Íslenska stuttmyndin Fár valin á Cannes Íslenska stuttmyndin Fár eftir Gunni Martinsdóttur Schlüter hefur verið valin á kvikmyndahátíðina í Cannes. Fár er ein af ellefu myndum sem keppa um Gullpálmann í stuttmyndaflokki hátíðarinnar sem fer fram dagana 16.-27. maí. Bíó og sjónvarp 28. apríl 2023 10:48
Átta norrænar kvikmyndir sýndar á nýrri kvikmyndahátíð Hygge er ný norræn kvikmyndahátíð sem fram fer í Háskólabíó 4. til 8. maí. Á hátíðinni verða átta glænýjar kvikmyndir sýndar, frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Myndirnar eiga það sameiginlegt að hafa allar slegið í gegn í sínu heimalandi. Lífið samstarf 28. apríl 2023 08:46
Corden stimplaði sig út með hjartnæmum skilaboðum Spjallþáttur breska þáttastjórnadans James Corden lauk göngu sinni í bandarísku sjónvarpi í gærkvöldi eftir átta ár á skjánum. Í þessum síðasta þætti kvaddi Corden áhorfendur, meðal annars aðstoð söngvarans Harry Styles og leikarans Will Ferrell og þá kom Joe Biden Bandaríkjaforseti sérstökum skilaboðum á framfæri. Lífið 28. apríl 2023 07:39
Sagði einn frægasta brandara Fóstbræðra í Succession Jóhannes Haukur Jóhannesson fer með hlutverk í nýjustu seríunni af Succession, sem sýnd er á Stöð 2. Hann nýtti tækifærið í nýjasta þættinum og sagði einn þekktasta brandarann úr smiðju Fóstbræðra. Horfa má á atriðið neðar í fréttinni. Jóhannes segist aldrei hafa upplifað eins einstakt tökuferli og í HBO þáttunum vinsælu. Bíó og sjónvarp 28. apríl 2023 07:00
Sænska Idolið vendipunktur í lífi Diljár: „Eitt það sársaukafyllsta sem ég hef gert“ Það er óhætt að segja að hin kraftmikla og hæfileikaríka Diljá Pétursdóttir hafi sungið sig inn í hjörtu landsmanna á síðustu mánuðum en hún bar sigur úr býtum í Söngvakeppni sjónvarpsins og mun því keppa í Eurovision fyrir Íslands hönd eftir aðeins örfáa daga. Lífið 27. apríl 2023 21:00
Rihanna fetar í fótspor Ladda Barbadoska söngkonan Rihanna mun talsetja fyrir Strympu í nýrri mynd Paramount um Strumpana frá Strumpalandi. Hún fetar þar með í fótspor Katy Perry, Demi Lovato og Ladda sem talaði fyrir alla Strumpana í sjónvarpsþáttum um litlu bláu verurnar. Lífið 27. apríl 2023 18:55
Metallica fyrsta hljómsveitin til að gefa út myndbönd á táknmáli Rokkhljómsveitin Metallica mun gefa öll myndböndin af komandi plötu sinni á táknmáli. Verður hljómsveitin þá sú fyrsta til þess að gefa út myndbönd á amerísku táknmáli, ASL. Erlent 27. apríl 2023 17:10
Andi Svavars sveif yfir vötnum þegar Íslandsmet var slegið í tónleikahaldi Sextíu tónlistarmenn, sem voru nánir vinir og kollegar Svavars Péturs Eysteinssonar, eða Prins Póló, stigu á svið í Gamla bíói í gær á styrktartónleikunum Hátíð hirðarinnar. Ekkja Svavars, Berglind Häsler, segir líklegt að Íslandsmet hafi verið slegið í fjölda tónlistarmanna sem kom fram á þessum fjögurra klukkustunda tónleikum. Tónlist 27. apríl 2023 15:23
Vaknar klukkan fimm á hverjum morgni til að sinna ástríðunni Hinn pólski Jacek Godek hefur unnið ötullega að þýðingum úr íslensku yfir í pólsku í meira en fimmtíu ár. Ferill Jaceks í þýðingum hófst á unglingsaldri þegar hann fluttist hingað vegna starfa föður hans fyrir pólska sendiráðið. Innlent 27. apríl 2023 09:02
