Sektaður um einn og hálfan milljarð fyrir kvenhatur og rasisma Robert Sarver, eigandi Phoenix Suns í NBA-deildinni í körfubolta, hefur verið dæmdur í ársbann af deildinni og sektaður um himinháa fjárhæð eftir rannsókn á meintu kvenhatri og rasisma. Körfubolti 14. september 2022 14:30
Beverley um að spila með LeBron og Davis: „Þeir eru að spila með mér“ Það verður seint sagt að nýjasti leikmaður Los Angeles Lakers í NB deildinni í körfubolta , sé ekki með munninn fyrir neðan nefið. Patrick Beverley benti Anthony Davis og LeBron James góðfúslega á að hann hefði farið í úrslitakeppnina á síðustu leiktíð en ekki þeir. Körfubolti 7. september 2022 15:01
Fyrrverandi kona Pippens á stefnumóti með syni Jordans Fyrrverandi eiginkona Scotties Pippen, Larsa, sást úti að borða með yngri syni Michaels Jordan, Marcus, á sunnudaginn. Körfubolti 6. september 2022 07:31
Viðurkennir að hann væri til í að feta í fótspor föður síns Stephen Curry, einn albesti leikmaður NBA deildarinnar í körfubolta undanfarin ár, lét áhugaverð ummæli falla við hátíðlega athöfn í Charlotte nýverið. Körfubolti 4. september 2022 12:00
Cleveland krækti í einn eftirsóttasta leikmann NBA Cleveland Cavaliers vann kapphlaupið um einn eftirsóttasta leikmann NBA-deildarinnar í körfubolta, Donovan Mitchell. Körfubolti 2. september 2022 16:31
LeBron með sonunum á forsíðu SI: Ætlar að spila með þeim báðum Tuttugu árum eftir að hann prýddi forsíðu Sports Illustrated í fyrsta sinn er LeBron James á forsíðu íþróttatímaritsins fræga í nýjasta hefti þess. Með honum á forsíðunni eru synir hans, Bronny og Bryce. Körfubolti 31. ágúst 2022 14:01
Íhugaði sjálfsvíg eftir meiðslin og móðurmissinn John Wall, leikmaður Los Angeles Clippers í NBA-deildinni vestanhafs, segir síðustu þrjú ár hafa verið sér afar erfið. Hann glímdi við þrálát hásinarslit og missti fjölskyldumeðlimi í kórónuveirufaraldrinum. Körfubolti 31. ágúst 2022 08:30
Lakers sækir fjandmann Westbrook Los Angeles Lakers hefur ákveðið að skipta Talen Hurton-Tucker út fyrir kjaftaskinn Patrick Beverley. Sá hefur lengi átt í deilum við Russell Westbrook, leikstjórnanda Lakers, ásamt því að urða reglulega yfir Lakers er hann lék með nágrönnunum í Clippers. Körfubolti 25. ágúst 2022 16:15
Ekkja Bryant fær 16 milljónir dala í miskabætur Vanessa Bryant, ekkja körfuboltastjörnunnar Kobe Bryant fær 16 milljónir dollara í miskabætur vegna mynda sem viðbragðsaðilar tóku af slysstaðnum í kjölfar þyrluslyss sem Kobe og dóttir hjóna lentu í árið 2020. Körfubolti 25. ágúst 2022 07:14
LeBron James með djásn í tönnum Körfuboltastjarnan LeBron James var langt frá því að fá að handleika meistaraverðlaun á síðustu leiktíð í NBA-deildinni en hann hefur nú fengið sér annars konar skartgrip. Körfubolti 23. ágúst 2022 07:31
Kyrie fer ekki fet Brooklyn Nets hafa látið önnur félög NBA-deildarinnar vita að Kyrie Irving, leikstjórnandi liðsins, fari ekki fet í sumar. Samningur hans við Nets rennur út sumarið 2023. Körfubolti 22. ágúst 2022 16:16
LeBron skrifar undir sögulegan samning hjá Lakers Körfuboltamaðurinn LeBron James hefur skrifað undir nýjan samning við Los Angeles Lakers. Samningurinn gildir til 2024 en getur verið framlengdur um auka ár eftir það, þá verður LeBron kominn á fimmtugsaldur. Samningurinn gerir það líka að verkum að LeBron verður launahæsti leikmaður í sögu NBA. Körfubolti 18. ágúst 2022 10:31
Lið hinnar fangelsuðu Brittney Griner komst í úrslitakeppnina án hennar Phoenix Mercury tryggði sér sæti í úrslitakeppni WNBA-deildarinnar í körfubolta um helgina en þetta er tíunda árið í röð sem liðið spilar um titilinn. Körfubolti 15. ágúst 2022 14:30
Treyja Jordan til sölu á 700 milljónir Chicago Bulls keppnistreyja sem Michael Jordan klæddist í úrslitum NBA árið 1998 er á leið á uppboð en markaðsvirði hennar gæti náð allt að 5 milljónum Bandaríkjadala eða tæpum 700 milljónum íslenskra króna. Körfubolti 13. ágúst 2022 11:30
NBA-stjörnur fóru illa með mömmu sína og son í körfuboltasalnum NBA-stjörnurnar Jayson Tatum og Royce O'Neale sýna engan miskunn á körfuboltavellinum og skiptir þar engu þótt þeir séu að leika sér með móður sinni eða syni. Körfubolti 12. ágúst 2022 15:31
