Hvar eru útverðir mannréttindanna? ,,Ópið var í veðurkortunum" segir aftan á sunnudagsblaði Moggans. En er Ópið ekki líka í laugardagsblaðinu? Ef raðað er saman púslum úr því blaði birtist hrollvekjandi heildarmynd. Skoðun 12. mars 2023 07:00
Hvenær hefur maður samræði við barn? „Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann?“ spurði Jón Hreggviðsson eftirminnilega í skáldsögunni Íslandsklukkan. Svarið við þessari spurningu má reyndar finna kyrfilega skilgreint í 23. kafla hegningarlaga. Skoðun 11. mars 2023 10:30
„Að sjálfsögðu á að banna þetta“ Í Íslandi í dag á miðvikudag var farið yfir umræðu um öryggismál þingmanna í tengslum við kínverska samfélagsmiðilinn TikTok. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur gefið út að hann hafi ekki áhyggjur af því að eigendur samfélagsmiðilsins hafi aðgang að gögnum hans. Innslagið má sjá hér að ofan og er þar farið um víðan völl í öðrum málum. Lífið 11. mars 2023 09:16
Hærri endurgreiðslur komu í veg fyrir að Controlant dró saman seglin Á fyrstu mánuðum Covid-19 heimsfaraldursins þegar umsvif í hagkerfinu voru stopp var til skoðunar á meðal stjórnenda Controlant hvað yrði að setja marga starfsmenn á hlutabótaleið. Þá tilkynnti ríkistjórn að endurgreiðslur vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar yrðu auknar. Við það gat Controlant bætt í, „sem betur“. Örfáum mánuðum seinna hreppti fyrirtækið samning við Pzifer. Innherji 10. mars 2023 15:41
Ósætti á stjórnarheimilinu tefur umbætur á lögum um vindorkuver Í stjórnarsáttmála er kveðið á um að liðkað verði fyrir lagaumgjörð fyrir vindorkuframleiðslu. Það er forsenda fyrir orkuskiptum og annarri framþróun á orkusviði. Ekkert bólar á þeim umbótum. Skila átti frumvarpi þess efnis 1. febrúar en var frestað fram á næsta þing. Ósætti á stjórnarheimilinu virðist gera það að verkum að sú vinna tefjist. Innherji 10. mars 2023 13:31
Krafði Katrínu og Bjarna um skýr svör Stúdentar við Háskóla Íslands mótmæltu fyrir utan Ráðherrabústaðinn í dag, vegna þess sem þeir telja vera vanfjármögnun hins opinbera háskólakerfis. Forseti Stúdendaráðs HÍ afhenti forsætis- og fjármálaráðherra áskorun stúdenta og lét ráðherra vinna fyrir kaupinu sínu með krefjandi spurningum. Innlent 10. mars 2023 11:33
Kröfur KSÍ og bolmagn sveitarfélaga Svo virðist sem sveitarstjórnarfólk sé að vakna upp af værum blundi gagnvart þeim ákvörðunum sem teknar eru af aðildarfélögum KSÍ á ársþingum. Þær ákvarðanir hafa bein áhrif á fjárhag sveitarfélaga, því uppbygging mannvirkjana er iðulega á hendi sveitarfélaga sem og rekstur. Þessar ákvarðanir eru teknar án nokkurrar aðkomu sveitarfélaga. Skoðun 10. mars 2023 07:31
Að anda í bréfpoka Krónuhelsið er ekki lögmál. Íslenskur almenningur á ekki að þurfa að fara með æðruleysisbænina á hverjum vaxtaákvörðunardegi Seðlabankans. Enn síður eigum við það skilið að þurfa að anda í bréfpoka í hvert sinn sem við borgum fyrir matarkörfuna í Krónunni. Og síðast af öllu þurfum við stjórnmálamenn sem eru svo vanmáttugir gagnvart þessu að þeir kjósa meðvitað að viðurkenna ekki vandann. Skoðun 10. mars 2023 07:00
31 sótti um starf verkefnastjóra alþjóðamála Umsækjendur um starf verkefnastjóra alþjóðamála voru 31 en valið var í starfið útfrá hæfni umsækjenda miðað við kröfur í auglýsingu, frammistöðu umsækjenda í viðtölum og umsögnum meðmælenda. Innlent 10. mars 2023 06:55
Húsnæðismarkaðurinn, Framsókn og Hafnarfjörður Þegar hægri höndin veit ekki hvað sú vinstri gerir er það til marks um ráða- og stefnuleysi. Þessi orð leituðu á mig þegar ég las grein Ágústs Bjarna Garðarssonar, þingsmanns Framsóknarflokksins og fyrrum bæjarfulltrúa í Hafnarfirði, á Vísi fyrr í vikunni. Skoðun 9. mars 2023 22:00