Kann vel við að búa í ferðatösku Hafdís Eyja Vésteinsdóttir segir ástríðu sína fyrir dansi alltaf hafa verið til staðar en áhuginn hafi kviknað í kringum tónlistina sem hún var alin upp við. Lífið 27. apríl 2023 07:01
Hugh Grant verður Úmpa-Lúmpa Hugh Grant mun leika Úmpa-Lúmpa í myndinni Wonka sem kemur út í desember. Myndin segir frá ævintýrum sælgætisjöfursins Willy Wonka áður en hann opnaði sælgætisgerðina. Ungstirnið Timothee Chalamet fer með hlutverk Wonka í myndinni. Bíó og sjónvarp 26. apríl 2023 22:14
Hámhorfið: Á hvað eru íslenskar söngkonur að horfa? Það kannast líklega flestir við það að hafa legið uppi í sófa og flett í gegnum Netflix í leit að góðum sjónvarpsþáttum, þegar allt í einu er liðinn klukkutími og þú hefur ekki enn fundið neitt. Ástæðan er ekki skortur á úrvali, síður en svo, heldur er framboðið svo mikið að það getur verið yfirþyrmandi. Bíó og sjónvarp 26. apríl 2023 20:00
Uppsagnir í Kópavogi og stöðugildum fækkað Stöðugildum fækkar um fjögur vegna skipulagsbreytinga á vegum Kópavogsbæjar sem tengjast starfsemi menningarhúsa bæjarins og samþykktar voru á bæjarstjórnarfundi í gær. Stöðugildum verður fjölgað um þrjú við Gerðarsafn. Alls munu níu missa vinnuna vegna skipulagsbreytinga hjá Kópavogsbæ. Innlent 26. apríl 2023 17:24
Carrie Bradshaw snýr aftur Hinar vinsælu vinkonur Carrie, Miranda og Charlotte snúa aftur á skjáinn í júní í „spin-off“ þáttunum And Just Like That. HBO birti sýnishorn í dag þar sem má sjá nýjum vinum bregða fyrir - sem og gömlum kærasta. Bíó og sjónvarp 26. apríl 2023 16:52
John Stamos lét reka Olsen-tvíburana því þær grétu svo mikið Leikarinn John Stamos segist hafa látið reka Ashley og Mary-Kate Olsen úr þáttunum Full House þegar þær voru ellefu mánaða gamlar því þær hafi grátið svo mikið. Þær voru þó ráðnar aftur nokkrum dögum síðar þar sem staðgenglar þeirra grétu enn meira. Lífið 26. apríl 2023 15:28
Þórunn Antonía selur slotið í Hveragerði Tónlistarkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir hefur sett einbýlishús sitt við Dynskóga í Hveragerði til sölu. Lífið 26. apríl 2023 10:26
Leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar Bæjarstjórn Kópavogs hefur ákveðið að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar og fara í samvinnu við Þjóðskjalasafn um að taka við safnkostinum. Ákvörðunin er tekin fáeinum vikum eftir að borgarstjórn Reykjavíkur ákvað að leggja niður Borgarskjalasafn. Innlent 26. apríl 2023 07:31
Ian Anderson getur ekki mælt með heiðni við nokkurn mann Þegar Vísir náði sambandi við Ian Anderson, forsprakka og prímusmótor hinnar goðsagnakenndu hljómsveitar Jethro Tull, benti hann þegar á í upphafi samtals að dagskrá hans væri þéttriðin, engra kynninga væri þörf. „Beint í fyrstu spurningu.“ Menning 26. apríl 2023 07:01
Gat ekki hætt að fróa sér í flugvélinni Rapparinn Desiigner hefur verið ákærður fyrir að fróa sér hamslaust fyrir framan flugfreyjur í flugferð í síðustu viku. Rapparinn segir lyf sem hann tók hafa haft slæm áhrif á sig. Hann er nú búinn að aflýsa tónleikaröð sinni og ætlar að leita sér hjálpar vegna andlegra erfiðleika. Lífið 25. apríl 2023 20:20