Sexan hengd upp í rjáfur til heiðurs Bill Russell | Hvað gerir LeBron James? NBA deildin í körfubolta hefur ákveðið að hengja treyju númer 6 upp í rjáfur til heiðurs goðsögninni Bill Russell. Það þýðir að aldrei aftur mun neinn spila í treyju númer 6 í NBA deildinni. LeBron James, ein skærasta stjarna deildarinnar lék í treyju númer 6 á síðustu leiktíð og því spurning hvaða númer hann mun bera á bakinu er deildin hefst á nýjan leik í haust. Körfubolti 12. ágúst 2022 07:00
Durant orðinn örvæntingarfullur og setur Brooklyn afarkosti: Þjálfarinn eða ég Kevin Durant vill ólmur komast frá Brooklyn Nets og hefur gripið til ansi örvæntingafullrar leiðar til að sú ósk hans rætist. Körfubolti 9. ágúst 2022 15:01
Leikmenn botnliðsins þurftu að gista á flugvellinum eftir að flug þeirra féll niður Leikmenn Los Angeles Sparks í WNBA-deildinni í körfubolta þurftu að gista á flugvellinum í Washington eftir sigur liðsins á Washington Mystics á sunnudaginn var. Ástæðan var sú að flug liðsins var fellt niður. Körfubolti 9. ágúst 2022 11:31
Hvað ef Shawn Kemp hefði spilað handbolta á Ólympíuleikunum? Hvað ef ein skærasta stjarna NBA-deildarinnar hefði spilað með bandaríska handboltalandsliðinu á Ólympíuleikunum í Atlanta 1996? Það virðist ekki hafa verið jafn fjarlægt og það virðist við fyrstu sýn. Handbolti 9. ágúst 2022 10:00
Giannis spilar með þremur bræðrum sínum í gríska landsliðinu á EM Það verður nóg af Antetokounmpo á treyjum gríska körfuboltalandsliðsins á Evrópumótinu í körfubolta í næsta mánuði. Körfubolti 8. ágúst 2022 14:02
Gaf körfuboltakonunni blóm í miðjum leik Körfuboltagoðsögnin Sue Bird er að kveðja WNBA-deildina í haust og í gær lék hún síðasta heimaleik í deildarkeppni með Seattle Storm liðinu. Körfubolti 8. ágúst 2022 13:30
Bill Russell er látinn Bill Russell, sigursælasti leikmaður NBA deildarinnar frá upphafi, lést í dag 88 ára gamall að aldri. Körfubolti 31. júlí 2022 17:37
LeBron James á leið í fámennan hóp Körfuboltastjarnan LeBron James, sem leikur með Los Angeles Lakers í NBA-deildinni, mun verða hluti af fámennum hópi manna á komandi leiktíð. Hann mun þá spila sína tuttugustu leiktíð í deildinni. Körfubolti 29. júlí 2022 22:31
Fyrst til að skorað yfir þrjátíu stig eftir fertugt: Í hóp með MJ og Dirk Diana Taurasi er stigahæsti leikmaðurinn í sögu WNBA-deildarinnar og hún er enn að spila í deildinni þrátt fyrir að hafa upp á fertugsafmælið sitt í síðasta mánuði. Hún er að gera miklu meira en það. Körfubolti 29. júlí 2022 12:31
Bjóða Rússum skipti á körfuboltakonunni og Kaupmanni dauðans Joe Biden Bandaríkjaforseti ætlar að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að fá bandarísku körfuboltakonuna Brittney Griner heim og nú berast fréttir um að bandarísk yfirvöld hafi nú gert Rússum tilboð. Körfubolti 28. júlí 2022 07:30
Selur hringana sem hann vann með Kobe og Shaq Fyrrum leikmaður Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta ætlar að safna fyrir Úkraínu með sérstökum hætti. Körfubolti 27. júlí 2022 12:31
Harden hjá 76ers næstu tvö árin: „Eina sem skiptir mig máli er að keppa um titilinn“ James Harden hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við NBA-liðið Philadelphia 76ers. Þessi 32 ára skotbakvörður hóf síðasta tímabil með Brooklyn Nets en færði sig svo yfir til Philadelphia á þessu ári. Körfubolti 21. júlí 2022 07:35
Ákærður fyrir að ráðast á eiginkonu sína fyrir framan börnin Körfuboltamaðurinn Miles Bridges, leikmaður Charlotte Hornets, hefur verið ákærður fyrir að ráðast á eiginkonu sína fyrir framan börn þeirra tvö í síðasta mánuði. Körfubolti 20. júlí 2022 16:00
Utah Jazz tilbúið að hlusta á tilboð í Donovan Mitchell Kevin Durant setti alla NBA-deildina í körfubolta í uppnám þegar hann tilkynnti að hann vildi yfirgefa Brooklyn Nets fyrir komandi leiktíð. Nú er nær öll lið deildarinnar til í að íhuga að skipta sínum bestu leikmönnum í von um að fá Durant í sínar raðir, Utah Jazz þar á meðal. Körfubolti 13. júlí 2022 08:31
Zion ætlar ekki að bregðast neinum Zion Williamson, leikmaður New Orleans Pelicans, hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann kom fyrst inn í NBA deildina. Hann hefur glímt við ýmis meiðsli en virðist nú vera á batavegi og treystir Pelicans honum nægilega mikið til að gefa honum fimm ára samning upp á nærri 200 milljónir Bandaríkjadala. Körfubolti 7. júlí 2022 16:01