„Kjarninn er að í allt of mörg ár höfum við verið of fá“ Umfangsmiklar breytingar verða gerðar á meðferð kynferðisbrota og skipulagðrar brotastarfsemi, samkvæmt nýrri áætlun dómsmálaráðherra. Þörfin sé brýn vegna erfiðra mála sem ítrekað hafi komið upp síðustu misseri. Ráða á tugi nýrra starfsmanna til að bregðast við vandanum. Ríkislögreglustjóri segir þau geta gert betur víða. Innlent 9. mars 2023 21:32
Mikilvægt að verja stöðu frjálsra fjölmiðla á Íslandi Þingmaður Vinstri grænna segir mikilvægt að tryggja fjölmiðlafólki öruggt starfsumhverfi. Fjölmörg dæmi væru um að fjölmiðlafólk væri hindrað í störfum sínum og því jafnvel ógnað. Menningar- og viðskiptaráðherra segir fjölmiðlaáætlun í mótun. Innlent 9. mars 2023 19:20
Gefst ekki upp og leggur aðra fyrirspurn fyrir þingforseta Þrátt fyrir að Jóhanni Páli Jóhannssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, hafi síðastliðinn mánudag með atkvæðagreiðslu í þinginu verið bannað að spyrja þingforseta um greinargerð fyrrverandi ríkisendurskoðanda um Lindarhvol lætur hann ekki deigan síga og hefur enn á ný beint fyrirspurnum til forseta Alþingis um málið. Innlent 9. mars 2023 15:36
Líkkistusala dómsmálaráðherra ekki í hagsmunaskráningu hans Ekki kemur fram í hagsmunaskráningu Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra, að hann sé eigandi fyrirtækis sem flytur inn og selur líkkistur. Þingkona Pírata spurði ráðherrann út í fyrirtækið í tengslum við ákvörðun hans varðandi rekstur á bálstofu. Innlent 9. mars 2023 15:20
„Það verður gripið til skilvirkra aðgerða sem munu skila árangri“ Undanfarna tólf mánuði hefur dómsmálaráðuneytið, ríkislögreglustjóri og lögreglustjórar landsins, ásamt ríkissaksóknara og héraðssaksóknara að umfangsmiklum breytingum í löggæslu. Þessar breytingar voru kynntar á upplýsingafundi dómsmálaráðuneytisins í dag. Innlent 9. mars 2023 14:30
Fátæk börn í skugga metárs í fjármagnstekjum og arðgreiðslum Þingmenn Flokks fólksins og Samfylkingarinnar gagnrýndu ríkisstjórnina fyrir aðgerðaleysi vegna vaxandi fjölda barna sem byggju við fátækt á Alþingi í dag. Á sama tíma væri metár í fjármagnstekjum og greiðslu arðs hjá stórútgerðinni. Forsætisráðherra sagði ríkisstjórnina hafa gripið til margvíslegra aðgerða fyrir þennan hóp og aðrar væru í undirbúningi. Innlent 9. mars 2023 12:18
Heildin hafi það býsna gott Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, segir að gögn Seðlabankans sýni að meirihluti lánþega á fasteignamarkaði hafi það býsna gott, þrátt fyrir núverandi efnahagsárferði. Áhyggjur stjórnmálamanna ættu að snúa að þeim sem ekki hafa keypt sér húsnæði og eru á leigumarkaði. Viðskipti innlent 9. mars 2023 11:42
Rósa Björk ráðin verkefnastjóri alþjóðamála eftir auglýsingahringl Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, hefur verið ráðinn verkefnastjóri alþjóðamála í forsætisráðuneytinu. Rósa er ráðin til sex mánaða, í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins sem fram fer í maí. Innlent 9. mars 2023 09:55
Bein útsending: Ásgeir og Gunnar ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, verða gestir efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis á opnum fundi sem hefst klukkan 9:10. Fundarefnið er skýrsla fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands fyrir árið 2022. Innlent 9. mars 2023 08:41
