Freistnivandi sveitarstjórna Hverjar eru líkurnar á að sveitarfélag láti náttúru innan sinna sveitafélagamarka njóta vafans ef gull og grænir skógar eru í boði? Skoðun 9. febrúar 2023 11:30
Utanríkismálanefnd ekki rætt mál Gylfa sérstaklega Utanríkismálanefnd hefur ekki rætt mál Gylfa Þórs Sigurðssonar, knattspyrnumanns, sem hefur verið í farbanni á Bretlandi í á annað ár. Fyrsti varaformaður nefndarinnar segir það ráðuneytis að svara hver aðkoma þess er að málinu og hvort aðhafst verði í því. Innlent 9. febrúar 2023 10:38
Eyja í raforkuvanda Í síðustu viku kom upp bilun í rafstreng VM 3, sæstrengnum sem flytur rafmagn á milli lands og Vestmannaeyja. Þetta gerir það að verkum að nú í miðri lægðarhrinu og í upphafi öflugrar loðnuvertíðar er staðan sú að Vestmannaeyjar þurfa að stóla á 60 ára gamlan streng, VM 1 sem var tekinn úr notkun fyrir nokkrum árum síðan. Þar að auki reiða Eyjamenn sig á varaaflsvélar Landsnets og HS veitna. Skoðun 9. febrúar 2023 10:30
Ríkisstjórnin fékk það sem hún bað um: meiri verðbólgu og hærri vexti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kyndir undir verðbólgu með óábyrgri stefnu í ríkisfjármálum. Þetta er ein af orsökum vaxtahækkunarinnar sem kynnt var í gær. Skoðun 9. febrúar 2023 07:31
„Leitin að sökudólgnum mun litlu skila fyrir landsmenn“ Leitin að sökudólgnum mun litlu skila fyrir landsmenn og árið 2023 væri betur nýtt til að þeir kjarasamningar sem framundan eru og þeir skammtímasamningar sem menn hafa þegar gert leggi grunn að nýju skeiði stöðugleika. Innlent 9. febrúar 2023 06:23
Seðlabankastjóri segir aðila vinnumarkaðarins hafa skorað sjálfsmark Seðlabankastjóri segir höfuðstól óverðtryggðra lána hafa lækkað um tíu prósent á einu ári þrátt fyrir vaxtahækkanir. Aðilar vinnumarkaðarins hafi skorað sjálfsmark með nýgerðum kjarasamningum. Jafnvel þurfi að hækka vexti meira í næsta mánuði vegna krafna um enn meiri launahækkanir en þegar hafi verið samið um. Viðskipti 8. febrúar 2023 19:20
Hætta málþófi um útlendingafrumvarpið Þingmenn Pírata eru hættir málþófi útlendingafrumvarpið svokallaða frá dómsmálaráðherra. Lítið sem ekkert annað hefur verið rætt á þingi á þessu ári en nú telja þingmennirnir að fullreynt sé að opna augu stjórnarliða um frumvarpið og galla þess. Píratar segja það skerða réttindi fólks á flótta. Innlent 8. febrúar 2023 17:31
Stálhnefar og silkihanskar Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í vikunni að minnka lóð í eigu almennings svo að eigendur einkalóða geti stækkað eigin lóðir. Með því er verið að setja fram ákveðið fordæmi, og það slæmt þegar kemur að lóðamörkum. Lagt var til að samið yrði við eigendur tiltekinna lóða við Einimel um að þeir fengju land borgarbúa eftir að girðingar höfðu verið settar þar inn fyrir. Skoðun 8. febrúar 2023 17:30
Stríð ríkisstjórnarinnar gegn mannréttindum Undanfarnar vikur hefur mikið verið rætt um meint málþóf Pírata. Það er rétt að við höfum tekið dágóðan tíma í að ræða útlendingafrumvarpið inni á þingi, en tilgangurinn með því var að gera heiðarlega tilraun til þess að fá samstarfsfólk okkar þar til að hlusta. Skoðun 8. febrúar 2023 17:00
