Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tveir íslenskir tónlistarmenn segjast hafa heyrt af því að fólk sem tengist þeim ekki kaupi svokallaðar gervispilanir á Spotify til að hafa áhrif á veðmál sem eru tengd útgáfum þeirra. Sjálfir kaupa þeir ekki gervispilanir og taka ekki þátt í umræddum veðmálum. Einn þeirra hefur sagt skilið við veðmálafyrirtækið Coolbet. Tónlist 4. nóvember 2024 13:48
Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Þann 14. nóvember næstkomandi hefjast sýningar á Jólaboðinu í Þjóðleikhúsinu en sýningin hefur tvisvar áður verið á fjölum leikhússins. Gísli Örn Garðarsson leikstýrir og skrifar handritið ásamt Melkorku Tekla Ólafsdóttur. Lífið samstarf 4. nóvember 2024 10:39
Quincy Jones er látinn Bandaríski tónlistarmaðurinn og framleiðandinn Quincy Jones er látinn, 91 árs að aldri. Lífið 4. nóvember 2024 08:05
Verkin og vinnusemin tala sínu máli Ég hef hrifist af þeim fjölmörgu verkum sem Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hefur komið til leiða á undanförnum árum til að efla menningu og skapandi greinar á Íslandi, ásamt viðurkenningunni á að um sé að ræða alvöru atvinnugreinar sem skila verulegum efnahagslegum áhrifum til samfélagsins líkt og nýlegar úttektir á hafa staðfest. Skoðun 3. nóvember 2024 21:31
Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Það eru ekki margir sem státa af þeirri reynslu að hafa dáið og komið aftur til lífs. Og það eru líklega enn færri sem geta sagt að þeir gangi bókstaflega fyrir rafhlöðum. Þorvaldur Sigurbjörn Helgason er einn af þeim. Lífið 2. nóvember 2024 08:02
The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kvikmyndin The Bikeriders kom í kvikmyndahús um mitt síðast liðið sumar og af kynningarefninu að dæma virkaði hún sem áhugavert mótvægi við tæknibrellumyndirnar sem ráða ríkjum á þeim árstíma. Hins vegar er hætt við því að margir úr markhópnum, þ.e. fullorðið fólk sem fer í sumarleyfi, hafi misst af. Nú er The Bikeriders hins vegar komin á Leiguna og hægt að bera hana augum þar fyrir tæpar 1000 krónur. Gagnrýni 2. nóvember 2024 07:02
Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Íslenska tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir hefur sett sinn einstaka svip á jólalagið vinsæla „Santa Baby,“ sem var skrifað af Joan Javits og upprunalega flutt af Eartha Kitt árið 1953. Laufey sett lagið í djass-búning og fékk bandaríska Hollywood leikarann Bill Murray til liðs við sig. Lífið 1. nóvember 2024 16:50
Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Strákarnir í IceGuys komast í hann krappann í annarri seríu í samnefndum þáttum þegar þeir eru dæmdir til samfélagsþjónustu eftir dularfullt hvarfs Arons Can. Fyrsta stiklan úr seríunni er frumsýnd á Vísi. Bíó og sjónvarp 1. nóvember 2024 14:00
Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Fullt var út úr dyrum í Eymundsson við Skólavörðustíg í gær þegar stjórnmálafræðingurinn Eiríkur Bergmann hélt þar útgáfufögnuð í tilefni af útgáfu bókar hans Óvæntur ferðafélagi. Um er að ræða minningarbók Eiríks og ferðasögu með kvillann sem hann kennir við Tínu. Menning 1. nóvember 2024 13:00
Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Friðsemd, fyrsta skáldsaga Brynju Hjálmsdóttur er til umfjöllunar á menningarvefnum Lestrarklefinn en þar er skrifað um hverskonar bækur og menningartengt efni. Hér fjallar Rebekka Sif Stefánsdóttir um bók Brynju. Lífið samstarf 1. nóvember 2024 10:32
„Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Einar Örn er holdtekja íslenska pönksins. Hann á í það minnsta slagorðið sem tekur vel utan um það tímabil sem reis hæst á Íslandi 1981-1982: „Það skiptir ekki máli hvað þú getur, heldur hvað þú gerir.“ Í dag er Einar Örn myndlistarmaður. Hann er harður á því. Lífið 1. nóvember 2024 08:01
Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Bandaríski rapparinn Young Thug hefur játað sekt sína í umfangsmiklu máli sem hefur vakið mikla athygli jafnt vestan- og austanhafs. Hann hefur játað sig sekan í liðum sem snúa að brotum á lögum um skotvopnaeign og fíkniefnavörslu. Tónlist 1. nóvember 2024 00:05
Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Það hefur líkast til ekki farið framhjá neinum að Hrekkjavakan er haldin hátíðleg í dag með öllu tilheyrandi. Þá er fátt meira viðeigandi en að grípa í eina hryllilega hrekkjavökumynd. Vísir ákvað að heyra í kvikmyndarýninum og hlaðvarpsþáttastjórnandanum Þórarni Þórarinssyni sem tók sig til og setti saman lista yfir tíu ómissandi hryllingsmyndir. Bíó og sjónvarp 31. október 2024 16:03
Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Orri óstöðvandi, bókaflokkurinn um vinina Orra og Möggu, er íslenskum krökkum afar vel kunnugur. Nú á að gera leikna sjónvarpsþætti um Orra og vini hans. Lífið 31. október 2024 14:31
Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Á menningarvefnum Lestrarklefinn er fjallað um allskonar bækur allt frá fræðibókum til fagurbókmennta. Jana Hjörvar fjallar hér um skáldsögu Nönnu Rögnvaldardóttur, Þegar sannleikurinn sefur. Lífið samstarf 31. október 2024 08:45
Raygun skorar á fjandmenn sína í danskeppni Ástralski breikdansarinn Rachael Gunn, betur þekkt sem „Raygun“, hefur snúið vörn í sókn gegn nettröllunum sem herjuðu á hana eftir eftirminnilegan dans hennar á Ólympíuleikunum í París. Sport 31. október 2024 07:41
Játning í Svörtum söndum Önnur þáttaröð af Svörtum söndum fór í loftið á Stöð 2 fyrir nokkrum vikum en í þáttunum liggur áfallið enn þungt á bæjarbúum Glerársands. Lífið 30. október 2024 20:02
Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Við ætlum að segja sögu Ladda. Þetta er ævisöguleikrit eins og Elly og Níu líf og Ásta og karakterar og persónur Ladda þær halda svolítið á því að segja söguna. Þannig við fáum að sjá Ladda á sviðinu hitta Eirík Fjalar, Dengsa, Hallgrím, Mófreð.“ Menning 30. október 2024 14:03
Er einfaldlega að finna út úr kynhneigð sinni Tónlistarmaðurinn Shawn Mendes opnaði sig á dögunum um innri ferðalag sitt í átt að því að skilja betur hver hann er. Mendes skaust upp á stjörnuhimininn á unglingsárunum og hefur verið í samböndum með stórstjörnum á borð við Camilu Cabello og Hailey Bieber. Stjarnan opnaði sig við aðdáendur sína á dögunum á tónleikum í Colorado þar sem hann sagðist enn vera að finna út úr kynhneigð sinni. Lífið 30. október 2024 13:02
Kynntust í fyrri seríunni Önnur þáttaröðin af Svörtu Söndum er farin í loftið á Stöð 2 en fyrri serían naut mikilla vinsælda. Lífið 30. október 2024 11:32
Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Sambíóinu í Keflavík var lokað í kvöld. Kvikmyndahúsið er fyrsta Sambíóið og var byggt árið 1941 af Eyjólfi Ásberg. Guðný Ásberg Alfreðsdóttir rekstrarstjóri kvikmyndahússins segir þetta sorgleg tímamót en að aðsóknin hafi verið orðin dræm. Eyjólfur var langalangafi hennar. Viðskipti innlent 29. október 2024 23:06
