrum vikum og um svipað leyti kom út frumraun annars höfunds. Sá er 52 árum eldri en Embla og er engin önnur en amma hennar.

Menning
Fréttamynd

Kvikmyndagerðarfólk bæn­heyrt og sjóðnum komið til bjargar

Menningar- og viðskiptaráðherra og fjárlaganefnd Alþingis hafa svarað kalli kvikmyndagerðarfólks sem vöktu athygli á bágri stöðu Kvikmyndasjóðs fyrir helgi. Nú á að auka fjárveitingu í sjóðinn umtalsvert en það var ljóst eftir að meirihluti fjárlaganefndar samþykkti breytingartillögu á fjárlögum á fimmtudaginn.

Innlent
Fréttamynd

Al­þingi kemur Kvik­mynda­sjóði til bjargar

Fyrir skömmu sendum við þingmönnum bréf vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem Kvikmyndasjóður var kominn í eftir mikinn niðurskurð á síðustu þremur árum. Það stefndi í að sjóðurinn væri kominn á sama stað og hann var fyrir tveimur áratugum.

Skoðun
Fréttamynd

Skot­heldar hug­myndir að góðri hlustun

Veðrið versnandi fer og dagarnir verða dimmari. Oft er þörf en nú er nauðsyn að geta gripið í góð hlaðvörp og grípandi tóna til þess að gera lífið huggulegra og skemmtilegra og lýsa upp skammdegið að einhverju leyti. Lífið á Vísi spurði því nokkra lífskúnstnera eftirfarandi spurningu: Hvað ertu að hlusta á?

Lífið
Fréttamynd

Fer ekki út úr húsi eftir greininguna

„Það er erfitt að lifa með lungnaþembu. Ég get varla gengið þvert yfir herbergi. Það er eins og að ganga um með plastpoka á hausnum,“ segir leikstjórinn David Lynch sem hætti að reykja fyrir tveimur árum en hafði fyrir það reykt frá átta ára aldri.

Lífið
Fréttamynd

„Ég þori al­veg að full­yrða að ég er skítsæmileg móðir“

Ragnheiður Lárusdóttir hefur undanfarin tíu ár horft upp á dóttur sína hverfa inn í heim fíkniefna og sér ekki fyrir endann á baráttunni, þvert á móti. Hún kýs að tala opinskátt um vandann og sækir huggun í þá staðreynd að önnur börn hennar hafa spjarað sig vel í lífinu. Hún sé ekki verri uppalandi en það. Í nýrri ljóðabók fjallar hún um óttann, örvæntinguna og sorgina en einnig vonina og ástina sem aldrei deyr.

Lífið
Fréttamynd

„Það er enginn séns að reyna alltaf að út­skýra sig“

„Ég held ég hafi bara aldrei tekið lífinu of alvarlega. Maður þarf að minna sig á að þetta er ekki svona alvarlegt. Inni í öllum sársauka er fegurð, það er staðreynd. Ég hef upplifað það frá mjög ungum aldri. Maður verður að nýta öll tólin til að styrkja sig og læra af. Annars er maður bara að byggja fangelsi í kringum sig,“ segir tónlistarkonan og íslenska stórstjarnan Bríet. Blaðamaður ræddi við hana um farsælan feril, tilveruna, hæðir og lægðir og margt fleira.

Tónlist
Fréttamynd

Fáir sáu ís­lenskar bíó­myndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk

Dæmi er um að innan við hundrað manns mæti á frumsýningar íslenskra kvikmynda. Um er að ræða myndir sem hlotið hafa á annað hundrað milljónir í styrki frá Kvikmyndasjóði Íslands sem rekinn er fyrir opinbert fé. Jón Gnarr hefur velt því upp hvort ekki sé tilefni til að styrkja frekar sjónvarpsþáttagerð hér á landi. Ritstjóri Klapptrés segir aðsókn á íslenskar kvikmyndir heilt yfir góða, veruleikinn sé sá að flestir sjái myndir annars staðar en í bíó.

Lífið
Fréttamynd

Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum

Bandaríski grínistinn, handritshöfundurinn, framleiðandinn og fyrrverandi spjallþáttastjórnandinn Conan O'Brien mun verða kynnir á Óskarsverðlaununum 2025. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akademíunni.

Lífið
Fréttamynd

HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977

Fyrstu tónleikarnir í fiskabúri X-ins 977 eru komnir í loftið en um er að ræða nýja þáttaröð sem birtist á Vísi og ber heitið LIVE IN A FISHBOWL. Félagarnir í HAM stíga fyrstir á stokk í tónleikaröð sem tekin er upp í hljóðveri X-ins 977, því sem undanfarin ár hefur verið kallað fiskabúrið og er skírskotun í goðsagnakennt lag Maus.

Tónlist
Fréttamynd

Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í al­vöru liðið svona

Sunna Dís Másdóttir var að senda frá sér sína fyrstu bók, en samt ekki. Kul. Ekkert í þessari bók ber þess merki að um byrjendaverk sé að ræða. Þvert á móti ætlar blaðamaður Vísis að ganga svo langt að fullyrða að þessi bók sé uppgötvun ársins. Söguhetjan heitir Una sem er bæði viðkvæm og grjóthörð. Eins og Sunna. Er Una Sunna? Nei, auðvitað ekki. En samt…

Lífið