Alvarlegar athugasemdir við hækkun æfingagjalda í Reykjavík Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar hefur gert alvarlegar athugasemdir við hækkanir einstaka íþróttafélaga í Reykjavík á æfingagjöldum. Ráðið óskar eftir því að félögin endurskoði hækkanir sínar. Innlent 8. febrúar 2023 15:01
Verðbólguhvetjandi vaxtahækkanir Allar aðgerðir Seðlabankans eru verðbólguhvetjandi. Skoðun 8. febrúar 2023 14:30
Afneitun um íslenskt heilbrigðiskerfi Eitt af stóru vandamálunum Landspítalans er að þar liggja inni einstaklingar sem ættu að fá þjónustu í annars konar úrræði. Þjónustuúrræði sjúkrahúsa er dýrasta úrræði sem verið er að veita og því vekur það athygli að þessi staða skuli vera uppi. Skoðun 8. febrúar 2023 12:31
Lítur út fyrir að Daði verði sjálfkjörinn Allt lítur út fyrir að Daði Már Kristófersson verði sjálfkjörinn varaformaður Viðreisnar á komandi landsþingi flokksins. Daði Már hefur gegnt embættinu síðan í september árið 2020. Innlent 8. febrúar 2023 12:01
Bjarni sagður ekki hafa borið sig eftir greinargerð um Lindarhvol Sigurður Þórðarson settur ríkisendurskoðandi sendi greinargerð sína um Lindarhvol meðal annars á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra. Bjarni sóttist ekki eftir því að sjá greinargerðina, að sögn aðstoðarmanns hans. Innlent 8. febrúar 2023 11:59
Rjúfum vítahring krónunnar Vextir á Íslandi eru með þeim hæstu sem þekkjast á byggðu bóli. Venjuleg fyrirtæki í landinu, sem eru uppistaðan í íslensku atvinnulífi, geta ekki gert skynsamlegar áætlanir fram í tímann. Hvort tveggja skerðir kjör fólksins í landinu. Skoðun 8. febrúar 2023 08:01
Bein útsending: Auðlindin okkar – Bráðabirgðatillögur starfshópa kynntar Bráðabirgðatillögur fjögurra starfshópa Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra, sem falið var að greina áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi og tengdum greinum ásamt því að meta þjóðhagslegan ávinning fiskveiðistjórnunarkerfisins, verða kynntar á fundi á Grand Hótel í dag. Innlent 8. febrúar 2023 08:01
Leita að „verkefnastjóra framtíðarinnar“ í miðju ráðningarbanni Reykjavíkurborg auglýsir eftir verkefnastjóra framtíðarinnar. Auglýsingin hefur verið sögð óljós og borgarfulltrúi minnihlutans gagnrýnir ráðningu sem þessa í miðju ráðningarbanni. Innlent 8. febrúar 2023 07:01
„Án mikillar umræðu eða atbeina stjórnvalda“ Það er mjög auðvelt að ofnota hugtök á borð við „svört skýrsla“ og „áfellisdómur“. Það má hins vegar vel færa rök fyrir því að þessi hugtök nái ekki alveg yfir inntakið í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um stjórnsýslu sjókvíaeldis sem kynnt var í gær, svo alvarleg er hún. Skoðun 7. febrúar 2023 23:00
Orkuveitan nefnir niðurrif Árbæjarstíflu sem valkost Niðurrif Árbæjarstíflu er meðal valkosta sem Orkuveita Reykjavíkur hefur lagt fyrir borgaryfirvöld með ósk um samstarf um það sem kallað er „niðurlagningaráætlun Elliðaárvirkjunar“. Umhverfis- og skipulagsráð borgarinnar hefur fallist á að málið verði unnið áfram. Innlent 7. febrúar 2023 22:11
Ráðherra segir stöðuna alvarlega og heitir aðgerðum Matvælaráðherra segir nýja skýrslu Ríkisendurskoðunar sýna að staðan í allri umgjörð sjókvíaeldis sé alvarleg og gera verði breytingar. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi fagna skýrslunni en hún staðfesti engu að síður brotalamir í stjórnsýslu sjókvíaeldis. Innlent 7. febrúar 2023 19:39
