Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Á annan tug verkfallsbrota hafi átt sér stað

BSRB segir að á annan tug verkfallsbrota hafi átt sér stað í að minnsta kosti þrettán sveitarfélögum síðustu tvo sólarhringa. Verkfallsbrot á leikskólum hafi verið sérstaklega áberandi síðustu daga, þar sem stjórnendur leikskóla virðist hafa fengið fyrirmæli um breytingar á skipulagi sem feli í sér verkfallsbrot. Eins hafi borist ábendingar um brot á bæjarskrifstofum og í sundlaugum.

Innlent
Fréttamynd

Ferða­menn til mestu ó­þurftar!

Það er stórmerkilegt hvað ólíklegasta fólk finnur ferðaþjónustu flest til foráttu þessa dagana. Hún er sögð „stjórnlaus“, „óskipulögð“, „auðvitað ráði þar bara græðgin ríkjum“ og það nýjasta er, að hún á nú að vera orðin helsti sökudólgur þeirra vandræða sem við glímum nú við í efnahagslífinu.

Skoðun
Fréttamynd

Að­vörun til annarra lán­þega Frjálsa líf­eyris­sjóðsins

Fyrir 3 árum var vaxtaástandið nokkuð gott og þau kjör sem lánþegum buðust á þeim tíma afar hagfelld. En síðan hefur nokkuð vatn hefur runnið til sjávar og full ástæða fyrir lánþega að hafa varann á og kynna sér vel uppfærða vexti, sérstaklega hvað varðar Frjálsa lífeyrissjóðinn.

Skoðun
Fréttamynd

Seðlabankastjóri væntir frekari aðgerða gegn verðbólgu í fjárlögum

Seðlabankastjóri segir aðgerðir stjórnvalda til að vinna gegn verðbólgu jákvæðar. Þær væru eitt skref af mörgum sem taka verði og væntir frekari aðgerða í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Þá hvetur Seðlabankinn lánastofnanir til að nýta aukinn veðrétt heimila eftir mikla hækkun húsnæðisverðs til að breyta skilmálum lána.

Innlent
Fréttamynd

Hastar­leg þing­lok koma þing­mönnum í opna skjöldu

Forseti Alþingis tilkynnti við upphaf þingfundar á mánudag að starfsáætlun þingsins verði felld úr gildi frá og með næsta miðvikudegi eins og samþykkt hefði verið á fundum með forsætisnefnd og formönnum þingflokka. Í gærkvöldi er hins vegar tilkynnt að samið hafi verið um þinglok Alþing­is í gær.

Innlent
Fréttamynd

Sigurður Þórðarson mætir á nefndarfund

Sigurður Þórðarson, fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi, mun mæta fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í dag. Hann mun þar fara yfir afar umdeilda greinargerð sína um Lindarhvol sem enn hefur ekki fengist birt.

Innlent
Fréttamynd

Dauðarefsing við samkynhneigð

Á dögunum undirritaði forseti Úganda löggjöf sem gengur lengst allra landa í andstöðu við réttindi hinsegin fólks. Þannig liggur nú m.a. dauðarefsing við samkynhneigð í ríkinu, en lögin voru samþykkt á þingi Úganda í mars með yfirgnæfandi meirihluta. Löggjöfin hefur þegar vakið upp hörð viðbrögð og fordæmingu, bæði innan Úganda og frá lýðræðisríkjunum.

Skoðun
Fréttamynd

Dauða­færi ríkis­stjórnarinnar til að lækka vaxta­stig

Það hefur sennilega ekki farið fram hjá mörgum að nýlega hækkaði peningastefnunefnd Seðlabankans stýrivexti enn einu sinni. Var hækkunin ekki bara sú þrettánda í röð heldur einnig sú mesta í fimmtán ár. Staðan er því sú að stýrivextir Seðlabankans eru nú orðnir 8,75%. En hvað gerist næst? Hvernig er hægt að koma í veg fyrir frekari vaxtahækkanir og stuðla að lækkun vaxta á ný?

Skoðun
Fréttamynd

Á þriðja tug mála af­greidd fyrir helgi

Búið er að komast að samkomulagi um þinglok en í því felst meðal annars að fjármálaáætlun fyrir árin 2024 til 2028 ásamt tengdum málum verða afgreidd áður en þingi verður frestað á föstudag.

Innlent
Fréttamynd

Árni John­sen er látinn

Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður, lést í gær á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum. Hann var 79 ára.

Innlent
Fréttamynd

Ósáttur við að pólitíkusar þverskallist við að fara að lögum

Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segist í sjálfu sér vera ánægður með nýfallinn dóm en ríkið hefur verið dæmt til að greiða Vinnslustöðinni auk Hugins bætur vegna úthlutunar aflaheimilda á makríl á árunum 2011 til 2018. Það sé hins vegar ekkert gleðiefni að stjórnmálamenn hafi þverskallast við að fara að lögum.

Innlent
Fréttamynd

Segja fátækum hafa fækkað

Fátækum hefur fækkað hér á landi síðustu tvo áratugi og er staðan á íslandi meðal því besta sem þekkist í samanburðarlöndum. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins þar sem einnig segir að staðan góða breyti því ekki að fátækt sé til staðar.

Innlent
Fréttamynd

Stjórn­völd auki hús­næð­is­vand­ann með breytt­u skatt­kerf­i

Stjórnvöld munu auka á húsnæðisvanda landsmanna með því að lækka endurgreiðsluhlutall vegna vinnu iðnaðarmanna um tæplega helming, að mati Samtaka iðnaðarins. Aðgerðin muni leiða til meiri kostnaðar við byggingu íbúða sem dragi úr framboði. „Samdráttur í framboði mun óhjákvæmilega hafa áhrif á íbúðaverð til hækkunar. Það eru þau áhrif sem við þessar aðstæður munu koma fram í aukinni verðbólgu og hærri vöxtum,“ segja samtökin.

Innherji