Dramatísk kveðjustund þegar James Corden söng í sínu síðasta bílakarókí Sjónvarpsmaðurinn James Corden hefur sungið sitt síðasta lag í bílakarókí. Þetta er síðasta vika hans sem þáttastjórnandi The Late Late Show. Corden hefur stýrt þættinum frá árinu 2015 en ætlar nú að snúa aftur til heimalands síns, Bretlands. Lífið 25. apríl 2023 16:03
Hjörtur Howser er látinn Tónlistarmaðurinn Hjörtur Howser lést í gær, 61 árs að aldri. Hjörtur varð bráðkvaddur við Gullfoss en hann starfaði sem leiðsögumaður síðustu ár. Aðstandendur Hjartar greina frá þessu í dag. Innlent 25. apríl 2023 14:05
Harry Belafonte er látinn Jamaísk-bandaríski söngvarinn og leikarinn Harry Belafonte er látinn, 96 ára að aldri. Lífið 25. apríl 2023 13:52
Krabbameinsbaráttan varð að dansverki Dansarinn, fjöllistakonan og flugeldahönnuðurinn Sigríður Soffía Níelsdóttir, eða Sigga Soffía eins og hún er alltaf kölluð, greindist með krabbamein fyrir tveimur árum. Þá með tvö lítil börn að útskrifast með meistaragráðu, sjálfstætt starfandi og nýflutt í draumahúsið á nesinu. Menning 25. apríl 2023 10:01
Hatarinn Klemens sýnir á sér mjúkar hliðar Tónlistar- og gjörningalistamaðurinn Klemens Hannigan var að senda frá sér sitt fyrsta lag undir eigin nafni. Lagið ber heitið Never Loved Someone So Much en því fylgir einnig splunkunýtt tónlistarmyndband sem er frumsýnt hér í pistlinum. Tónlist 25. apríl 2023 09:00
Stjörnufans á frumsýningu Öllu var tjaldað til á síðustu frumsýningu leikársins síðastliðið föstudagskvöld en um er að ræða verkið Svartþröst í Borgarleikhúsinu. Verkið er í leikstjórn Vignis Rafns Valþórssonar og með aðalhlutverkin tvö fara þau Ásthildur Úa Sigurðardóttir og Valur Freyr Einarsson. Menning 24. apríl 2023 20:03
Leikhúsið leitar að kátum krökkum Nú með vaxandi vormánuðum er haustdagskrá leikhúsanna óðum að taka á sig mynd. Ein af fyrirhuguðum frumsýningum næsta leikárs er fjölskyldusöngleikurinn Fíasól gefst aldrei upp, sem byggir á vinsælum bókaflokki Kristínar Helgu Gunnarsdóttur. Menning 24. apríl 2023 16:53
Huggulegt stefnumót með konunni endaði með söng uppi á sviði í Eldborg Það var margt um manninn í Eldborg síðastliðið laugardagskvöld þegar tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson hélt stórtónleika í tilefni af 60 ára afmæli sínu. Hallgrímur Ólafsson leikari, jafnan þekktur sem Halli Melló, tók lagið með Jóni en var það þó algjörlega óundirbúið og hafði Halli ekki hugmynd um það, fyrr en hann var kallaður upp á svið fyrir framan um 1500 tónleikagesti. Tónlist 24. apríl 2023 15:30
Sjóðheita plötusnúðaparið Karen Grétars og Margeir kvöddu veturinn með stæl Karen Grétars og DJ Margeir eru nýtt plötusnúða kærustupar en þau héldu sitt fyrsta sameiginlega klúbbakvöld síðastliðinn miðvikudag, kvöldið fyrir sumardaginn fyrsta, á skemmtistaðnum Auto. Margt var um manninn og þekkt andlit dönsuðu saman inn í sumarið. Tónlist 24. apríl 2023 14:30
„Þurfti að taka tíma til að átta mig og hugsa, hvar er ég?“ Þátturinn Framkoma hóf göngu sína á nýjan leik á Stöð 2 í gærkvöldi. En í þáttunum fylgist Fannar Sveinsson með þekktum Íslendingum áður en þeir stíga á svið. Lífið 24. apríl 2023 13:31
Strictly-dómarinn Len Goodman er látinn Breski dansarinn Len Goodman, sem um árabil var formaður dómnefndarinnar í bresku dansþáttunum Strictly Come Dancing, er látinn, 78 ára að aldri. Lífið 24. apríl 2023 08:50