Örfáir þingmenn hafi tekið þingið í gíslingu svo dögum skiptir Umræða um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra er enn og aftur á dagskrá þingsins í dag en tillaga um að taka málið af dagskrá var felld og tillaga um að lengja þingfund samþykkt. Fjármálaráðherra sagði stjórnarandstöðuna beita sér í grímulausu málþófi undir því yfirskini að greiða fyrir störfum þingsins. Innlent 7. febrúar 2023 15:31
Gott fólk: Allt önnur lögmál og jafnvel harðari í pólitík miðað við annars staðar Gott fólk með Guðrúnu Högna eru nýir hlaðvarpsþættir í umsjón Guðrúnar Högnadóttur framkvæmdastjóra Franklin Covey. Atvinnulíf 7. febrúar 2023 13:01
„Iðnaðurinn fær að hafa eftirlit með sjálfum sér“ Það er ekki aðeins þingheimur sem er uggandi vegna stöðunnar sem dregin er upp í nýrri svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi því náttúruverndarsinnar sem fréttastofa ræddi við í dag segja það vera ljúfsárt að lesa staðhæfingar í skýrslunni sem þeir sjálfir hafa haldið á lofti árum saman en talað fyrir daufum eyrum. Innlent 6. febrúar 2023 20:00
Minnisblaðið um flugvélina hafi komið of seint frá Gæslunni Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir Landhelgisgæsluna hafa skilað minnisblaði um mikilvægi þess að fá aukið fjármagn of seint. Minnisblaðið hafi borist þegar þingmenn voru komnir í jólafrí. Innlent 6. febrúar 2023 15:00
Borgin gefur út enn eitt starfsleyfið fyrir skotsvæðið á Álfsnesi Heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að veita Skotveiðifélagi Reykjavíkur nýtt starfsleyfi til tveggja ára á Álfsnesi. Deilur hafa staðið um starfsemina um árabil og segir formaður nefndarinnar að með ákvörðuninni sé verið að reyna að koma til móts við báða aðila. Ljóst sé að skotsvæðið mun á endanum fara. Innlent 6. febrúar 2023 13:30
Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í áfalli eftir kynningu ríkisendurskoðanda á skýrslu sinni um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. Innlent 6. febrúar 2023 11:27
Mun fiskvinnsla í Stykkishólmi leggjast af? Á síðasta ári var sett á laggirnar nefnd á vegum sjávarútvegsráðherra til að kortleggja áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi og tengdum greinum og meta þjóðhagslegan ávinning fiskveiðistjórnunarkerfisins. Skoðun 6. febrúar 2023 11:00
Nanna Kristín aðstoðar Bjarna Nanna Kristín Tryggvadóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra. Innlent 6. febrúar 2023 09:34
Fagnar því að „ógeðfelld og ljót krafa“ falli frá Fósturvísum verður ekki eytt sjálfkrafa við skilnað eða andlát ef að frumvarp heilbrigðisráðherra nær fram að ganga. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem hafði lagt fram eigið frumvarp, fagnar málinu og segir þetta ógeðfellt ákvæði. Hún vill þó ganga lengra og telur tilefni til að skoða rýmri heimild fyrir því að gefa fósturvísa. Innlent 5. febrúar 2023 14:01
Koma á fót nýjum áfangaheimilum og vilja fækka neyðarskýlum Reykjavíkurborg hefur ákveðið að koma á fót nýju millistigs úrræði fyrir heimilislausa, meðal annars í formi áfangahúsnæðis. Markmiðið er að takmarka þann tíma sem fólk dvelur í neyðarskýlum en formaður velferðarráðs vonar að í framtíðinni verði ekki þörf á slíkum skýlum. Ríki og sveitarfélög þurfi að marka sér stefnu í málaflokknum. Innlent 4. febrúar 2023 20:29