Teri Garr látin Leik- og söngkonan Teri Garr er látin 79 ára að aldri. Hún greindist með MS sjúkdóminn árið 2002 og árið 2006 fékk hún blóðtappa. Teri var tilnefnd til Óskarsverðlaunanna fyrir hlutverk sitt í myndinni Tootsie. Þá lék hún einnig í Young Frankenstein og lék móður Phoebe í þáttaröðinni Friends. Lífið 29. október 2024 19:22
Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Þrátt fyrir að það hafi komið í ljós í könnun Maskínu á dögunum að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna sé ánægður með stjórnarslit þá eru rithöfundar uggandi vegna kosninganna og þeirri fyrirferð sem óhjákvæmilega fylgir þeim. Formaður Rithöfundasambands Íslands segir að það sé smá skellur að fá kosningar ofan í þann tíma sem skipti langmestu máli fyrir bóksölu á Íslandi. Innlent 29. október 2024 15:24
Magnað að aðdáendur flúri textana á sig Í haust eru tíu ár frá því að tónlistarmaðurinn Jón Jónsson gaf út plötuna Heim og ætlar hann að flytja hana í heild sinni næstkomandi laugardagskvöld í Salnum í Kópavogi. Hann segir að margt hafi drifið á daga sína frá því að platan kom út en á plötunni flutti hann í fyrsta skiptið lög á móðurmálinu. Lífið 29. október 2024 15:01
Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Nýjasta skáldsaga Elísabetar Jökulsdóttur er til umfjöllunar á menningarvefnum Lestrarklefinn en þar er fjölbreytt flóra bóka tekin fyrir og haldið úti líflegri umræðu um bókmenntir á Íslandi. Díana Sjöfn Jóhannsdóttir skrifar hér um Límonaði frá Díafani: Lífið samstarf 29. október 2024 14:21
„Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ „Um áramótin var mér greint frá því að tillaga mín hefði orðið fyrir valinu og þá byrjaði ballið,“ segir sýningarstjórinn Margrét Áskelsdóttir sem stýrir tilkomumikilli sýningu í sameiginlegu húsnæði norrænu sendiráðanna í Berlín. Haldin var sérstök leiðsögn og foropnun fyrir forseta og konungsfólk á Norðurlöndum. Blaðamaður ræddi við hana um þetta ævintýri. Menning 29. október 2024 12:57
Ulf Pilgaard er látinn Danski leikarinn Ulf Pilgaard er látinn, 83 ára að aldri, eftir snörp veikindi. Hann gerði garðinn helst frægan fyrir leik í kvikmyndaflokknum Næturvaktinni og fyrir þátttöku í Sirkusrevíunni í fjóra áratugi. Bíó og sjónvarp 29. október 2024 08:32
Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Það var líf og fjör á Kjarvalsstöðum á dögunum á opnun glæsilegrar einkasýningar Hallgríms Helgasonar sem sækir innblástur í ýmis konar usla. Fullt var út úr dyrum og meðal gesta voru Gísli Marteinn, Þorgerður Katrín, Ármann Reynisson og Jón Sæmundur svo eitthvað sé nefnt. Menning 28. október 2024 20:02
Sjálfbær kvikmyndagerð á Íslandi Íslenski kvikmyndaiðnaðurinn hefur tekið mikilvægum framförum í sjálfbærari framleiðslu með fyrstu Green Film vottuninni hérlendis og hlaut kvikmyndin Fjallið fyrstu vottunina. Er það fyrsti vísirinn að sjálfbærari framtíð iðnaðarins þar sem áhersla er lögð á sjálfbæra framleiðsluhætti. Helst það í hendur við leiðarljós Kvikmyndastefnu um að styrkja tengsl kvikmyndagerðar við markmið Íslands á sviði sjálfbærni. Skoðun 28. október 2024 17:32
Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Forsvarsmenn bandarísku streymisveitunnar Netflix hafa sett framleiðslu sjónvarpsþáttaraðarinnar Building the Band á pásu en breski söngvarinn Liam Payne var þar aðalsprautan sem dómari. Þeir ætla sér að ræða málin við fjölskyldu söngvarans en vilja samt gefa þættina út að lokum. Bíó og sjónvarp 28. október 2024 16:25