Lindarhvoli ber að afhenda álitsgerð MAGNA um félagið Lindarhvoli ehf. er skylt að veita Frigus II ehf. aðgang að álitsgerð MAGNA lögmanna sem lögmannsstofan vann fyrir forsætisnefnd Alþingis. Álitsgerðin fjallar um hvort afhenda ætti blaðamanni greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um starfsemi Lindarhvols. Innlent 8. mars 2023 21:29
Þjóðarsátt um okurvexti? Flestar þjóðir glíma nú við verðbólgu. Seðlabankar þeirra allra hækka vexti. Það er allt eftir bókinni. Skoðun 8. mars 2023 21:00
Vill gera Ísland meira aðlaðandi fyrir sérfræðinga Atvinnuleyfi verða bundin við einstaklinga en ekki fyrirtæki ef tillögur forsætisráðherra verða að veruleika. Stjórnsýslan verður einfölduð, reglur um dvalarleyfi verða rýmkaðar og spálíkön gerð um mannaflaþörf í hinum ýmsu atvinnugreinum. Innlent 8. mars 2023 20:32
Í „vægu áfalli“ vegna gleðifrétta um ríkisborgararétt Andrei Menshenin, rússneskur blaðamaður sem staðið hefur fyrir mótmælum fyrir utan rússneska sendiráðið í þágu Úkraínumanna, er á meðal þeirra 17 einstaklinga sem eru á lista frumvarps til laga um veitingu ríkisborgararéttar. Hann kveðst vera í vægu áfalli vegna gleðitíðindanna og enn að reyna að melta þá staðreynd að hann verði ekki sendur aftur til Rússlands líkt og hann óttaðist. Innlent 8. mars 2023 17:51
Sex ráðherrar ekki leyst vandann Fráfarandi formaður Félags íslenskra listdansara (FÍLD) gagnrýnir það að listdans sé langt á eftir öðrum listgreinum innan styrkveitingakerfisins. Í sautján ár hefur listdansinn fengið litla sem enga fjárhagsaðstoð og hver ráðherrann á eftir öðrum nær ekki að afgreiða málið. Innlent 8. mars 2023 16:41
Synjun birtingar þrengi verulega að möguleikum þingmanna til eftirlits Þingmaður Viðreisnar segir synjun birtingar á greinargerð fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol setja þingmenn í erfiða stöðu og hafa þrengt að möguleikum þeirra til að hafa eftirlit með framkvæmdarvaldinu líkt og þeim ber að gera. Innlent 8. mars 2023 15:20
Hengilás fyrir forseta Alþingis Það var dapurlegt að taka þátt í atkvæðagreiðslunni á Alþingi í fyrradag um fyrirspurn vegna Lindarhvols. Í stað þess að virða rétt þingmanna og almennings til að fá upplýsingar um mál sem varðar eigur almennings upp á hundruð milljarða, er reistur hár og voldugur þagnarmúr þar sem forseti Alþingis er verkstjórinn. Skoðun 8. mars 2023 10:01
Tillaga um lokun Borgarskjalasafns samþykkt Tillaga borgastjóra um framtíðarstarfssemi á starfssemi Borgarskjalasafns var samþykkt í borgarstjórnarfundi í dag með ellefu atkvæðum gegn tíu. Innlent 7. mars 2023 21:12
Alvarlegt að ekki hafi tekist að manna sjúkraflug Heilbrigðisráðherra segir alvarlegt að maður sem beið eftir lifrarígræðslu hafi misst af tækifærinu þar sem ekki tókst að manna sjúkraflug. Tryggja þurfi að atvikið endurtaki sig ekki en til greina komi að taka upp bakvaktir til að tryggja að flugáhöfn sé alltaf til taks. Innlent 7. mars 2023 18:27
Óásættanlegt að Landsvirkjun þurfi að hafna góðum verkefnum Það er ekki ásættanlegt að Landsvirkjun þurfi í auknum mæli að hafna ákjósanlegum verkefnum sem sækjast eftir rafmagnssamningum, að mati Bjarni Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Það þurfi að virkja meira. „Sækja meira af grænni, endurnýjanlegri orku,“ sagði ráðherrann á fundi Landsvirkjunar. Innherji 7. mars 2023 16:02
Bannað að spyrja um eignasölu Bjarna Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokks hafa nú beitt meirihlutavaldi á Alþingi til að banna mér að spyrja forseta Alþingis um greinargerð sem fjallar um sölu Bjarna Benediktssonar á tugmilljarða eignum ríkisins í gegnum einkahlutafélagið Lindarhvol ehf. Skoðun 7. mars 2023 15:01